Innlent

Harður árekstur á Breiðholtsbraut

Ökumaður smábíls slapp lítið meiddur eftir að hafa lent í hörðum árekstir við jeppa á gatnamótum Breiðholtsbrautar og Stekkjabakka rétt fyrir miðnætti.

Beita þurfti klippum til að ná ökumanni smábílsins út úr flakinu, en ökumann jeppans sakaði ekki. Hann hafði fengið ökusírteini fyrr um daginn og segja vitni að hann hafi ekið inn á gatnamótin á rauðu ljósi. Myrkur var og rigning, þegar slysið varð.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×