Innlent

Maðurinn úr lífshættu

Karlmaður um fertugt, sem stunginn var nokkrum djúpum stungum í kvið og síðu í nótt er úr lífshættu eftir aðgerð á Landsspítalanum og liggur nú á gjörgæsludeild.

Kallað var á lögreglu vegna slagsmála fyrir utan fjölbýlishús við engihjalla í Kópavogi laust fyrir klukkan fjögur í nótt og kom þá í ljós að maðurinn hafði verið stunginn ítrekað auk þess sem hann var með skurði víðar á líkamanum og hafði misst mikið blóð.

Þegar var kallað eftir sjúkrabíl og maðurinn fluttur á slysadeild, þar sem hann gekkst þegar í stað undir aðgerð til að stöðva innvortis blæðingar. Rúmlega tvítugur karlmaður og jafnaldra hans voru handtekin á vettvangi og eru nú í vörslu lögreglu.

Þau eru bæði þekkt af afbrotum sem tengjast fíkniefnaheiminum. Hnífurinn, sem talinn er vera árásarvopnið, fannst í bíl á vettvangi.

Eftir því sem næst verður komist stálu þau bíl af þolandanum, og hugðist hann sækja hann, þegar til handalögmála kom, með þessum afleiðingum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×