Innlent

"Ég þurfti bara hjálp"

„Ég var alltaf kvíðinn, einmana og dró mig í hlé. Ég fór meira að segja í sjálfsmeiðingar á þessum tíma, gerði tilraun með það. Svo vindur þetta upp á sig þangað til ég er orðinn alvöru unglingur og vandamálið fer að aukast,“ segir Ásgeir Már Ólafsson, sem byrjaði að finna fyrir þunglyndi 10 ára gamall.

Hann fékk ekki greiningu fyrr en hann var orðinn 17 ára og hafði þá reynt að skaða sig oftar en einu sinni. Nú tekur hann þátt í að gera fræðslumyndband um geðsjúkdóma fyrir framhaldsskólanema.

„Skólakerfið á þeim tíma hefði mátt vera öflugar í sinni vitneskju um svona hluti, þeir náttúrulega gerðu ekki neitt - þar er kannski svona pínu biturleikinn,“ segir Ásgeir Már. „Ég var búinn að draga mig í hlé frá öllum vinahópunum, var einn mikið og hafði lítil tengsl við umheiminn í raun og veru,“ segir hann.

„Ég þurfti bara hjálp, og það þurfti ég að gera í einrúmi á sínum tíma,“ segir hann og fór í Lýðháskóla til Danmerkur.

Einlægt viðtal við Ásgeir Má í Íslandi í dag í kvöld má sjá hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×