Innlent

Rúmlega 40 kannabisplöntur fundust á Selfossi

Töluvert magn kannabisplantna fannst í einbýlishúsi á Selfossi í dag. Lögreglan uppgötvaði plönturnar eftir að fíkniefnahundur hafði runnið á lyktina.

Rúmlega 40 plöntur fundust í íbúðinni.

Húsráðandi viðurkenndi að hann ætti plönturnar og var honum sleppt að loknum yfirheyrslum. Málið telst upplýst.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×