Innlent

Orkusalan vefur ársins á SVEF-verðlaununum

Orkusalan.is var valinn besti íslenski vefurinn og fékk verðlaun fyrir útlit og viðmót og sem besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með færri en 50 starfsmenn.
Orkusalan.is var valinn besti íslenski vefurinn og fékk verðlaun fyrir útlit og viðmót og sem besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með færri en 50 starfsmenn.
Orkusalan.is var rétt í þessu valinn besti íslenski vefurinn á Íslensku vefverðlaunum. Vefurinn fékk einnig verðlaun fyrir útlit og viðmót og sem besti sölu- og kynningarvefur fyrirtækis með færri en 50 starfsmenn.

Samtök vefiðnaðarins, SVEF, standa að verðlaununum. Jón Gnarr, borgarstjóri Reykavíkur, afhenti þau og var athöfnin haldin í Tjarnarbíói. Veittar voru viðurkenningar fyrir framúrskarandi vefi í 11 flokkum. Alls bárust yfir 100 tilnefningar til verðlaunanna og sá dómnefnd um að stilla upp í tilnefningar sem félagsmenn kusu síðan um. Þetta er í 11. skipti sem Íslensku vefverðlaunin eru haldin.



VERÐLAUNAHAFAR ÍSLENSKU VEFVERÐLAUNANNA 2011:

Besti íslenski vefurinn: Orkusalan.is

Athyglisverðast vefurinn að mati félagsmanna SVEF: BetriReykjavik.is

Besta útlit og viðmót: Orkusalan.is

Frumlegasti vefurinn: BetriReykjavik.is

Besta herferðin: Icelandair.is/uppahaldsborgin

Besti farsímavefurinn: m3.siminn.is/airwaves



Bestu efnistök, blogg og myndefni: Snoop-Around.com

Besti afþreyingar og fréttavefurinn: ruv.is

Besti þjónustu og upplýsingavefurinn: Landsbankinn.is

Besti sölu- og kynningarvefur með fleiri en 50 starfsmenn: Landsbankinn.is

Besti sölu- og kynningarvefurinn með færri en 50 starfsmenn: Orkusalan.is

Íslensku vefverðlaunin eru uppskeruhátíð vefiðnaðarins, haldin með það að markmiði að efla hann, verðlauna bestu vefina og hvetja þá sem starfa á þessum vettvangi til dáða. Dómnefnd skipuðu Díana Dögg Víglundsdóttir, Soffía Haraldsdóttir, Jökull Sólberg Auðunsson, Jóna Dögg Sveinbjörnsdóttir, Samúel Jónasson, Erling Ormar Vignisson, Halldór Andri Bjarnason, Ólafur Sverrir Kjartansson, Helgi Pjetur Jóhannsson, Sævar Örn Sævarsson og Þórhallur Helgason.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×