Innlent

Tæplega 800 hvítir Kangoo í umferð

BL skrifar
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru alls 1453 bílar af tegundinni Renault Kangoo í umferð. Af þeim eru 759 hvítir á lit.
Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru alls 1453 bílar af tegundinni Renault Kangoo í umferð. Af þeim eru 759 hvítir á lit.
Alls eru 759 hvítir Renault Kangoo bílar skráðir hjá Umferðarstofu en lögreglan á höfuðborgarsvæðinu lýsti á dögunum eftir karlmanni og hvítri sendibifreið af gerðinni Kangoo í tengslum við rannsókn á sprengjunni sem fannst á Hverfsigötu á þriðjudagsmorgun.

Samkvæmt upplýsingum frá Umferðarstofu eru alls 1453 bílar af tegundinni Renault Kangoo í umferð. Af þeim eru 759 hvítir á lit. Friðrik Smári Björgvinsson, yfirlögregluþjónn, segir í samtali við fréttastofu að enginn hafi verið handtekinn vegna málsins og rannsókn sé enn í fullum gangi. Enn er lýst eftir karlmanninum og bílnum.

Lögreglan segir að maðurinn hafi verið klæddur í víðar, bláar gallabuxur (dökkar) og var með lyklakippu hangandi í buxunum. Hann var í dökkri úlpu og mögulega í hettupeysu innan undir. Maðurinn er þéttvaxinn og var þunglamalegur í hreyfingum. Óvíst er með aldur hans en líklega er maðurinn á miðjum aldri. Hann er talinn vera meðalmaður á hæð.

Myndir af honum náðust úr eftirlitsmyndavélum í miðborginni. Þeir sem geta gefið upplýsingum um sprengjuna er bent á að hafa samband við lögregluna í síma 444-1000 eða með nafnlausum ábendinum í síma 800-5005.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×