Innlent

Leiguþyrla gæslunnar til landsins í dag

Þyrlan, sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu á meðan TF LÍF er í stórri skoðun ytra, er væntanleg til landsins í dag.

Hún lagði af stað frá Noregi í gær, með viðkomu í Færeyjum, en þar varð lítilsháttar bilun í henni. Flugvirki, sem er með í för, mun vera búin að lagfæra hana og verður lagt upp í birtingu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×