Innlent

Bruggari handtekinn á Vestfjörðum - ætlaði að selja norðanmegin

Ísafjörður.
Ísafjörður.
Lögreglan á Vestfjörðum framkvæmdi húsleit hjá bruggara á miðvikudaginn síðasta. Við húsleitina fannst ólöglega tilbúið áfengi og áhöld til þess að framleiða bruggið.

Einnig fundust við húsleitina áhöld til fíkniefnaneyslu. Engin fíkniefni fundust þó við leitina. Lagt var hald á tæplega 60 lítra af hinu meinta ólöglega áfengi sem talið er hafa verið framleitt í umræddu húsi.

Lögreglu grunar að áfengið hafi átt að seljast á norðanverðum Vestfjörðum.

Tveir ungir menn, íbúar hússins, voru handteknir og yfirheyrðir. Þeir hafa viðurkennt að hafa framleitt áfengið. Þeim hefur nú verið sleppt, enda telst rannsókn málsins á lokastigi.

Lögreglan hvetur alla þá sem búa yfir upplýsingum um meðhöndlun fíkniefna eða ólöglegs áfengis að gera lögreglu viðvart, annað hvort í upplýsingasíma lögreglunnar á Vestfjörðum, 450 3731, eða í upplýsingasíma lögreglu, 800 5005.

Einnig er hægt að koma slíkum upplýsingum á framfæri í tölvupósti, á netfangið info@rls.is . Fullrar nafnleyndar er heitið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×