Fleiri fréttir Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. 4.4.2012 14:25 Borgarahreyfingin sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Borgarahreyfingin var í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Skúlasonar um greiðslu á um tveimur milljónum króna vegna ógreiddra launa. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Guðmundur var ráðinn tímabundið starfsmaður Borgarahreyfingarinnar í fyrra en var síðan sagt upp áður en ráðningasamningurinn var runnin út. Guðmundur taldi að uppsögnin hefði verið tilefnislaus og krafðist ógreiddra launa. 4.4.2012 14:16 Starfsfólkið náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í söluskálanum Bláa Turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er enn eldur í þakinu en grafa var að koma á vettvang til að rífa þakið í sundur. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá djúpsteikingarpotti sem staðsettur er inni í eldhúsi söluskálans. Enginn slasaðist, en starfsfólk náði að forða sér út í tæka tíð, að sögn slökkviliðs. 4.4.2012 13:53 Brotist inn á þremur stöðum - bensínþjófur á ferð Nokkuð var um innbrot í Reykjavík í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða á öðrum tímanum og um klukkan þrjú fór þjófur inn hjá Samhjálp við Stangarhyl. Lögregla hafði hendur í hári manns sem grunaður er um innbrotið og verður hann yfirheyrður í dag. 4.4.2012 07:22 Með kókaín í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri stöðvaði um níu leytið í gærkvöldi bíl í Hörgárdal. Tveir menn voru í bílnum og var sá sem ók grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan framkvæmdi leit í bílnum og þar fundust um 30 til 40 grömm af kókaíni. Tekin skýrsla af mönnunum og þeir látnir lausir en mega búast við kæru. Fremur óvanalegt er að svo mikið af kókaíni finnist á Norðurlandi en reikna má með að virði efnisins slagi í 750 þúsund krónur. 4.4.2012 07:20 Verðhækkanir mun meiri hér en á Evrusvæðinu Heildarhækkun á vöru og þjónustu á Íslandi frá árinu 2008 og til dagsins í dag er 34,9 prósent. Á sama tíma nam hækkunin 5,6 prósentum á Evrusvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Já Ísland samtakanna, sem berjast fyrir inngöngu í Íslands í Evrópusambandið, en þau fengu Hagstofu Íslands til þess að gera samanburð á verðbreytingum í ýmsum vöruflokkum eftir hrun. 4.4.2012 06:43 Mikil óvissa um orkugetu jarðvarma Forstjóri Landsvirkjunar segir aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem gert er ráð fyrir í nýtingarflokki Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vera tryggan. Hann undrast að allar vatnsaflsvirkjanir séu settar í bið- eða verndarflokk, utan tveggja lítilla virkjana. Orkuframboð á Suðurlandi sé minnkað til muna. 4.4.2012 06:30 4.4.2012 23:00 Grásleppuveiðimenn kærðir til lögreglu Fiskistofa hefur kært nokkra grásleppuveiðimenn til lögreglu fyrir að hafa of mörg grásleppunet í sjó. 4.4.2012 13:23 Afturkölluðu hækkun á dísil Olíufélögin hafa afturkallað hækkun á dísil sem gerð var um og eftir helgina. Þeir sem hækkuðu verðið voru Shell, N1 og Olís. 4.4.2012 12:42 Sturla fundaði með Ólafi Ragnari Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með Sturla Jónssyni vörubílstjóra og Arngrími Pálmasyni þar sem þeir greindu frá baráttu sinni og annarra borgara við að ná fram rétti sínum gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum, en embætti forsetans greinir frá þessu á vefsíðu embættisins, forseti.is. 4.4.2012 12:39 Kviknaði líklega í út frá eldamennsku Eldurinn sem kom upp í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun kviknaði líklega út frá eldamennsku. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi læsti eldurinn sig fljótlega í klæðningu undir þakinu en hann náði ekki að breiða sig út fyrir eldhúsið í skálanum. 4.4.2012 11:57 Eldur í Bláa turninum Eldur kviknaði í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut fyrir fáeinum mínútum. Allar stöðvar slökkviliðsins eru á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða. Eldurinn kviknaði út frá eldamennsku, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi. 4.4.2012 11:26 Vill að fé á dauðum bankareikningum fari til samfélagsmála Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill að það fé sem nú liggur inni á dauðum bankareikningum verði notað til nýsköpunar- og samfélagsmála. Fram kom í svari við fyrirspurn Eyglóar á Alþingi að ríflega 1,5 milljarður króna væri inn á íslenskum bankareikningum sem ekki höfðu verið hreyfðir í 15 ár eða lengur. 4.4.2012 11:23 Þóra ætlar í framboð - boðað til blaðamannafundar Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt heimildum Vísis. Í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum hennar er boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan korter yfir fjögur í dag. 4.4.2012 10:21 Beðið eftir sýnum frá Svíþjóð og niðurstöðum úr geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði í byrjun febrúar, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður farið fram á áframhaldandi varðhald síðar í dag. 4.4.2012 10:04 Vilja ákvæði inn í stjórnarskrá Stjórn Samtakanna "78 skorar á Alþingi að gera lagaúrbætur til handa transfólki. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þess að ungur transmaður var beittur ofbeldi á öldurhúsi í Reykjavík en fyrir þinginu liggur frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi. 4.4.2012 07:30 Uppsóp er þrefalt á götum borgarinnar Vandséð er að tímaáætlanir haldi í vorhreinsun gatna í Reykjavík. Tíðarfar í vetur varð til þess að mun meira hefur safnast af sandi og drullu á götum borgarinnar. Jákvætt viðmót borgara sem færa bíla sína flýtir fyrir vinnunni. 4.4.2012 07:00 Unga fjölskyldufólkið aftur í utanlandsferðir Um 26.500 Íslendingar flugu af landi brott í mars. Það er um 17% aukning frá sama mánuði í fyrra. Unga fjölskyldufólkið virðist farið að ferðast aftur þó ferðamynstrið sé breytt segir forstjóri ferðaskrifstofu. Ferðirnar eru styttri. 4.4.2012 07:00 Þóra sögð ætla að tilkynna um framboð í dag Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna í dag um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta var fullyrt á mbl.is seint í gærkvöldi en þar er sagt að hún hafi þegar greint nánustu vinum sínum frá þessari ákvörðun sinni. Þóra hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi og komið einna best út í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið, ef frá er talinn sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson. 4.4.2012 06:39 Íslenskur minkur étur meiri fisk Mikilvægasta fæða íslenska minksins eru ýmsar tegundir fiska og fugla. Fæða minksins er þó mjög mismunandi eftir búsvæðum dýrsins, eftir árstíðum og kyni. Fiskur er stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. 4.4.2012 06:30 Íslensk kúabú bæta heimsmet Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjaltaþjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði. 4.4.2012 06:00 Helsti óvissuþáttur í spá um þróun íbúðaverðs Fjöldi íbúða í eigu fjármálastofnana er einn helsti óvissuþátturinn í spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun íbúðaverðs. Í lok síðasta árs voru um þrjú þúsund íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af 1.600 í eigu Íbúðalánasjóðs. 4.4.2012 06:00 Fiskveiðarnar þurfi ekki að verða hindrun „Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið. 4.4.2012 06:00 Hæsta sekt sinnar tegundar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 440 milljóna króna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins og fimmtíu milljónir vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar til yfirvalda við meðferð málsins. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 4.4.2012 06:00 Bæta við tveimur flugvélum Icelandair mun bæta tveimur vélum í flugvélaflota sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en vélarnar voru fjórtán síðasta sumar. 4.4.2012 05:30 Ekki hægt að tala um fólksflótta héðan Brottflutningur frá Íslandi er síst meiri nú en á öðrum samdráttarskeiðum samkvæmt nýrri skýrslu. Atvinnuleysi á Evrópska efnahagssvæðinu hefur áhrif á að hvorki Íslendingar né útlendingar fari í meiri mæli til annarra landa. 4.4.2012 05:30 Um helmingur skulda eru bílalán Skuldir vegna bílalána áttu stóran þátt í að koma heimilum í greiðsluvanda. Ári eftir hrun áttu heimili sem voru í erfiðleikum með að greiða af lánum, rúman helming allra bílaskulda. Velferðarráðherra segir ekki réttlætanlegt að ríkið bjargi fólki úr skuldum vegna bíla og annarrar neyslu. 4.4.2012 19:00 Rúmlega 40 kannabisplöntur fundust á Selfossi Töluvert magn kannabisplantna fannst í einbýlishúsi á Selfossi í dag. Lögreglan uppgötvaði plönturnar eftir að fíkniefnahundur hafði runnið á lyktina. 3.4.2012 22:09 Leggja til að Alþingi þrýsti á bresk stjórnvöld vegna Sellafield Verði þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir á Alþingi samþykkt mun ríkisstjórnin þrýsta á bresk stjórnvöld og stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield til að minnka umfang hágeislavirks vökva sem geymdur er í stöðinni. 3.4.2012 20:45 Óttast ekki komu Bauhaus Átök eru framundan á byggingarvörumarkaði nú þegar Bauhaus hefur boðað komu sína. „Markaðurinn er of lítill nú þegar," sagði Baldur Björnsson hjá Múrbúðinni. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 3.4.2012 19:22 Hætta á að aukin tæknivæðing leiði til verri aðbúnaðar Sú hætta er fyrir hendi að aukin tæknivæðing í íslenskri nautgríparækt leiði til versnandi aðbúnað mjólkurkúa. Þetta kemur fram í máli fulltrúa Bændasamtakanna. 3.4.2012 19:15 Unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar Fimmtán ára drengur og fjölskylda hans unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar þegar breskur herflokkur lenti í hrakningum í aftakaveðri á Eskifjarðarheiði. Heimildarmynd um atvikið var frumsýnd á Eskifirði um helgina en það var dagskrárgerðarmaðurinn Þorsteinn J. sem annaðist framleiðslu hennar. 3.4.2012 19:09 Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3.4.2012 18:37 Tekjuhæstu fá mest afskrifað Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn greiðsluvanda komu helst að gagni þeim sem alls ekki voru í slíkum vanda. Þetta er mat hagfræðinga Seðlabankans. Velferðarráðherra tekur fyrir að þetta sé áfellisdómur yfir aðgerðunum. 3.4.2012 18:30 Útlit fyrir gott ár í ferðaþjónustu Útlit er fyrir að afar gott ár í ferðaþjónustu, og er áætlað að gjaldeyristekjur geti farið yfir 200 milljarða króna á þessu ári. Átakið Ísland allt árið hefur þegar skilað góðum árangri, segir framkvæmdastjóri Icelandair, en erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 20 prósent það sem af er ári, miðað við árið á undan. 3.4.2012 18:17 Eldur kom upp í Vesturbergi Eldur kom upp í íbúðarhúsæði við Vesturberg í Reykjavík fyrir stuttu. Maður og kona voru flutt á slysadeild Landsspítala en grunur leikur á að þau hafi orðið fyrir reykeitrun. 3.4.2012 18:11 Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í dag ákvað Samkeppniseftirlitið að leggja 400 milljóna króna sekt á Símann. 3.4.2012 17:23 Sérstakur saksóknari vann knattspyrnumót lögreglumanna Lið sérstaks saksóknara bar sigur úr býtum í árlegu landsmóti lögreglumanna í knattspyrnu sem fram fór á Húsavík um helgina. Aðspurður segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vera stoltur af sínum mönnum. 3.4.2012 17:16 Um 80% vilja að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu Áttatíuprósent þeirra sem svöruðu Netkönnun Reykjavík síðdegis hér á Vísi vilja að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einungis 20% atkvæðabærra manna vilja það ekki. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vildi að tilteknar spurningar um stjórnarskrána yrði lagðar í þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar. Nú er orðið ljóst að ekkert verður úr því en Reykjavík síðdegis ákvað engu að síður að leggja spurningarnar fyrir Vísi. Alls svöruðu 1795 manns spurningunum. 3.4.2012 16:13 Lögreglan leitar eigenda málverka Tvö málverk eru í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigendurnir geta vitjað þeirra hjá lögreglunni en upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Krafist verður staðfestingar á eignarhaldi. 3.4.2012 15:01 Fólksflutningar síst meiri nú en áður Brottflutningur íslenskra ríkisborgara undanfarin ár er síst meiri en hann hefur verið á öðrum samdráttarskeiðum. Þetta fullyrðir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í nýrri skýrslu um mannfjöldaþróun sem hún vann fyrir velferðarráðuneytið. Í skýrslunni er þetta skýrt með því að atvinnuleysi sé mikið alls staðar á Evrópska efnahagssvæðinu að Noregi undanskildu. Íslendingar hafi líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir notið góðs af þeim hagfelldu aðstæðum sem ríki í Noregi og hafi sótt þangað í talsverðum mæli. 3.4.2012 14:49 Hraunar yfir tillögu meirihlutans: 4 Smáralindir við Landspítalann? Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut sem meirihlutinn í borginni hefur lagt fram. Hann segir tillöguna mjög vonda; bílastæðamál séu mjög illa leyst og ásýndin að gamla spítalanum hverfi á bak við risabyggingar. 3.4.2012 14:39 Segir fylkingar takast á í Hæstarétti Hæstaréttardómarar túlkuðu skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara sem atlögu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, að réttinum. Þeir töldu sér hótað af Davíð í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða og óttuðust pólitísk afskipti. 3.4.2012 13:58 Sólveig Lára gefur kost á sér Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vígslubiskups á Hólum. Í tölvupósti til fjölmiðla segist hún leggja áherslu á að vinna að stefnumótun í söfnuðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. Framundan sé starf við stefnumörkun biskupsembættanna og hún vilji leggja sitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur. Framboðsfrestur vegna vígslubiskupskjörsins rennur út 30. apríl næstkomandi. 3.4.2012 13:38 Sjá næstu 50 fréttir
Landsdómur birtir upptökur úr réttarhöldunum Landsdómur hefur birt upptökur úr réttarhöldunum yfir Geir Haarde. Þar eru meðal annars birtar upptökur af skýrslutöku yfir Geir sjálfum og fjörtíu vitnum sem gáfu skýrslu fyrir réttinum. 4.4.2012 14:25
Borgarahreyfingin sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Borgarahreyfingin var í dag sýknuð af kröfu Guðmundar Andra Skúlasonar um greiðslu á um tveimur milljónum króna vegna ógreiddra launa. Dómurinn var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur. Guðmundur var ráðinn tímabundið starfsmaður Borgarahreyfingarinnar í fyrra en var síðan sagt upp áður en ráðningasamningurinn var runnin út. Guðmundur taldi að uppsögnin hefði verið tilefnislaus og krafðist ógreiddra launa. 4.4.2012 14:16
Starfsfólkið náði að forða sér út í tæka tíð Slökkviliðsmenn vinna enn að því að ráða niðurlögum elds sem kom upp í söluskálanum Bláa Turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun. Samkvæmt upplýsingum frá varðstjóra er enn eldur í þakinu en grafa var að koma á vettvang til að rífa þakið í sundur. Talið er að eldurinn hafi kviknað út frá djúpsteikingarpotti sem staðsettur er inni í eldhúsi söluskálans. Enginn slasaðist, en starfsfólk náði að forða sér út í tæka tíð, að sögn slökkviliðs. 4.4.2012 13:53
Brotist inn á þremur stöðum - bensínþjófur á ferð Nokkuð var um innbrot í Reykjavík í nótt. Brotist var inn í fyrirtæki við Bíldshöfða á öðrum tímanum og um klukkan þrjú fór þjófur inn hjá Samhjálp við Stangarhyl. Lögregla hafði hendur í hári manns sem grunaður er um innbrotið og verður hann yfirheyrður í dag. 4.4.2012 07:22
Með kókaín í Hörgárdal Lögreglan á Akureyri stöðvaði um níu leytið í gærkvöldi bíl í Hörgárdal. Tveir menn voru í bílnum og var sá sem ók grunaður um að aka undir áhrifum fíkniefna. Lögreglan framkvæmdi leit í bílnum og þar fundust um 30 til 40 grömm af kókaíni. Tekin skýrsla af mönnunum og þeir látnir lausir en mega búast við kæru. Fremur óvanalegt er að svo mikið af kókaíni finnist á Norðurlandi en reikna má með að virði efnisins slagi í 750 þúsund krónur. 4.4.2012 07:20
Verðhækkanir mun meiri hér en á Evrusvæðinu Heildarhækkun á vöru og þjónustu á Íslandi frá árinu 2008 og til dagsins í dag er 34,9 prósent. Á sama tíma nam hækkunin 5,6 prósentum á Evrusvæðinu. Þetta kemur fram í úttekt Já Ísland samtakanna, sem berjast fyrir inngöngu í Íslands í Evrópusambandið, en þau fengu Hagstofu Íslands til þess að gera samanburð á verðbreytingum í ýmsum vöruflokkum eftir hrun. 4.4.2012 06:43
Mikil óvissa um orkugetu jarðvarma Forstjóri Landsvirkjunar segir aðeins lítinn hluta þeirrar orku sem gert er ráð fyrir í nýtingarflokki Rammaáætlunar um vernd og nýtingu náttúrusvæða vera tryggan. Hann undrast að allar vatnsaflsvirkjanir séu settar í bið- eða verndarflokk, utan tveggja lítilla virkjana. Orkuframboð á Suðurlandi sé minnkað til muna. 4.4.2012 06:30
Grásleppuveiðimenn kærðir til lögreglu Fiskistofa hefur kært nokkra grásleppuveiðimenn til lögreglu fyrir að hafa of mörg grásleppunet í sjó. 4.4.2012 13:23
Afturkölluðu hækkun á dísil Olíufélögin hafa afturkallað hækkun á dísil sem gerð var um og eftir helgina. Þeir sem hækkuðu verðið voru Shell, N1 og Olís. 4.4.2012 12:42
Sturla fundaði með Ólafi Ragnari Forseti Íslands Ólafur Ragnar Grímsson átti fund með Sturla Jónssyni vörubílstjóra og Arngrími Pálmasyni þar sem þeir greindu frá baráttu sinni og annarra borgara við að ná fram rétti sínum gagnvart fjármálastofnunum og uppboðsaðilum, en embætti forsetans greinir frá þessu á vefsíðu embættisins, forseti.is. 4.4.2012 12:39
Kviknaði líklega í út frá eldamennsku Eldurinn sem kom upp í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut rétt fyrir klukkan ellefu í morgun kviknaði líklega út frá eldamennsku. Samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi læsti eldurinn sig fljótlega í klæðningu undir þakinu en hann náði ekki að breiða sig út fyrir eldhúsið í skálanum. 4.4.2012 11:57
Eldur í Bláa turninum Eldur kviknaði í söluturninum Bláa turninum á Háaleitisbraut fyrir fáeinum mínútum. Allar stöðvar slökkviliðsins eru á staðnum. Samkvæmt upplýsingum frá vaktstjóra slökkviliðsins er um töluverðan eld að ræða. Eldurinn kviknaði út frá eldamennsku, samkvæmt upplýsingum frá slökkviliðsmanni á vettvangi. 4.4.2012 11:26
Vill að fé á dauðum bankareikningum fari til samfélagsmála Eygló Harðardóttir þingmaður Framsóknarflokksins vill að það fé sem nú liggur inni á dauðum bankareikningum verði notað til nýsköpunar- og samfélagsmála. Fram kom í svari við fyrirspurn Eyglóar á Alþingi að ríflega 1,5 milljarður króna væri inn á íslenskum bankareikningum sem ekki höfðu verið hreyfðir í 15 ár eða lengur. 4.4.2012 11:23
Þóra ætlar í framboð - boðað til blaðamannafundar Þóra Arnórsdóttir ætlar að bjóða sig fram til embættis forseta Íslands, samkvæmt heimildum Vísis. Í fréttatilkynningu frá stuðningsmönnum hennar er boðað til fundar í Hafnarborg í Hafnarfirði klukkan korter yfir fjögur í dag. 4.4.2012 10:21
Beðið eftir sýnum frá Svíþjóð og niðurstöðum úr geðrannsókn Gæsluvarðhald yfir karlmanni á þrítugsaldri, sem grunaður er um manndráp í Hafnarfirði í byrjun febrúar, rennur út í dag. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu verður farið fram á áframhaldandi varðhald síðar í dag. 4.4.2012 10:04
Vilja ákvæði inn í stjórnarskrá Stjórn Samtakanna "78 skorar á Alþingi að gera lagaúrbætur til handa transfólki. Samtökin sendu frá sér yfirlýsingu í gær vegna þess að ungur transmaður var beittur ofbeldi á öldurhúsi í Reykjavík en fyrir þinginu liggur frumvarp um stöðu transfólks á Íslandi. 4.4.2012 07:30
Uppsóp er þrefalt á götum borgarinnar Vandséð er að tímaáætlanir haldi í vorhreinsun gatna í Reykjavík. Tíðarfar í vetur varð til þess að mun meira hefur safnast af sandi og drullu á götum borgarinnar. Jákvætt viðmót borgara sem færa bíla sína flýtir fyrir vinnunni. 4.4.2012 07:00
Unga fjölskyldufólkið aftur í utanlandsferðir Um 26.500 Íslendingar flugu af landi brott í mars. Það er um 17% aukning frá sama mánuði í fyrra. Unga fjölskyldufólkið virðist farið að ferðast aftur þó ferðamynstrið sé breytt segir forstjóri ferðaskrifstofu. Ferðirnar eru styttri. 4.4.2012 07:00
Þóra sögð ætla að tilkynna um framboð í dag Þóra Arnórsdóttir fréttamaður ætlar að tilkynna í dag um framboð sitt til embættis forseta Íslands. Þetta var fullyrt á mbl.is seint í gærkvöldi en þar er sagt að hún hafi þegar greint nánustu vinum sínum frá þessari ákvörðun sinni. Þóra hefur ítrekað verið nefnd sem mögulegur frambjóðandi og komið einna best út í þeim skoðanakönnunum sem gerðar hafa verið, ef frá er talinn sitjandi forseti Ólafur Ragnar Grímsson. 4.4.2012 06:39
Íslenskur minkur étur meiri fisk Mikilvægasta fæða íslenska minksins eru ýmsar tegundir fiska og fugla. Fæða minksins er þó mjög mismunandi eftir búsvæðum dýrsins, eftir árstíðum og kyni. Fiskur er stærri hluti fæðu minks hérlendis en í flestum sambærilegum rannsóknum erlendis. 4.4.2012 06:30
Íslensk kúabú bæta heimsmet Hlutfall mjólkur sem kemur frá búum með mjaltaþjóna er hæst í heimi hér á landi, eða 28,2 prósent. Frá þessu er greint á vef Landssambands kúabænda og vitnað í tölur NMSM, samtaka norrænna afurðastöva í mjólkuriðnaði. 4.4.2012 06:00
Helsti óvissuþáttur í spá um þróun íbúðaverðs Fjöldi íbúða í eigu fjármálastofnana er einn helsti óvissuþátturinn í spá greiningardeildar Íslandsbanka um þróun íbúðaverðs. Í lok síðasta árs voru um þrjú þúsund íbúðir í eigu fjármálastofnana, þar af 1.600 í eigu Íbúðalánasjóðs. 4.4.2012 06:00
Fiskveiðarnar þurfi ekki að verða hindrun „Ég er bjartsýnn á að viðræður um fiskveiðimál geti skilað hagstæðri niðurstöðu fyrir bæði Ísland og Evrópusambandið,“ segir Evrópuþingmaðurinn Christian Dan Preda í samtali við Fréttablaðið. 4.4.2012 06:00
Hæsta sekt sinnar tegundar Samkeppniseftirlitið hefur ákveðið að leggja 440 milljóna króna sekt á Símann fyrir brot á samkeppnislögum. 390 milljónir eru vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu og brot gegn ákvæðum EES-samningsins og fimmtíu milljónir vegna rangrar og misvísandi upplýsingagjafar til yfirvalda við meðferð málsins. Sektin er sú hæsta sem lögð hefur verið á fyrirtæki á Íslandi vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu. 4.4.2012 06:00
Bæta við tveimur flugvélum Icelandair mun bæta tveimur vélum í flugvélaflota sinn og verða með sextán vélar í rekstri næsta sumar, en vélarnar voru fjórtán síðasta sumar. 4.4.2012 05:30
Ekki hægt að tala um fólksflótta héðan Brottflutningur frá Íslandi er síst meiri nú en á öðrum samdráttarskeiðum samkvæmt nýrri skýrslu. Atvinnuleysi á Evrópska efnahagssvæðinu hefur áhrif á að hvorki Íslendingar né útlendingar fari í meiri mæli til annarra landa. 4.4.2012 05:30
Um helmingur skulda eru bílalán Skuldir vegna bílalána áttu stóran þátt í að koma heimilum í greiðsluvanda. Ári eftir hrun áttu heimili sem voru í erfiðleikum með að greiða af lánum, rúman helming allra bílaskulda. Velferðarráðherra segir ekki réttlætanlegt að ríkið bjargi fólki úr skuldum vegna bíla og annarrar neyslu. 4.4.2012 19:00
Rúmlega 40 kannabisplöntur fundust á Selfossi Töluvert magn kannabisplantna fannst í einbýlishúsi á Selfossi í dag. Lögreglan uppgötvaði plönturnar eftir að fíkniefnahundur hafði runnið á lyktina. 3.4.2012 22:09
Leggja til að Alþingi þrýsti á bresk stjórnvöld vegna Sellafield Verði þingsályktunartillaga sem nú liggur fyrir á Alþingi samþykkt mun ríkisstjórnin þrýsta á bresk stjórnvöld og stjórnendur kjarnorkuendurvinnslustöðvarinnar í Sellafield til að minnka umfang hágeislavirks vökva sem geymdur er í stöðinni. 3.4.2012 20:45
Óttast ekki komu Bauhaus Átök eru framundan á byggingarvörumarkaði nú þegar Bauhaus hefur boðað komu sína. „Markaðurinn er of lítill nú þegar," sagði Baldur Björnsson hjá Múrbúðinni. Hann var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 3.4.2012 19:22
Hætta á að aukin tæknivæðing leiði til verri aðbúnaðar Sú hætta er fyrir hendi að aukin tæknivæðing í íslenskri nautgríparækt leiði til versnandi aðbúnað mjólkurkúa. Þetta kemur fram í máli fulltrúa Bændasamtakanna. 3.4.2012 19:15
Unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar Fimmtán ára drengur og fjölskylda hans unnu eitt stærsta björgunarafrek Íslandssögunnar þegar breskur herflokkur lenti í hrakningum í aftakaveðri á Eskifjarðarheiði. Heimildarmynd um atvikið var frumsýnd á Eskifirði um helgina en það var dagskrárgerðarmaðurinn Þorsteinn J. sem annaðist framleiðslu hennar. 3.4.2012 19:09
Hundurinn hafði áður drepið Eigandi læðunnar kærði í gær eiganda hundsins Birnu til lögreglu en þessi sama tík réðist á og drap kött í Dofraborgum í Grafarvogi fyrir um árið. Það atvik var einnig kært til lögreglu en endaði með dómssátt. Í samtali við fréttastofu í dag sagði nágranni, sem varð vitni að þeirri árás, hundana hafa ógnað bæði eiganda kattarins og þeim sem komu honum til hjálpar. 3.4.2012 18:37
Tekjuhæstu fá mest afskrifað Sértækar aðgerðir ríkisstjórnarinnar gegn greiðsluvanda komu helst að gagni þeim sem alls ekki voru í slíkum vanda. Þetta er mat hagfræðinga Seðlabankans. Velferðarráðherra tekur fyrir að þetta sé áfellisdómur yfir aðgerðunum. 3.4.2012 18:30
Útlit fyrir gott ár í ferðaþjónustu Útlit er fyrir að afar gott ár í ferðaþjónustu, og er áætlað að gjaldeyristekjur geti farið yfir 200 milljarða króna á þessu ári. Átakið Ísland allt árið hefur þegar skilað góðum árangri, segir framkvæmdastjóri Icelandair, en erlendum ferðamönnum hefur fjölgað um 20 prósent það sem af er ári, miðað við árið á undan. 3.4.2012 18:17
Eldur kom upp í Vesturbergi Eldur kom upp í íbúðarhúsæði við Vesturberg í Reykjavík fyrir stuttu. Maður og kona voru flutt á slysadeild Landsspítala en grunur leikur á að þau hafi orðið fyrir reykeitrun. 3.4.2012 18:11
Síminn áfrýjar niðurstöðu Samkeppniseftirlitsins Síminn mun skjóta málsniðurstöðu Samkeppniseftirlitsins til áfrýjunarnefndar samkeppnismála. Í dag ákvað Samkeppniseftirlitið að leggja 400 milljóna króna sekt á Símann. 3.4.2012 17:23
Sérstakur saksóknari vann knattspyrnumót lögreglumanna Lið sérstaks saksóknara bar sigur úr býtum í árlegu landsmóti lögreglumanna í knattspyrnu sem fram fór á Húsavík um helgina. Aðspurður segist Ólafur Þór Hauksson, sérstakur saksóknari, vera stoltur af sínum mönnum. 3.4.2012 17:16
Um 80% vilja að almenningur geti krafist þjóðaratkvæðagreiðslu Áttatíuprósent þeirra sem svöruðu Netkönnun Reykjavík síðdegis hér á Vísi vilja að í nýrri stjórnarskrá verði ákvæði um að tiltekið hlutfall kosningabærra manna geti krafist þess að mál fari í þjóðaratkvæðagreiðslu. Einungis 20% atkvæðabærra manna vilja það ekki. Meirihluti stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis vildi að tilteknar spurningar um stjórnarskrána yrði lagðar í þjóðaratkvæði samhliða forsetakosningum í sumar. Nú er orðið ljóst að ekkert verður úr því en Reykjavík síðdegis ákvað engu að síður að leggja spurningarnar fyrir Vísi. Alls svöruðu 1795 manns spurningunum. 3.4.2012 16:13
Lögreglan leitar eigenda málverka Tvö málverk eru í óskilum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. Eigendurnir geta vitjað þeirra hjá lögreglunni en upplýsingar eru veittar í síma 444-1000 en einnig má senda fyrirspurnir í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. Krafist verður staðfestingar á eignarhaldi. 3.4.2012 15:01
Fólksflutningar síst meiri nú en áður Brottflutningur íslenskra ríkisborgara undanfarin ár er síst meiri en hann hefur verið á öðrum samdráttarskeiðum. Þetta fullyrðir Ólöf Garðarsdóttir, prófessor við menntavísindasvið Háskóla Íslands, í nýrri skýrslu um mannfjöldaþróun sem hún vann fyrir velferðarráðuneytið. Í skýrslunni er þetta skýrt með því að atvinnuleysi sé mikið alls staðar á Evrópska efnahagssvæðinu að Noregi undanskildu. Íslendingar hafi líkt og aðrar Norðurlandaþjóðir notið góðs af þeim hagfelldu aðstæðum sem ríki í Noregi og hafi sótt þangað í talsverðum mæli. 3.4.2012 14:49
Hraunar yfir tillögu meirihlutans: 4 Smáralindir við Landspítalann? Gísli Marteinn Baldursson, borgarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins, gagnrýnir harðlega nýtt deiliskipulag Landspítalans við Hringbraut sem meirihlutinn í borginni hefur lagt fram. Hann segir tillöguna mjög vonda; bílastæðamál séu mjög illa leyst og ásýndin að gamla spítalanum hverfi á bak við risabyggingar. 3.4.2012 14:39
Segir fylkingar takast á í Hæstarétti Hæstaréttardómarar túlkuðu skipun Ólafs Barkar Þorvaldssonar og Jóns Steinars Gunnlaugssonar í embætti hæstaréttardómara sem atlögu Davíðs Oddssonar, þáverandi forsætisráðherra, að réttinum. Þeir töldu sér hótað af Davíð í kjölfar öryrkjadómsins svokallaða og óttuðust pólitísk afskipti. 3.4.2012 13:58
Sólveig Lára gefur kost á sér Sólveig Lára Guðmundsdóttir, sóknarprestur á Möðruvöllum, hefur ákveðið að gefa kost á sér í embætti vígslubiskups á Hólum. Í tölvupósti til fjölmiðla segist hún leggja áherslu á að vinna að stefnumótun í söfnuðum stiftisins, efla samstarf og hlúa að starfsfólki kirkjunnar. Framundan sé starf við stefnumörkun biskupsembættanna og hún vilji leggja sitt af mörkum til að þau þjóni kirkjunni enn betur. Framboðsfrestur vegna vígslubiskupskjörsins rennur út 30. apríl næstkomandi. 3.4.2012 13:38