Hefur stýrt umferðarljósunum í yfir 40 ár 4. febrúar 2012 03:30 Ingi Ú. Magnússon gatnamálastjóri réð Dagbjart Sigurbrandsson til starfa árið 1971 og setti sem skilyrði að hann mætti ekki hætta fljótlega eftir ráðningu. Við það hefur Dagbjartur staðið. Fréttablaðið/Valli „Umferðarmenningin hefur breyst mjög mikið, og til hins betra,“ segir Dagbjartur Sigurbrandsson, sem um þessar mundir lætur af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa stýrt umferðarljósum borgarinnar í 41 ár. Þegar Dagbjartur hóf störf voru umferðarljós á 16 gatnamótum í Reykjavík. Sama ár tók hann þátt í að gangsetja fyrstu hnappastýrðu gangbrautarljósin, á Bústaðavegi við Grímsbæ. Rúmum fjörutíu árum síðar eru umferðarljós á 118 gatnamótum og 33 hnappastýrð ljós, auk þess sem í kerfinu hafa verið innleiddar margvíslegar tækninýjungar. Þar á meðal hraða- og umferðarljósamyndavélar. Myndavélarnar segir Dagbjartur einmitt hafa leikið lykilhlutverk í að bæta umferðarmenninguna. „Menn fá núna fjóra punkta í ökuferilsskrá fyrir hvert brot. Svo tökum við líka myndir af þeim sem aka of hratt í gegn á grænu ljósi,“ segir hann. „Ég hef oft verið kallaður fyrir dóm í málum sem þessum,“ segir hann og bætir við að eftir að hann fékk í einu máli tíma til að útskýra tæknina á bak við myndatökuna fyrir dómaranum hafi ekki tapast mál þar sem hraða- eða ljósamynd sé notuð sem sönnunargagn. Aðhaldið hafi því leikið lykilhlutverk í að fá ökumenn til að bæta aksturslag sitt. Núna segir Dagbjartur þýsku hraðamyndavélarnar sem í notkun eru að verða úreltar. „Það er orðið erfitt að fá í þær filmur. Við erum því að leggja út í stafræna tækni.“ Nýjar myndavélar segir hann ýmist tengdar miðlægu kerfi með ljósleiðara eða 3G net. Annars segist Dagbjartur ekki sjá eftir öðru nú við lok starfsins en að hafa ekki fengið að sjá fyrir endann á miðlægu stýrikerfi ljósa sem nú hafi verið innleitt til hálfs. „Við ætluðum að vera búin að þessu fyrir 2010 en hrunið setti strik í þann reikning.“ Hann segist hins vegar skilja sáttur við, enda búinn að vera alveg nógu lengi að. Nú sé kominn tími til að sinna hugðarefnum og fjölskyldunni, svo sem barnabörnunum sex. olikr@frettabladid.is Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira
„Umferðarmenningin hefur breyst mjög mikið, og til hins betra,“ segir Dagbjartur Sigurbrandsson, sem um þessar mundir lætur af störfum hjá Reykjavíkurborg eftir að hafa stýrt umferðarljósum borgarinnar í 41 ár. Þegar Dagbjartur hóf störf voru umferðarljós á 16 gatnamótum í Reykjavík. Sama ár tók hann þátt í að gangsetja fyrstu hnappastýrðu gangbrautarljósin, á Bústaðavegi við Grímsbæ. Rúmum fjörutíu árum síðar eru umferðarljós á 118 gatnamótum og 33 hnappastýrð ljós, auk þess sem í kerfinu hafa verið innleiddar margvíslegar tækninýjungar. Þar á meðal hraða- og umferðarljósamyndavélar. Myndavélarnar segir Dagbjartur einmitt hafa leikið lykilhlutverk í að bæta umferðarmenninguna. „Menn fá núna fjóra punkta í ökuferilsskrá fyrir hvert brot. Svo tökum við líka myndir af þeim sem aka of hratt í gegn á grænu ljósi,“ segir hann. „Ég hef oft verið kallaður fyrir dóm í málum sem þessum,“ segir hann og bætir við að eftir að hann fékk í einu máli tíma til að útskýra tæknina á bak við myndatökuna fyrir dómaranum hafi ekki tapast mál þar sem hraða- eða ljósamynd sé notuð sem sönnunargagn. Aðhaldið hafi því leikið lykilhlutverk í að fá ökumenn til að bæta aksturslag sitt. Núna segir Dagbjartur þýsku hraðamyndavélarnar sem í notkun eru að verða úreltar. „Það er orðið erfitt að fá í þær filmur. Við erum því að leggja út í stafræna tækni.“ Nýjar myndavélar segir hann ýmist tengdar miðlægu kerfi með ljósleiðara eða 3G net. Annars segist Dagbjartur ekki sjá eftir öðru nú við lok starfsins en að hafa ekki fengið að sjá fyrir endann á miðlægu stýrikerfi ljósa sem nú hafi verið innleitt til hálfs. „Við ætluðum að vera búin að þessu fyrir 2010 en hrunið setti strik í þann reikning.“ Hann segist hins vegar skilja sáttur við, enda búinn að vera alveg nógu lengi að. Nú sé kominn tími til að sinna hugðarefnum og fjölskyldunni, svo sem barnabörnunum sex. olikr@frettabladid.is
Mest lesið Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Innlent Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Innlent Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Innlent Ozzy Osbourne allur Erlent Fleiri fréttir Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gýg og gosmengun spáð á Suðurlandi Ættingjar að verða fyrir hryllilegum ódæðum Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Bergþórshvoll brenndur á fjögurra daga Njáluhátíð Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Fyrsti konsertflygilinn í Skálholtskirkju vígður „Hvetjum fólk til þess að treysta okkur bara fyrir því“ Sækja mann sem datt af hestbaki Lögregla afþakkar þjónustu Skjaldar Íslands og Guðni boðar brennu Félagið Ísland-Palestína harmar skvettuna Rán og frelsissvipting í Árbæ Mótmælandi skvetti málningu á ljósmyndara Morgunblaðsins Brottfararstöð dómsmálaráðherra komin í samráðsgátt Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Reyndu að koma í veg fyrir að hún settist upp í hjá afrískum bílstjóra Tveir af þremur ánægðir með beitingu „kjarnorkuákvæðisins“ Alvarlega slösuð bankakona lagði VÍS eftir langa og stranga baráttu Lærði skriðsund á YouTube og syndir Ermarsund á morgun Sjálfsagt að taka málið fyrir: „Leysist ekkert sjálfkrafa við að ganga inn í Evrópusambandið“ Lögreglan hugsi yfir Skildi Íslands: Eitt lögbrot verði ekki réttlætt með öðru Eldur í verslunarhúsnæði á Laugavegi Play tekur dýfu í skugga afkomuviðvörunar og Njáll Trausti vill funda Hótað og ógnað eftir að hafa aðstoðað lögreglu Laugavegurinn að „deyja úr velgengni“ Loftgæði mun betri á höfuðborgarsvæðinu Njáll Trausti vill fund hið fyrsta í atvinnuveganefnd Hefði sagt nei: Sumarfrí bæjarfulltrúa opnaði fyrir endurskipulag á Nónhæð Sjá meira