Innlent

Birgir ÞH fékk veiðarfæri í skrúfuna

Björgunarbátar á ferð.
Björgunarbátar á ferð.
Minnstu munaði að illa færi þegar fiskibáturinn Birgir ÞH, með tveimur mönnum um borð, fékk veiðarfæri í skrúfuna í gærkvöldi þannig að hún stöðvaðist og bátinn tók að reka hratt að landi.

Skipverjarnir óskuðu þegar eftir aðstoð en nálægur togari gat ekki komið þeim til hjálpar þar sem báturinn var kominn á grunnsævi. Björgunarskip Landsbjargar  á Raufarhöfn var þegar sent af stað og náði að koma mönnunum til hjálpar í tæka tíð, og var báturinn dreginn til Raufarhafnar.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×