Innlent

Einu matvöruversluninni í Vogum lokað

Einu matvöruversluninni í Vogum á Vatnsleysisströnd hefur verið lokað samkvæmt bæjarblaðinu Hafnarfjörður, Álftanes, Vogar.

Þar af leiðandi er engin verslun í bæjarfélaginu þar sem hægt er að kaupa í matinn. Þurfa íbúar því að sækja þá þjónustu í önnur sveitarfélög. Bæjarráð Voga samþykkti á miðvikudaginn að útvega akstur fyrir eldri borgara til Reykjanesbæjar svo þeir geti keypt í matinn.

Þá ákvað bæjarráð einnig að hefja úttekt á viðhorfum og aðstæðum eldri borgara í sveitarfélaginu. Hægt er að nálgast bæjarblaðið hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×