Fleiri fréttir Kom blóðug á lögreglustöð eftir árás frá Facebook-vin Erlend kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan þrjú í nótt og tilkynnti að á hana hafi verið ráðist á heimili hennar í Vesturborginni. Konan, sem var nokkuð blóðug, sagðist hafa kynnst manni á Facebook og hann komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maðurinn ráðist á hana. Hann hafi síðan stolið farsíma hennar. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar en ekki er vitað á þessari stundu um líðan konunnar. 3.4.2012 11:07 Mikil aukning ferðamanna í Leifsstöð Alls fóru 33.600 erlendir ferðamenn frá landinu í nýliðnum marsmánuði eða tæplega sjö þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011 og nemur aukningin 26,2 prósentum á milli ára. Þetta er vel yfir meðallagi en á þeim ellefu árum sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin að jafnaði verið tæp átta prósent. Ferðamenn í nýliðnum mars voru tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. 3.4.2012 10:29 Íslendingum fjölgaði um 1.123 einstaklinga í fyrra Hinn 1. janúar síðastliðinn voru íbúar landsins 319.575. Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama tíma árið áður eða um 1.123 einstaklinga. 3.4.2012 09:03 Stundvísin stórbatnar í Keflavík Stundvísi íslenskra félaga á Keflavíkurflugvelli hefur stórbatnað að því er fram kemur í tölum á vefsíðunni Túristi.is. Þar segir að síðasta sumar hafi Keflavíkurflugvöllur ekki staðist samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda þegar kemur að stundvísi en þá fóru um 90 allra véla í höfuðborgum hinna Norðurlandanna í loftið á réttum tíma á meðan hlutfallið í Keflavík fór niður í 45 prósent á tímabili. 3.4.2012 08:52 Fáir skemmtistaðir með kranabjór frá fleiri en einum söluaðila Tvö örbrugghús hafa sakað Vífilfell og Ölgerðina um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og leitaði einn til Samkeppniseftirlitsins síðastliðinn föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði bjórframleiðandi sem nú hefur lagt upp laupana slíkt hið sama fyrir nokkru en sá segist hafa reynt að koma bjórtegund sinni á dælu í um ár án árangurs þrátt fyrir góða sölu á bjórnum í vínbúðum. 3.4.2012 19:30 Hundur í óskilum hjá 365 Þessi vinalegi voffi hefur gert sig heimankominn á skrifstofum 365 en þangað kom hann óboðinn og eigandalaus. Hann er ómerktur en þeir sem kannast við hvutta geta haft samband í síma 899 9747. 3.4.2012 10:21 Þörungar geta leyst af innflutt eldsneyti Lífeldsneyti má framleiða úr þörungum í slíku magni að komi í staðinn fyrir innflutt eldsneyti. Orkusparandi ljósdíóðutækni og aðgangur að jarðhita gera aðstæður hér til framleiðslunnar einstakar. Hægt væri að flytja út lífeldsneyti. 3.4.2012 08:00 Íslendingar ekki lengur í hópi hamingjusömustu þjóðanna Íslendingar eru ekki lengur meðal hamingjusömustu þjóða heimsins að því er fram kemur í nýrri skýrslu í Bandaríkjunum um málið. 3.4.2012 07:06 Starfsfólkið fær líka spítalamat Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að eldhús spítalans taki við rekstri matsala fyrir starfsfólk þann 1. maí 2012. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, lsh.is. 3.4.2012 07:00 Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. 3.4.2012 07:00 Dópaður á krossara - fær tíu kærur á sig Lögreglan á Selfossi veitti manni í bænum eftirför í gær eftir að hann hafði ekki sinnt fyrirmælum um að stöðva farartæki sitt. Maðurinn var á númerslausu torfæru hjóli og endaði eftirförin á skógræktarsvæðinu í Hellismýri, fyrir utan bæinn. Þar hafði hann fest hjólið í drullu utanvegar og gat sig hvergi hrært. 3.4.2012 06:46 Netvarnir hjá NATO efldar fyrir milljarða Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla netvarnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba. 3.4.2012 06:00 Heimaljósastúdíó fyrir fyrsta sætið Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins lýkur á hádegi í dag en þemað er „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn kemur. 3.4.2012 06:00 Gæsluvarðhald til loka mánaðar Dómsmál Gæsluvarðhald yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var fyrir helgi framlengt til 27. apríl. 3.4.2012 05:30 Hefur ekki áhrif á önnur bönn Ákvörðun ÁTVR um að heimila sölu á bjór kenndum við svarta dauða mun ekki hafa áhrif á tilvik þar sem fyrirtækið hefur hafnað öðrum tegundum áfengis. Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). 3.4.2012 05:30 Háskólunum verði fækkað úr sjö í fjóra Fjárveitingar til háskóla eru mun minni hér en annars staðar. Veikleikar háskólastigsins felast í of mörgum og fámennum skólum. Hægt væri að fækka skólunum án mikillar röskunar, eða breyta rekstrarformi til að auka samstarf. 3.4.2012 05:30 Besta páskaveðrið fyrir austan „Það verður suðvestan- og vestanátt ríkjandi næstu daga. Á norðan- og austanverðu landinu verður hins vegar norðvestan- og norðanátt hluta úr degi á laugardeginum. Þá verður snjókoma eða él,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um páskaveðrið. 3.4.2012 05:00 Annar höfuðpaurinn játaði sök Annar höfuðpauranna í stórfelldu og flóknu fjársvikamáli sem beindist að tveimur eignarhaldsfélögum og Íbúðalánasjóði játaði sök við þingfestingu þess í gær. Hinn tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 3.4.2012 05:00 Jón Gnarr: "Við erum frumkvöðlar" "Borgarstjórar víða um heim horfa til okkar því við erum frumkvöðlar,“ segir Jón Gnarr. Hann vill færa valdið til fólksins og leyfa því að ráða hvernig peningum borgarinnar er ráðstafað. 2.4.2012 21:00 Fylgi ríkisstjórnar minnkar - Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst töluvert milli febrúar og mars samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þá segja 26% að þau styðji ríkisstjórnina - aðeins einu sinni hefur sitjandi ríkisstjórn mælst með minni stuðning en það var í upphafi árs 2009. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. 2.4.2012 20:30 "Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2.4.2012 20:30 Fordómar miklir segir transmaður Karlmanni sem fæddist í líkama konu var misþyrmt af þremur karlmönnum á skemmtistað um helgina. Transmaður segir fólk í þeirra stöðu hrætt. 2.4.2012 20:00 Segir "gamaldags" vinnubrögð vera við lýði á Alþingi „Þeir einstaklingar sem eru á þingi í dag eru stjórnmálamenn gamla tímans," sagði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur en hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2.4.2012 19:15 Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2.4.2012 19:09 Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2.4.2012 18:32 Talið að lík skipstjóra Hallgríms hafi fundist við Noregsstrendur Lík sem fannst í sjónum fyrir utan Noregsstrendur á fimmtudaginn er talið vera af skipstjóra Hallgríms, sem fórst í sjóslysi í janúar síðastliðnum. 2.4.2012 18:30 Tólf mánaða fangelsi fyrir þaulskipulagða glæpi Tveir menn hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir að setja afritunarbúnað á hraðbanka Arion banka að Laugavegi 120 í Reykjavík og í hraðbanka Landsbanka í Austurstræti 14 í Reykjavík og afrita upplýsingar. Annar mannanna játaði brot sitt en sagði að ekki hefði tekist að afrita upplýsingarnar. Hinn maðurinn neitaði sök. 2.4.2012 15:48 Fær 108 milljónir skattfrjálst - þurfti að fara oft yfir vinningsmiðann Hinn heppni eigandi Víkingalottómiða sem var með allar tölurnar réttar í síðasta útdrætti í Víkingalottóinu hefur gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann er nú tæplega 108 milljónum krónum ríkari. 2.4.2012 15:13 Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2.4.2012 14:54 Vilja stjórnarskrárbundna vernd transfólks Nauðsynlegt er að bæta inn í stjórnarskrá og refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvitund sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyni. Þetta segir í yfirlýsingu frá Samtökunum ´78 í tilefni af því að ráðist var á transmann í Reykjavík um helgina. Í yfirlýsingunni kalla Samtökin ´78 eftir umburðarlyndi og skilningi fólks á milli. Þjóðfélagið væri miklu minna virði ef allir væri steyptir í sama mót. 2.4.2012 14:53 Lögreglan lýsir eftir grárri Boru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Volkswagen Bora með skráningarnúmerið UU-837 en bílnum var stolið frá Grjótaseli í Reykjavík um þar síðustu helgi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. 2.4.2012 14:51 Farþegarnir slógust eftir bílveltu Lögreglan á Ísafirði handtók á föstudagskvöld ökumann bifreiðar sem lenti á ljósastaur og valt á veginum til móts við Strandgötu í Hnífsdal. Hann er grunaður um bæði ölvunar- og fíkniefnaakstur. Á vestfirska fréttamiðlnum Bæjarins Besta segir að í bílnum hafi verið fjórir karlmenn sem hafi allir sloppið með minniháttar áverka eftir veltuna. En þegar lögreglumenn komu á vettvangi höfðu brotist út slagsmál meðal mannanna en þá voru aðrir vegfarendur og sjúkraflutningamenn komnir á vettvang. Tekið var blóðsýni úr ökumanninum en aðstæður á vettvangi báru þess merki að ekið hafi verið mjög ógætilega. 2.4.2012 14:40 Minnihlutinn krefst skýringa á málum leikskólakennara Sjálfstæðismenn og VG í borgarstjórn hafa óskað eftir sérstakri umræðu í borgarstjórn á morgun um málefni leikskólakennara. 2.4.2012 14:26 Ákærðir fyrir tugmilljóna svindl Fjórir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svíkja samtals um tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði sumarið 2009. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. Í öðru tilfellinu var brotið framið þann 8. júní 2009 en í hinu tilfellinu 2. júlí sama ár. Mennirnir eru líka ákærðir fyrir að svíkja fé af einstaklingum og fyrirtækjum. Mennirnir eru ungir að árum, en sá elsti er 25 ára og sá yngsti einungis 21. árs. 2.4.2012 14:15 Ánægja með aðgengi að heilbrigðisþjónustu Langflestir foreldrar, eða um 77%, eru annaðhvort frekar eða mjög ánægðir með aðgengi barna sinna að heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem unnar voru á vegum Lýðheilsustöðvar, sem nú er hluti af Landlækni. Í könnuninni voru foreldrar barnanna spurðir að því hversu ánægðir þeir eru með aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. 2.4.2012 13:39 Með þýfi, amfetamín og kannabis í bílnum Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af ökumanni á leið um Suðurlandsveg í Ölfusi um níuleytið í morgun. Í ljós kom að í bifreiðinni voru tveir karlar og ein kona og var ökumaðurinn undir sýnilegum áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefni, amfetamín og gras. Auk þess var heilmikið af tóbaki, gosdrykkjum og fleiru smálegu. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða þýfi úr Kertasmiðjunni í Brautarholti á Skeiðum en þar var brotist inn í nótt. Fólkið var handtekið og fært í fangageymslu. Ökumaðurinn hefur viðurkennt innbrotið og er málið upplýst. Til viðbótar þessu var ökumaðurinn sviptur ökurétti. 2.4.2012 12:30 Sviptu mann frelsi sínu og beittu á hann rafstuðbyssu Um klukkan átta í gærkvöldi var sjúkrabíll sendur á Þorlákshöfn vegna manns sem talið var að hefði orðið fyrir rafstuði. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að óþekktir einstaklingar höfðu ráðist að ungum karlmanni og svipt hann frelsi sínu um stundarsakir og meðal annars beitt á hann rafstuðbyssu. Ástæðan var talin vera sú að árásarmennirnir höfðu manninn grunaðan um innbrot og þjófnaði í húsnæði þeim tengdum. Ungi maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar en áverkar hans reyndust ekki alvarlega. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins. 2.4.2012 12:23 OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. 2.4.2012 12:14 Ólafur Arnarson segir stefnuna bjánalega Ólafur Arnarson segir meiðyrðastefnu Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, á hendur sér bjánalega. Hann treystir því að dómstólar láti ekki frekju og fantaskap verða til þess að venjulegt fólk, eins og hann, verði fyrir stóru fjárhagstjóni. 2.4.2012 12:10 Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2.4.2012 12:06 Tugir leikskólakennara mótmæla Tugir leikskólakennara eru samankomnir fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um að fella niður greiðslur fyrir neysluhlé. Formaður Félags leikskólakennara staðfesti í gær að félagið ætlaði í mál við borgina. Þegar er hafinn undirbúningur að stefnunni en málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 2.4.2012 12:04 Insúlíndælu stolið Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óláni að töskunni hennar var stolið á skemmtistaðnum Faktorý aðfaranótt laugardags. Í henni voru bæði sími og greiðslukort og tjónið því bagalegt. Verst af öllu er þó að í töskunni var jafnframt insúlíndæla sem konan þarf sárlega á að halda. Lögreglan skorar á þjófinn að skila insúlíndælunni enda afar hæpið að hún komi honum að einhverju gagni. Konan sem á dæluna getur alls ekki án hennar verið yrði hins vegar mjög þakklát ef insúlíndælunni yrði skilað. Upplýsingum um málið má koma á framfæri í síma 444-1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 2.4.2012 11:35 Tvíhliða myntsamstarf við Kanada var rætt á fundi Steingríms í Ottawa Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að tvíhliða myntsamstarf við Kanada hafi komið til umræðu á fundi sem hann átti með fulltrúum Seðlabanka Kanada í Ottawa í síðustu viku. Sjá viðtal við Steingrím hér. 2.4.2012 11:00 Dorrit horfir á Sólskinsdreng í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna Dorrit Mousieff forsetafrú verður viðstödd sérstaka sýningu á myndinni Sólskinsdrengur í húsakynnum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á alþjóðlegum degi einhverfu, sem er í dag. 2.4.2012 10:35 Í gæsluvarðhald eftir árás á konu með kertastjaka Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag í gær vegna alvarlegrar líkamsárásar á konu í heimahúsi í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn á staðnum en hann er talinn hafa slegið konuna í höfuðið með kertastjaka. Hún var flutt á slysadeild eftir árásina en er ekki í lífshættu. Maðurinn er ekki búsettur á heimilinu en þekkir konuna. Hann hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. Málið er í rannsókn. 2.4.2012 10:26 Sjá næstu 50 fréttir
Kom blóðug á lögreglustöð eftir árás frá Facebook-vin Erlend kona kom á lögreglustöðina við Hverfisgötu um klukkan þrjú í nótt og tilkynnti að á hana hafi verið ráðist á heimili hennar í Vesturborginni. Konan, sem var nokkuð blóðug, sagðist hafa kynnst manni á Facebook og hann komið heim til hennar. Eftir stuttar samræður hafi maðurinn ráðist á hana. Hann hafi síðan stolið farsíma hennar. Þetta kemur fram í dagbókarfærslu lögreglunnar en ekki er vitað á þessari stundu um líðan konunnar. 3.4.2012 11:07
Mikil aukning ferðamanna í Leifsstöð Alls fóru 33.600 erlendir ferðamenn frá landinu í nýliðnum marsmánuði eða tæplega sjö þúsund fleiri en í sama mánuði árið 2011 og nemur aukningin 26,2 prósentum á milli ára. Þetta er vel yfir meðallagi en á þeim ellefu árum sem Ferðamálastofa hefur talið ferðamenn í Leifsstöð hefur aukningin að jafnaði verið tæp átta prósent. Ferðamenn í nýliðnum mars voru tæplega helmingi fleiri en í sama mánuði árið 2002. 3.4.2012 10:29
Íslendingum fjölgaði um 1.123 einstaklinga í fyrra Hinn 1. janúar síðastliðinn voru íbúar landsins 319.575. Þeim fjölgaði um 0,4% frá sama tíma árið áður eða um 1.123 einstaklinga. 3.4.2012 09:03
Stundvísin stórbatnar í Keflavík Stundvísi íslenskra félaga á Keflavíkurflugvelli hefur stórbatnað að því er fram kemur í tölum á vefsíðunni Túristi.is. Þar segir að síðasta sumar hafi Keflavíkurflugvöllur ekki staðist samanburð við stærstu flugvelli Norðurlanda þegar kemur að stundvísi en þá fóru um 90 allra véla í höfuðborgum hinna Norðurlandanna í loftið á réttum tíma á meðan hlutfallið í Keflavík fór niður í 45 prósent á tímabili. 3.4.2012 08:52
Fáir skemmtistaðir með kranabjór frá fleiri en einum söluaðila Tvö örbrugghús hafa sakað Vífilfell og Ölgerðina um að einoka markaðinn fyrir kranabjór og leitaði einn til Samkeppniseftirlitsins síðastliðinn föstudag. Samkvæmt heimildum fréttastofu gerði bjórframleiðandi sem nú hefur lagt upp laupana slíkt hið sama fyrir nokkru en sá segist hafa reynt að koma bjórtegund sinni á dælu í um ár án árangurs þrátt fyrir góða sölu á bjórnum í vínbúðum. 3.4.2012 19:30
Hundur í óskilum hjá 365 Þessi vinalegi voffi hefur gert sig heimankominn á skrifstofum 365 en þangað kom hann óboðinn og eigandalaus. Hann er ómerktur en þeir sem kannast við hvutta geta haft samband í síma 899 9747. 3.4.2012 10:21
Þörungar geta leyst af innflutt eldsneyti Lífeldsneyti má framleiða úr þörungum í slíku magni að komi í staðinn fyrir innflutt eldsneyti. Orkusparandi ljósdíóðutækni og aðgangur að jarðhita gera aðstæður hér til framleiðslunnar einstakar. Hægt væri að flytja út lífeldsneyti. 3.4.2012 08:00
Íslendingar ekki lengur í hópi hamingjusömustu þjóðanna Íslendingar eru ekki lengur meðal hamingjusömustu þjóða heimsins að því er fram kemur í nýrri skýrslu í Bandaríkjunum um málið. 3.4.2012 07:06
Starfsfólkið fær líka spítalamat Framkvæmdastjórn Landspítala hefur ákveðið að eldhús spítalans taki við rekstri matsala fyrir starfsfólk þann 1. maí 2012. Frá þessu er greint á vef Landspítalans, lsh.is. 3.4.2012 07:00
Vinabeiðni aðmíráls reyndist fölsk Yfirmenn í herafla Bandaríkjanna og Bretlands, auk háttsettra embættismanna í löndunum tveimur, féllu í gildru njósnara þegar þeir samþykktu vinabeiðni á Facebook-samskiptasíðunni sem virtist vera frá James Stavridis, bandarískum aðmírál sem starfar nú sem yfirmaður herafla NATO í Evrópu. 3.4.2012 07:00
Dópaður á krossara - fær tíu kærur á sig Lögreglan á Selfossi veitti manni í bænum eftirför í gær eftir að hann hafði ekki sinnt fyrirmælum um að stöðva farartæki sitt. Maðurinn var á númerslausu torfæru hjóli og endaði eftirförin á skógræktarsvæðinu í Hellismýri, fyrir utan bæinn. Þar hafði hann fest hjólið í drullu utanvegar og gat sig hvergi hrært. 3.4.2012 06:46
Netvarnir hjá NATO efldar fyrir milljarða Atlantshafsbandalagið ætlar að verja nærri tíu milljörðum króna í að efla netvarnir bandalagsins. Ætla að koma upp viðbragðsteymum sem aðildarríki geta kallað til sé gerð netárás. Fölsk vinabeiðni aðmíráls kom bandalaginu í bobba. 3.4.2012 06:00
Heimaljósastúdíó fyrir fyrsta sætið Ljósmyndasamkeppni Fréttablaðsins lýkur á hádegi í dag en þemað er „Páskastemning“. Besta myndin mun prýða forsíðu Fréttablaðsins á laugardaginn kemur. 3.4.2012 06:00
Gæsluvarðhald til loka mánaðar Dómsmál Gæsluvarðhald yfir Annþóri Kristjáni Karlssyni og Berki Birgissyni var fyrir helgi framlengt til 27. apríl. 3.4.2012 05:30
Hefur ekki áhrif á önnur bönn Ákvörðun ÁTVR um að heimila sölu á bjór kenndum við svarta dauða mun ekki hafa áhrif á tilvik þar sem fyrirtækið hefur hafnað öðrum tegundum áfengis. Þetta segir Sigrún Ósk Sigurðardóttir, aðstoðarforstjóri Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR). 3.4.2012 05:30
Háskólunum verði fækkað úr sjö í fjóra Fjárveitingar til háskóla eru mun minni hér en annars staðar. Veikleikar háskólastigsins felast í of mörgum og fámennum skólum. Hægt væri að fækka skólunum án mikillar röskunar, eða breyta rekstrarformi til að auka samstarf. 3.4.2012 05:30
Besta páskaveðrið fyrir austan „Það verður suðvestan- og vestanátt ríkjandi næstu daga. Á norðan- og austanverðu landinu verður hins vegar norðvestan- og norðanátt hluta úr degi á laugardeginum. Þá verður snjókoma eða él,“ segir Óli Þór Árnason, veðurfræðingur á Veðurstofu Íslands, spurður um páskaveðrið. 3.4.2012 05:00
Annar höfuðpaurinn játaði sök Annar höfuðpauranna í stórfelldu og flóknu fjársvikamáli sem beindist að tveimur eignarhaldsfélögum og Íbúðalánasjóði játaði sök við þingfestingu þess í gær. Hinn tók sér frest til að taka afstöðu til ákærunnar. 3.4.2012 05:00
Jón Gnarr: "Við erum frumkvöðlar" "Borgarstjórar víða um heim horfa til okkar því við erum frumkvöðlar,“ segir Jón Gnarr. Hann vill færa valdið til fólksins og leyfa því að ráða hvernig peningum borgarinnar er ráðstafað. 2.4.2012 21:00
Fylgi ríkisstjórnar minnkar - Sjálfstæðisflokkur eykur við sig Fylgi Sjálfstæðisflokksins eykst töluvert milli febrúar og mars samkvæmt þjóðarpúlsi Gallup. Þá segja 26% að þau styðji ríkisstjórnina - aðeins einu sinni hefur sitjandi ríkisstjórn mælst með minni stuðning en það var í upphafi árs 2009. Greint var frá þessu í kvöldfréttum RÚV. 2.4.2012 20:30
"Allir hundar eru rándýr" "Allir hundar eru rándýr. Það er í eðli þeirra að veiða en eigandinn á að stjórna hundinum,“ sagði Ásta Dóra Ingadóttir, hundaþjálfari hjá Gallerý Voff. Hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. 2.4.2012 20:30
Fordómar miklir segir transmaður Karlmanni sem fæddist í líkama konu var misþyrmt af þremur karlmönnum á skemmtistað um helgina. Transmaður segir fólk í þeirra stöðu hrætt. 2.4.2012 20:00
Segir "gamaldags" vinnubrögð vera við lýði á Alþingi „Þeir einstaklingar sem eru á þingi í dag eru stjórnmálamenn gamla tímans," sagði Sigurbjörg Sigurgeirsdóttir stjórnsýslufræðingur en hún var gestur í útvarpsþættinum Reykjavík Síðdegis á Bylgjunni í dag. 2.4.2012 19:15
Segir útkomu Drekaútboðsins framar björtustu vonum Þrjár umsóknir bárust um sérleyfi til rannsókna og olíuvinnslu á Drekasvæðinu. Íslendingar eru aðilar að þeim öllum og reynd bresk leitarfélög standa að tveimur umsóknanna. Orkumálastjóri segir útkomuna framar björtustu vonum. 2.4.2012 19:09
Kvartað undan lausagöngu Husky-hunda í Grafarvogi Kvartað hefur verið undan lausagöngu Siberian Husky-hunda í Grafarvogi að undanförnu en tveir slíkir léku þar lausum hala í gær og drap annar þeirra kött. Eigandinn, sem hefur sex Husky-hunda í sinni umsjá, var kærður í morgun. 2.4.2012 18:32
Talið að lík skipstjóra Hallgríms hafi fundist við Noregsstrendur Lík sem fannst í sjónum fyrir utan Noregsstrendur á fimmtudaginn er talið vera af skipstjóra Hallgríms, sem fórst í sjóslysi í janúar síðastliðnum. 2.4.2012 18:30
Tólf mánaða fangelsi fyrir þaulskipulagða glæpi Tveir menn hafa verið dæmdir í tólf mánaða fangelsi fyrir að setja afritunarbúnað á hraðbanka Arion banka að Laugavegi 120 í Reykjavík og í hraðbanka Landsbanka í Austurstræti 14 í Reykjavík og afrita upplýsingar. Annar mannanna játaði brot sitt en sagði að ekki hefði tekist að afrita upplýsingarnar. Hinn maðurinn neitaði sök. 2.4.2012 15:48
Fær 108 milljónir skattfrjálst - þurfti að fara oft yfir vinningsmiðann Hinn heppni eigandi Víkingalottómiða sem var með allar tölurnar réttar í síðasta útdrætti í Víkingalottóinu hefur gefið sig fram við Íslenska getspá. Hann er nú tæplega 108 milljónum krónum ríkari. 2.4.2012 15:13
Eykon sækir um Drekann Þriðja umsóknin er komin í Drekasvæðið, frá Eykon Energy, norsku félagi í eigu Íslendinga og Norðmanna. Heiðar Már Guðjónsson hagfræðingur og fjárfestir, sem er stjórnarformaður Eykon Energy, staðfestir í samtali við fréttastofuna að félagið hafi lagt inn tilboð um tvöleytið í dag. 2.4.2012 14:54
Vilja stjórnarskrárbundna vernd transfólks Nauðsynlegt er að bæta inn í stjórnarskrá og refsilöggjöfina ákvæði til verndar transfólki með kynvitund sem ekki samræmist þeirra líffræðilega kyni. Þetta segir í yfirlýsingu frá Samtökunum ´78 í tilefni af því að ráðist var á transmann í Reykjavík um helgina. Í yfirlýsingunni kalla Samtökin ´78 eftir umburðarlyndi og skilningi fólks á milli. Þjóðfélagið væri miklu minna virði ef allir væri steyptir í sama mót. 2.4.2012 14:53
Lögreglan lýsir eftir grárri Boru Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsir eftir ljósgráum Volkswagen Bora með skráningarnúmerið UU-837 en bílnum var stolið frá Grjótaseli í Reykjavík um þar síðustu helgi. Þeir sem geta gefið upplýsingar um hvar bíllinn er niðurkominn eru vinsamlegast beðnir um að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða senda tölvupóst á netfangið abending@lrh.is. 2.4.2012 14:51
Farþegarnir slógust eftir bílveltu Lögreglan á Ísafirði handtók á föstudagskvöld ökumann bifreiðar sem lenti á ljósastaur og valt á veginum til móts við Strandgötu í Hnífsdal. Hann er grunaður um bæði ölvunar- og fíkniefnaakstur. Á vestfirska fréttamiðlnum Bæjarins Besta segir að í bílnum hafi verið fjórir karlmenn sem hafi allir sloppið með minniháttar áverka eftir veltuna. En þegar lögreglumenn komu á vettvangi höfðu brotist út slagsmál meðal mannanna en þá voru aðrir vegfarendur og sjúkraflutningamenn komnir á vettvang. Tekið var blóðsýni úr ökumanninum en aðstæður á vettvangi báru þess merki að ekið hafi verið mjög ógætilega. 2.4.2012 14:40
Minnihlutinn krefst skýringa á málum leikskólakennara Sjálfstæðismenn og VG í borgarstjórn hafa óskað eftir sérstakri umræðu í borgarstjórn á morgun um málefni leikskólakennara. 2.4.2012 14:26
Ákærðir fyrir tugmilljóna svindl Fjórir karlmenn hafa verið ákærðir fyrir að svíkja samtals um tugi milljóna króna út úr Íbúðalánasjóði sumarið 2009. Málið var þingfest í Héraðsdómi Reykjaness fyrir hádegi í dag. Í öðru tilfellinu var brotið framið þann 8. júní 2009 en í hinu tilfellinu 2. júlí sama ár. Mennirnir eru líka ákærðir fyrir að svíkja fé af einstaklingum og fyrirtækjum. Mennirnir eru ungir að árum, en sá elsti er 25 ára og sá yngsti einungis 21. árs. 2.4.2012 14:15
Ánægja með aðgengi að heilbrigðisþjónustu Langflestir foreldrar, eða um 77%, eru annaðhvort frekar eða mjög ánægðir með aðgengi barna sinna að heilbrigðisþjónustu. Þetta kemur fram í niðurstöðum rannsóknar sem unnar voru á vegum Lýðheilsustöðvar, sem nú er hluti af Landlækni. Í könnuninni voru foreldrar barnanna spurðir að því hversu ánægðir þeir eru með aðgengi að heilbrigðisþjónustunni. 2.4.2012 13:39
Með þýfi, amfetamín og kannabis í bílnum Lögreglumenn á Selfossi höfðu afskipti af ökumanni á leið um Suðurlandsveg í Ölfusi um níuleytið í morgun. Í ljós kom að í bifreiðinni voru tveir karlar og ein kona og var ökumaðurinn undir sýnilegum áhrifum fíkniefna. Við leit í bifreiðinni fundust fíkniefni, amfetamín og gras. Auk þess var heilmikið af tóbaki, gosdrykkjum og fleiru smálegu. Við nánari skoðun kom í ljós að um var að ræða þýfi úr Kertasmiðjunni í Brautarholti á Skeiðum en þar var brotist inn í nótt. Fólkið var handtekið og fært í fangageymslu. Ökumaðurinn hefur viðurkennt innbrotið og er málið upplýst. Til viðbótar þessu var ökumaðurinn sviptur ökurétti. 2.4.2012 12:30
Sviptu mann frelsi sínu og beittu á hann rafstuðbyssu Um klukkan átta í gærkvöldi var sjúkrabíll sendur á Þorlákshöfn vegna manns sem talið var að hefði orðið fyrir rafstuði. Þegar lögreglan kom á staðinn kom í ljós að óþekktir einstaklingar höfðu ráðist að ungum karlmanni og svipt hann frelsi sínu um stundarsakir og meðal annars beitt á hann rafstuðbyssu. Ástæðan var talin vera sú að árásarmennirnir höfðu manninn grunaðan um innbrot og þjófnaði í húsnæði þeim tengdum. Ungi maðurinn var fluttur á heilsugæslustöðina á Selfossi til skoðunar en áverkar hans reyndust ekki alvarlega. Lögreglan á Selfossi fer með rannsókn málsins. 2.4.2012 12:23
OLÍS og Verkís sækja um Drekasvæðið með erlendu félagi Olíuverslun Íslands og Verkfræðistofan Verkís eru meðal eigenda nýstofnaðs íslensk olíuleitarfélags sem í samstarfi við erlent olíuleitarfélag sendi inn umsókn í Drekasvæðið í morgun. Þar með er ljóst að minnst tvær umsóknir berast áður en frestur rennur út klukkan fjögur í dag. 2.4.2012 12:14
Ólafur Arnarson segir stefnuna bjánalega Ólafur Arnarson segir meiðyrðastefnu Friðriks J. Arngrímssonar, framkvæmdastjóra LÍÚ, á hendur sér bjánalega. Hann treystir því að dómstólar láti ekki frekju og fantaskap verða til þess að venjulegt fólk, eins og hann, verði fyrir stóru fjárhagstjóni. 2.4.2012 12:10
Hundaeigandinn kærður til lögreglu Eigandi tveggja hunda af Husky kyni sem drápu kött í foldahverfinu í Grafarvogi í gær hefur verið kærður til lögreglu. Árásin var svo grimmileg að dýrið hryggbrotnaði. 2.4.2012 12:06
Tugir leikskólakennara mótmæla Tugir leikskólakennara eru samankomnir fyrir framan Ráðhús Reykjavíkur til að mótmæla ákvörðun borgaryfirvalda um að fella niður greiðslur fyrir neysluhlé. Formaður Félags leikskólakennara staðfesti í gær að félagið ætlaði í mál við borgina. Þegar er hafinn undirbúningur að stefnunni en málið verður rekið fyrir Héraðsdómi Reykjavíkur. 2.4.2012 12:04
Insúlíndælu stolið Kona á þrítugsaldri varð fyrir því óláni að töskunni hennar var stolið á skemmtistaðnum Faktorý aðfaranótt laugardags. Í henni voru bæði sími og greiðslukort og tjónið því bagalegt. Verst af öllu er þó að í töskunni var jafnframt insúlíndæla sem konan þarf sárlega á að halda. Lögreglan skorar á þjófinn að skila insúlíndælunni enda afar hæpið að hún komi honum að einhverju gagni. Konan sem á dæluna getur alls ekki án hennar verið yrði hins vegar mjög þakklát ef insúlíndælunni yrði skilað. Upplýsingum um málið má koma á framfæri í síma 444-1000 eða í tölvupósti á netfangið abending@lrh.is. 2.4.2012 11:35
Tvíhliða myntsamstarf við Kanada var rætt á fundi Steingríms í Ottawa Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, segir að tvíhliða myntsamstarf við Kanada hafi komið til umræðu á fundi sem hann átti með fulltrúum Seðlabanka Kanada í Ottawa í síðustu viku. Sjá viðtal við Steingrím hér. 2.4.2012 11:00
Dorrit horfir á Sólskinsdreng í húsakynnum Sameinuðu þjóðanna Dorrit Mousieff forsetafrú verður viðstödd sérstaka sýningu á myndinni Sólskinsdrengur í húsakynnum Allsherjarþings Sameinuðu þjóðanna í New York á alþjóðlegum degi einhverfu, sem er í dag. 2.4.2012 10:35
Í gæsluvarðhald eftir árás á konu með kertastjaka Karlmaður á þrítugsaldri var úrskurðaður í gæsluvarðhald fram á miðvikudag í gær vegna alvarlegrar líkamsárásar á konu í heimahúsi í Kópavogi aðfaranótt sunnudags. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu var maðurinn handtekinn á staðnum en hann er talinn hafa slegið konuna í höfuðið með kertastjaka. Hún var flutt á slysadeild eftir árásina en er ekki í lífshættu. Maðurinn er ekki búsettur á heimilinu en þekkir konuna. Hann hefur ekki komið við sögu hjá lögreglu áður. Málið er í rannsókn. 2.4.2012 10:26