Innlent

Með amfetamínkrukkur í frystinum

Haukur Viðar Alfreðsson skrifar
Mynd úr safni
Lögreglan á Suðurnesjum stöðvaði kannabisræktun og lagði hald á um þrjátíu grömm af amfetamíni í íbúðarhúsnæði um helgina.

Upphaf máls var það að lögregla hafði afskipti af manni á fertugsaldri vegna gruns um ölvunarakstur. Maðurinn var handtekinn og færður á lögreglustöð, og við yfirheyrslur gaf hann heimild til húsleitar á heimili sínu. Þar fundust ofangreind fíkniefni, en amfetamínið var geymt í tveimur krukkum í frysti í eldhúsinu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×