Innlent

Hæstiréttur staðfestir gæsluvarðhald

Við þingfestingu málsins í héraðsdómi.
Við þingfestingu málsins í héraðsdómi. mynd/egill
Hæstiréttur hefur staðfest gæsluvarðhaldsúrskurð yfir Sævari Sverrissyni, karlmanni á sextugsaldri sem ákærður hefur verið fyrir að hafa staðið að innflutningi á miklu magni af sterum og fíkniefnum til landsins. Hann var úrskurðaður í gæsluvarðhald til 28. febrúar næstkomandi, eða þar til dómur fellur í máli hans. Sævar hefur setið í gæsluvarðhaldi frá 11. október á síðasta ári

Málið var þingfest þann 18. janúar síðastliðinn en sex manns eru ákærðir í málinu sem snýst um umfangsmikil fíkniefnabrot. Stærsti hluti málsins snýst um stórfellt smygl á fíkniefnum frá Rotterdam í Hollandi til Straumsvíkur. Við rannsókn málsins lögðu lögreglumenn hald á tæp tíu kíló af amfetamíni, rúmlega átta þúsund töflur af MDMA og mikið magn stera.

Höfuðpaurarnir í málinu eru þeir Geir Hlöðver Ericsson og Sævar Sverrisson. Þeir eru ákærðir fyrir að hafa skipulagt innflutninginn á efnunum og séð til þess að þau yrðu flutt til landsins frá Rotterdam. Geir Hlöðver neitar sök í þessum ákærulið en Sævar játar að hafa staðið að innflutningi stera en segist ekki vita að um önnur fíkniefni hafi verið að ræða..




Fleiri fréttir

Sjá meira


×