Fleiri fréttir Segir viðræðurnar hafa gengið vel Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, segir ekkert liggja fyrir um það hver taki við bæjarstjórnarstólnum í Kópavogi. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Lista Kópavogs hafa setið í dag að meirihlutaviðræðum. "Mín upplifun var sú að þetta gekk vel,“ segir Ómar. Hann vill ekkert segja til um það hversu langan tíma meirihlutaviðræðurnar gætu tekið. "Við skulum bara sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir hann. Ómar segir að einungis oddvitar flokkanna hafi komið að viðræðunum í dag. Hann vill ekkert segja um hverjir gætu bæst inn í þær samningaviðræður. 2.2.2012 20:24 Segir útspil Já vera klúður Sérfræðingur í almannatengslum segir útspil Já vera klúður að óþörfu, en fyrirtækið hefur látið hanna límmiða til að líma yfir forsíðu símaskrár síðasta árs en á henni er mynd af Agli Einarssyni, öðru nafni Gillz, og fimleikastúlkum úr Gerplu. 2.2.2012 19:39 Mottumars á næsta leiti Nú er fullt tilefni fyrir karlmenn til þess að fara að huga að skeggsöfnun því Mottumars verður hleypt formlega af stokkunum 1. mars næstkomandi. Úrslitin ráðast ekki fyrr en mánuði seinna, eða í lok mars. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein en í þriðja sinn sem karlmenn eru hvattir til að safna yfirvararskeggi og styrktaráheitum. 2.2.2012 18:55 Hætta á að aldraðir einangrist Aldraðir hafa sumir hverjir ekki efni á að taka þátt í félagsstarfi. Þetta segir tæplega sjötug kona en sjálf átti hún tæpar sautján þúsund krónur til að lifa af eftir að hafa greitt reikningana í janúar. Um áramótin hækkaði Reykjavíkurborg verð á þjónustu við aldraða. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur mótmælt þessum hækkunum og segir þær koma illa við aldraða. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir mikið um að fólk hringi á skrifstofuna og beri sig illa. Hann segir að þó ekki sé um háar upphæðir að ræða safnist þær saman. Verð á máltíðum hækkaði til að mynda úr 550 kr. í 610 kr. Kaffi hækkaði úr 100 kr. í 150 kr. Námskeiðisgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkaði úr 200 kr. í 250 kr. og akstursgjald fer í mörgum tilfellum úr 350 krónum í 1.000 krónur. Sigurður óttast að hækkanirnar komi til með að draga úr þátttöku aldraðra í félagsstarfi. ,, Þetta gæti aukið einangrun fólks. Að það sæki síður félagsstarf. Farið síður út úr húsi og stefna Reykjavíkurborgar undanfarin ár hefur einmitt verið að koma í veg fyrir að fólk einangrist heima hjá sér að það sæki meira út". Eva Ólöf Hjaltadóttir verður sjötug á árinu. Hún getur nú sjaldnar en áður tekið þátt í félagsstarfi vegna kostnaðar. Ellilífeyrir hennar er 144 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Tæpar 90 þúsund krónur fara í leigu og svo þarf hún einnig að greiða hita, rafmagn og aðra reikninga. ,, Í janúar átti ég 16.700 krónur eftir þegar ég var búin að borga allt". Fjöldi íbúða fyrir aldraða er í sama húsi og félagsmiðstöðin og hafa fleiri í blokkinni dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. ,, Það hefur hækkað það mikið að eiginlega sjáum við ekki fólkið sem á heima í húsinu nema endrum og eins", segir Eva. 2.2.2012 18:30 Ólafur Ragnar og Al Gore skoða mörgæsir og seli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, eru enn stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Forsetaembættið hefur nú birt fleiri myndir úr ferðinni. 2.2.2012 16:41 Landhelgisgæslan leigir þyrlu - bilaði á leiðinni heim Landhelgisgæslan hefur tekið þyrluna TF-SYN á leigu frá Noregi en þyrlan bilaði á leiðinni til Íslands. Þyrlan þurfti að lenda í Færeyjum. Við skoðun á vélinni í Færeyjum kom í ljós leki í vökvakerfi á aðalgírboxi sem verið er að kanna nánar. 2.2.2012 16:16 Kannast ekki við nýjan meirihluta í Kópavogi "Þú ert að segja mér fréttir,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Lista Kópavogsbúa, í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Á vef Morgunblaðsins er fullyrt að búið sé að mynda nýja meirihluta í bænum með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Lista Kópavogsbúa. 2.2.2012 15:36 Öllu starfsfólki Herjólfs sagt upp Öllu starfsfólki Herjólfs hefur verið sagt upp eða um fjörtíu manns. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag. 2.2.2012 15:22 Stöðvuðu áfengissölu á tveimur veitingahúsum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu áfengis á tveimur veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur í nótt, en á öðru þeirra voru gestir staðarins jafnframt að bera með sér áfengi út af staðnum. 2.2.2012 15:16 Sérstakur saksóknari með aðgerðir hjá KPMG Fulltrúar á vegum embættis Sérstaks saksóknara fóru inni í endurskoðandafyrirtækið KPMG nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóri KPMG komu fulltrúar sérstaks saksóknara inni í fyrirtækið og óskuðu eftir upplýsingum tengdum Milestone. 2.2.2012 14:11 Fötluð kona þurfti að fara af leiksýningu - engin þjónusta eftir ellefu Í gærkvöldi þurfti kona í hjólastól að yfirgefa sýningu í leikhúsinu áður en henni lauk. Útskýring sem hún gaf var sú að félagsþjónustan býður ekki upp á að sækja fólk eftir klukkan korter í ellefu á kvöldin. 2.2.2012 13:41 Seldist upp á Jethro Tull á sjö mínútum Miðar á tónleika Jethro Tull í Hörpu þann 21. júní næstkomandi seldust upp á aðeins sjö mínútum en miðasala hófst á hádegi í dag. Í kjölfar þessara kröftugu viðbragða hefur verið ákveðið að halda aukatónleika daginn eftir, 22. júní, og hefst sala á þá nú klukkan 14 í dag í Hörpu og á midi.is. 2.2.2012 13:34 Kemur til greina að rannsaka endurreisn bankanna og Icesave Forsætisráðherra segir það vel koma til greina að láta rannsaka endurreisn bankana og ferli Icesave málsins. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. 2.2.2012 12:30 Bensínsveiflur öllum til óþurftar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði að mati Helga Hjörvars formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hann telur mörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga langt í sköttum á eldsneyti en nefnd hans ætlar að skoða málið á næstunni. 2.2.2012 12:15 Friðjón ekki beðinn afsökunar "Þeir sáu ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, verjandi Friðjóns Þórðarsonar, sem hefur stefnt ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti. 2.2.2012 11:17 Útgefandi símaskrárinnar býður fólki að líma yfir Egil "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska," segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já. 2.2.2012 10:00 4 ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun við Reykjavíkurflugvöll Tveir erlendir karlmenn voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun við Reykjavíkurflugvöll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 1200 þúsund krónur í miskabætur. 2.2.2012 09:52 Sami maðurinn framdi þrjú ofbeldisfull rán í miðborginni Þrjú rán voru framin í miðborginni í eftirmiðdaginn í gær. Talið er að um sama aðila hafi verið að ræða í öll skipti en grunaði er nú í haldi, þrítugur karlmaður og lögreglu vel kunnugur vegna fjölda afbrota. 2.2.2012 09:44 Fundu kyrkislöngu við húsleit Enn koma skriðdýr við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en kyrkjuslanga fannst við húsleit í Reykjavík um síðustu helgi. 2.2.2012 09:23 Nýjar meirihlutaviðræður í Kópavogi í dag Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Farmsóknarflokks og Lista kópavogs ætla í dag að ræðast við um hugsanlega myndun nýs meiirhluta í bæjarstjórn Kópavogs, eftir að viðræður Sjálfstæðismanna annarsvegar og Samfylkingar og Vinstri grænna hinsvegar fóru út um þúfur í gærkvöldi. 2.2.2012 08:14 Mjólkurbíl ekið á fjósvegg Sá óvenjulegi árekstur varð í síðasta mánuði að glænýjum mjólkurbíl var ekið á fjósvegg að bænum Akri í Eyjafjarðarsveit. 2.2.2012 07:43 Margar ábendingar í sprengjumálinu en enginn handtekinn Engin hefur enn verið handtekinn vegna sprengjutilræðisins við Hverfisgötu fyrir tveimur sólarhringum, en lögreglu bárust margar ábendingar eftir að hún birti myndir úr eftirlitsmyndavélum af hinum grunaða og bíl hans í gær. 2.2.2012 07:40 Mikil óánægja hjá foreldrum barna í Hamraskóla Mikil óánægja kom fram á fjölmennum fundi foreldra barna í Hamraskóla í Grafarvogi í gærkvöldi, með formanni menntasviðs borgarinnar, vegna þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda að sameina Hamraskóla, Húsaskóla og Foldaskóla á unglingastigi. 2.2.2012 07:37 Rannsaka grun um barnavændi Lögregla rannsakar nú hvort karlmaður á sextugsaldri, sem á sunnudagskvöld var rændur af pilti og stúlku undir tvítugu, hafi falast eftir því að kaupa vændi af stúlkunni. Hún er einungis sextán ára. Maðurinn tilkynnti um ránið til lögreglu á sunnudagskvöld. Hann hafði boðið stúlkunni í heimsókn en þegar hann hleypti henni inn ruddist inn með henni piltur vopnaður hnífi. 2.2.2012 07:30 Tvær konur teknar við að pissa á almannafæri Tvær konur um tvítugt voru handteknar á Skólavörðustíg um hálf tvö leitið í nótt og kærðar fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 2.2.2012 07:28 Varðskipið Þór sent til Bergen til viðgerða Nýja varðskipinu Þór verður siglt til Bergen í Noregi til viðgerða vegna alvarlegra galla, og gætu þær tekið nokkrar vikur, að minnsta kosti. 2.2.2012 07:20 Bílnúmerið ógreinilegt á upptökunni Lögreglu hafði í gærkvöldi enn ekki tekist að hafa hendur í hári þess sem talinn er hafa sprengt heimatilbúna sprengju á Hverfisgötu snemma á miðvikudagsmorgun. Vitni hefur greint frá því að skömmu eftir að sprengjan sprakk hafi það séð lágvaxinn, feitlaginn mann á miðjum aldri hlaupa af vettvangi og aka brott á litlum, hvítum sendiferðabíl. 2.2.2012 07:00 Hægt að hylja mynd af Agli Já hefur látið hanna og framleiða límmiða til að líma á forsíðu símaskrár síðasta árs. Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu. Tilgangur límmiðanna er að gera fólki kleift að líma yfir Egil Einarsson. "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska,“ staðfestir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.Egill hefur verið kærður í tvígang fyrir kynferðisbrot á síðustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir. 2.2.2012 07:00 Fjórir af sex liðum standa enn þá eftir Mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið mikið í umræðunni. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæruna á hendur honum til baka hefur valdið titringi innan þingsins og skipt stjórnarliðum í tvo hópa. Mikið hefur verið rætt um að tillagan sé ekki pólitísk en engum blöðum er um það að fletta að hún hefur haft pólitískar afleiðingar. Fréttablaðið beinir nú sjónum að ákærunni sjálfri og rifjar upp fyrir hvað Geir er ákærður. Líkt og áður segir standa fjórir liðir ákærunnar eftir. 2.2.2012 05:00 Fer líklega utan til viðgerðar Ekki hefur gengið að laga óeðlilegan titring í vél varðskipsins Þórs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sérfræðinga frá Rolls Royce verksmiðjunum. Líklegt er að skipið þurfi að fara til Noregs til viðgerðar, að því er segir á vef Landhelgisgæslu Íslands. 2.2.2012 04:00 Starfa í Eyjum Hjallastefnan átti lægsta tilboð í rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Stýrihópur á vegum bæjarins leggur til að gengið verði til samninga við Hjallastefnuna. Þrjú tilboð bárust og uppfylltu tvö sett skilyrði sem sett voru. Hjallastefnan bauð dvalargildi á 11.905 krónur, en önnur tilboð hljóðuðu upp á 12.449 krónur og 14.440 2.2.2012 04:00 Barnabækur rannsakaðar Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, verður opnað við Háskólann á Akureyri á laugardag. Markmiðið með setrinu er að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi og að vinna að framgangi 2.2.2012 03:30 Ekki hægt að fylgjast með sprengjusmiðum Lögregla hefur ekki heimildir til að fylgjast með því hvort menn séu að sanka að sér efnivið í sprengju, svo sem áburði eða eldsneyti. Til þess að unnt sé að kanna slíkt þarf ábending að berast um grunsamlegt athæfi. 2.2.2012 00:01 Segist munu slökkva ljós á Vatnsendavegi "Okkur er algerlega misboðið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður framkvæmdaráðs Kópavogs, sem í gær mótmælti ákvörðun Vegagerðinnar um að hætta að kosta rekstur og viðhald á Vatnsendavegi. Orkuveitan hyggst slökkva á götulýsingunni því enginn vill borga rafmagnsreikninginn. 2.2.2012 00:01 Allt í hnút í Kópavogi Það er allt í hnút í bæjarstjórn Kópavogs eftir að meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar við Sjálfstæðismenn slitnuðu í dag. Stjórnarkreppa ríkir þar og hefur bærinn verið án starfandi meirihluta í tvær vikur. Samfylkingin mun nú reyna að mynda meirihluta með Kópavogslistanum og Framsóknarflokknum. 1.2.2012 21:27 Hélt alltaf í vonina „Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu. 1.2.2012 21:16 Vill lyftu á Fríkirkjuvegi 11 til að auðvelda aðgengi fatlaðra Ásgeir Ásgeirsson, arkitektinn sem teiknaði breytingarnar á Fríkirkjuvegi 11 sem Húsfriðunarnefnd hefur nú lagst gegn, segir að gert sé ráð fyrir lyftu í nýjum teikningum, m.a til að auðvelda aðgengi fatlaðra. Hann segir að húsið sé með B-friðun sem þýðir að núverandi eigandi getur ráðist í breytingar án afskipta nefndarinnar. 1.2.2012 18:30 Tilraun til ráns í miðbæ Reykjavíkur Ránstilraun átti sér stað í versluninni Yggdrasill í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. Einn maður var að verki og ógnaði hann afgreiðslustúlku með oddhvössum hlut. 1.2.2012 21:53 Þurfa að farga 500 kindum Riðuveiki fannst í kind sem slátrað var í haust frá bænum Merki í Jökuldal. Þetta sýna niðurstöður tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði. 1.2.2012 20:09 Auglýst eftir manni og bíl í tengslum við sprengjuna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni og hvítri sendibifreið í tengslum við sprengju sem fannst skammt frá Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Maðurinn er talinn hafa komið með sprengjuna í umræddum bíl, sem er af gerðinni Renault Kangó. Lögregla hefur í dag farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum en fjölmargar ábendingar hafa borist vegna málsins. Maður sem var á strætisvagnabiðstöð skammt frá vettvangi í gær, og lýst var eftir, hefur gefið sig fram við lögreglu. Allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 1.2.2012 18:48 Stöðvuðu ökumenn með fíkniefni Lögreglan stöðvaði ökumann bíls á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Laugavegar í dag vegna gruns um að ökumaður væri með fíkniefni meðferðis. Lítilræði af fíknefnum fundust á manninum. 1.2.2012 17:56 Kaldara á Bretlandi en Íslandi Það hefur væntanlega farið hrollur um lesendur breska blaðsins Daily Express þegar þeir sáu forsíðu blaðsins í gær. Þar var því slegið upp að kaldara yrði á Bretlandi en á Íslandi í þessari viku. Hitastigið gæti farið niður í allt að -11 gráður. Í greininni segir að rekja megi kuldann til lægðar sem leggur yfir Bretlandseyjarnar en hún kemur frá Síberíu. Búist er við því að hitinn geti náð upp í allt að 2 gráður en fer langt niður fyrir frostmark. 1.2.2012 17:32 Steingrímur setti Framadaga í HR Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti Framadaga háskólanna í Háskólanum í Reykjavík í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru haldnir í HR. Í tilkynningu segir að ár taki 35 fyrirtæki þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Framadögum er ætlað að gefa ungum háskólaborgurum tækifæri á að finna draumastarfið, hvort heldur í sumar eða sem framtíðarstarf. 1.2.2012 16:32 Deilt um hleranir í Háskóla Reykjavíkur Málfundafélag Lögréttu í Háskóla Reykjavíkur býður til málfundar á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 16:00, í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu V101. 1.2.2012 15:56 Tugir látnir í frosthörkum í Evrópu Mikil snjókoma og frosthörkur hafa sett allt úr skorðum í Evrópu í dag. Nú er svo komið að snjór liggur yfir stórum hluta álfunnar frá Ítalíu í suðri og til Tyrklands í austri. Veðrið hefur orsakað að minnsta kosti áttatíu dauðsföll, aðallega í Úkraínu og í Póllandi. 1.2.2012 15:49 Sjá næstu 50 fréttir
Segir viðræðurnar hafa gengið vel Ómar Stefánsson, oddviti framsóknarmanna í bæjarstjórn Kópavogs, segir ekkert liggja fyrir um það hver taki við bæjarstjórnarstólnum í Kópavogi. Oddvitar Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Lista Kópavogs hafa setið í dag að meirihlutaviðræðum. "Mín upplifun var sú að þetta gekk vel,“ segir Ómar. Hann vill ekkert segja til um það hversu langan tíma meirihlutaviðræðurnar gætu tekið. "Við skulum bara sjá hvað morgundagurinn ber í skauti sér,“ segir hann. Ómar segir að einungis oddvitar flokkanna hafi komið að viðræðunum í dag. Hann vill ekkert segja um hverjir gætu bæst inn í þær samningaviðræður. 2.2.2012 20:24
Segir útspil Já vera klúður Sérfræðingur í almannatengslum segir útspil Já vera klúður að óþörfu, en fyrirtækið hefur látið hanna límmiða til að líma yfir forsíðu símaskrár síðasta árs en á henni er mynd af Agli Einarssyni, öðru nafni Gillz, og fimleikastúlkum úr Gerplu. 2.2.2012 19:39
Mottumars á næsta leiti Nú er fullt tilefni fyrir karlmenn til þess að fara að huga að skeggsöfnun því Mottumars verður hleypt formlega af stokkunum 1. mars næstkomandi. Úrslitin ráðast ekki fyrr en mánuði seinna, eða í lok mars. Þetta er í fimmta sinn sem Krabbameinsfélagið stendur fyrir sérstöku átaki um karlmenn og krabbamein en í þriðja sinn sem karlmenn eru hvattir til að safna yfirvararskeggi og styrktaráheitum. 2.2.2012 18:55
Hætta á að aldraðir einangrist Aldraðir hafa sumir hverjir ekki efni á að taka þátt í félagsstarfi. Þetta segir tæplega sjötug kona en sjálf átti hún tæpar sautján þúsund krónur til að lifa af eftir að hafa greitt reikningana í janúar. Um áramótin hækkaði Reykjavíkurborg verð á þjónustu við aldraða. Félag eldri borgara í Reykjavík og nágrenni hefur mótmælt þessum hækkunum og segir þær koma illa við aldraða. Sigurður Einarsson, framkvæmdastjóri Félags eldri borgara í Reykjavík og nágrenni, segir mikið um að fólk hringi á skrifstofuna og beri sig illa. Hann segir að þó ekki sé um háar upphæðir að ræða safnist þær saman. Verð á máltíðum hækkaði til að mynda úr 550 kr. í 610 kr. Kaffi hækkaði úr 100 kr. í 150 kr. Námskeiðisgjöld og brennslugjald fyrir leir og postulín hækkaði úr 200 kr. í 250 kr. og akstursgjald fer í mörgum tilfellum úr 350 krónum í 1.000 krónur. Sigurður óttast að hækkanirnar komi til með að draga úr þátttöku aldraðra í félagsstarfi. ,, Þetta gæti aukið einangrun fólks. Að það sæki síður félagsstarf. Farið síður út úr húsi og stefna Reykjavíkurborgar undanfarin ár hefur einmitt verið að koma í veg fyrir að fólk einangrist heima hjá sér að það sæki meira út". Eva Ólöf Hjaltadóttir verður sjötug á árinu. Hún getur nú sjaldnar en áður tekið þátt í félagsstarfi vegna kostnaðar. Ellilífeyrir hennar er 144 þúsund krónur á mánuði eftir skatta. Tæpar 90 þúsund krónur fara í leigu og svo þarf hún einnig að greiða hita, rafmagn og aðra reikninga. ,, Í janúar átti ég 16.700 krónur eftir þegar ég var búin að borga allt". Fjöldi íbúða fyrir aldraða er í sama húsi og félagsmiðstöðin og hafa fleiri í blokkinni dregið úr þátttöku í félagsstarfinu. ,, Það hefur hækkað það mikið að eiginlega sjáum við ekki fólkið sem á heima í húsinu nema endrum og eins", segir Eva. 2.2.2012 18:30
Ólafur Ragnar og Al Gore skoða mörgæsir og seli Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, og Dorrit Moussaieff forsetafrú, eru enn stödd á Suðurskautslandinu ásamt fríðu föruneyti. Forsetaembættið hefur nú birt fleiri myndir úr ferðinni. 2.2.2012 16:41
Landhelgisgæslan leigir þyrlu - bilaði á leiðinni heim Landhelgisgæslan hefur tekið þyrluna TF-SYN á leigu frá Noregi en þyrlan bilaði á leiðinni til Íslands. Þyrlan þurfti að lenda í Færeyjum. Við skoðun á vélinni í Færeyjum kom í ljós leki í vökvakerfi á aðalgírboxi sem verið er að kanna nánar. 2.2.2012 16:16
Kannast ekki við nýjan meirihluta í Kópavogi "Þú ert að segja mér fréttir,“ segir Rannveig Ásgeirsdóttir, bæjarfulltrúi Lista Kópavogsbúa, í samtali við Vísi nú fyrir stundu. Á vef Morgunblaðsins er fullyrt að búið sé að mynda nýja meirihluta í bænum með fulltrúum Sjálfstæðisflokksins, Framsóknarflokksins og Lista Kópavogsbúa. 2.2.2012 15:36
Öllu starfsfólki Herjólfs sagt upp Öllu starfsfólki Herjólfs hefur verið sagt upp eða um fjörtíu manns. Þetta kemur fram á vef Eyjafrétta í dag. 2.2.2012 15:22
Stöðvuðu áfengissölu á tveimur veitingahúsum í nótt Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu stöðvaði sölu áfengis á tveimur veitingahúsum í miðborg Reykjavíkur í nótt, en á öðru þeirra voru gestir staðarins jafnframt að bera með sér áfengi út af staðnum. 2.2.2012 15:16
Sérstakur saksóknari með aðgerðir hjá KPMG Fulltrúar á vegum embættis Sérstaks saksóknara fóru inni í endurskoðandafyrirtækið KPMG nú fyrir skömmu. Samkvæmt upplýsingum frá Sigurði Jónssyni, framkvæmdastjóri KPMG komu fulltrúar sérstaks saksóknara inni í fyrirtækið og óskuðu eftir upplýsingum tengdum Milestone. 2.2.2012 14:11
Fötluð kona þurfti að fara af leiksýningu - engin þjónusta eftir ellefu Í gærkvöldi þurfti kona í hjólastól að yfirgefa sýningu í leikhúsinu áður en henni lauk. Útskýring sem hún gaf var sú að félagsþjónustan býður ekki upp á að sækja fólk eftir klukkan korter í ellefu á kvöldin. 2.2.2012 13:41
Seldist upp á Jethro Tull á sjö mínútum Miðar á tónleika Jethro Tull í Hörpu þann 21. júní næstkomandi seldust upp á aðeins sjö mínútum en miðasala hófst á hádegi í dag. Í kjölfar þessara kröftugu viðbragða hefur verið ákveðið að halda aukatónleika daginn eftir, 22. júní, og hefst sala á þá nú klukkan 14 í dag í Hörpu og á midi.is. 2.2.2012 13:34
Kemur til greina að rannsaka endurreisn bankanna og Icesave Forsætisráðherra segir það vel koma til greina að láta rannsaka endurreisn bankana og ferli Icesave málsins. Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnartíma á Alþingi í morgun. 2.2.2012 12:30
Bensínsveiflur öllum til óþurftar Full ástæða er til að hafa áhyggjur af hækkandi bensínverði að mati Helga Hjörvars formanns efnahags- og viðskiptanefndar Alþingis. Hann telur mörk fyrir því hversu langt hægt er að ganga langt í sköttum á eldsneyti en nefnd hans ætlar að skoða málið á næstunni. 2.2.2012 12:15
Friðjón ekki beðinn afsökunar "Þeir sáu ekki sóma sinn í að biðjast afsökunar,“ segir Heiðar Ásberg Atlason, verjandi Friðjóns Þórðarsonar, sem hefur stefnt ríkinu vegna ásakana um peningaþvætti. 2.2.2012 11:17
Útgefandi símaskrárinnar býður fólki að líma yfir Egil "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska," segir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já. 2.2.2012 10:00
4 ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun við Reykjavíkurflugvöll Tveir erlendir karlmenn voru dæmdir í fjögurra ára fangelsi fyrir hrottalega nauðgun við Reykjavíkurflugvöll í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Þá var mönnunum gert að greiða fórnarlambinu 1200 þúsund krónur í miskabætur. 2.2.2012 09:52
Sami maðurinn framdi þrjú ofbeldisfull rán í miðborginni Þrjú rán voru framin í miðborginni í eftirmiðdaginn í gær. Talið er að um sama aðila hafi verið að ræða í öll skipti en grunaði er nú í haldi, þrítugur karlmaður og lögreglu vel kunnugur vegna fjölda afbrota. 2.2.2012 09:44
Fundu kyrkislöngu við húsleit Enn koma skriðdýr við sögu hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, en kyrkjuslanga fannst við húsleit í Reykjavík um síðustu helgi. 2.2.2012 09:23
Nýjar meirihlutaviðræður í Kópavogi í dag Oddvitar Sjálfstæðisflokks, Farmsóknarflokks og Lista kópavogs ætla í dag að ræðast við um hugsanlega myndun nýs meiirhluta í bæjarstjórn Kópavogs, eftir að viðræður Sjálfstæðismanna annarsvegar og Samfylkingar og Vinstri grænna hinsvegar fóru út um þúfur í gærkvöldi. 2.2.2012 08:14
Mjólkurbíl ekið á fjósvegg Sá óvenjulegi árekstur varð í síðasta mánuði að glænýjum mjólkurbíl var ekið á fjósvegg að bænum Akri í Eyjafjarðarsveit. 2.2.2012 07:43
Margar ábendingar í sprengjumálinu en enginn handtekinn Engin hefur enn verið handtekinn vegna sprengjutilræðisins við Hverfisgötu fyrir tveimur sólarhringum, en lögreglu bárust margar ábendingar eftir að hún birti myndir úr eftirlitsmyndavélum af hinum grunaða og bíl hans í gær. 2.2.2012 07:40
Mikil óánægja hjá foreldrum barna í Hamraskóla Mikil óánægja kom fram á fjölmennum fundi foreldra barna í Hamraskóla í Grafarvogi í gærkvöldi, með formanni menntasviðs borgarinnar, vegna þeirrar ákvörðunar borgaryfirvalda að sameina Hamraskóla, Húsaskóla og Foldaskóla á unglingastigi. 2.2.2012 07:37
Rannsaka grun um barnavændi Lögregla rannsakar nú hvort karlmaður á sextugsaldri, sem á sunnudagskvöld var rændur af pilti og stúlku undir tvítugu, hafi falast eftir því að kaupa vændi af stúlkunni. Hún er einungis sextán ára. Maðurinn tilkynnti um ránið til lögreglu á sunnudagskvöld. Hann hafði boðið stúlkunni í heimsókn en þegar hann hleypti henni inn ruddist inn með henni piltur vopnaður hnífi. 2.2.2012 07:30
Tvær konur teknar við að pissa á almannafæri Tvær konur um tvítugt voru handteknar á Skólavörðustíg um hálf tvö leitið í nótt og kærðar fyrir brot á lögreglusamþykkt Reykjavíkur. 2.2.2012 07:28
Varðskipið Þór sent til Bergen til viðgerða Nýja varðskipinu Þór verður siglt til Bergen í Noregi til viðgerða vegna alvarlegra galla, og gætu þær tekið nokkrar vikur, að minnsta kosti. 2.2.2012 07:20
Bílnúmerið ógreinilegt á upptökunni Lögreglu hafði í gærkvöldi enn ekki tekist að hafa hendur í hári þess sem talinn er hafa sprengt heimatilbúna sprengju á Hverfisgötu snemma á miðvikudagsmorgun. Vitni hefur greint frá því að skömmu eftir að sprengjan sprakk hafi það séð lágvaxinn, feitlaginn mann á miðjum aldri hlaupa af vettvangi og aka brott á litlum, hvítum sendiferðabíl. 2.2.2012 07:00
Hægt að hylja mynd af Agli Já hefur látið hanna og framleiða límmiða til að líma á forsíðu símaskrár síðasta árs. Á forsíðunni er mynd af Agli Einarssyni og fimleikastúlkum í Gerplu. Tilgangur límmiðanna er að gera fólki kleift að líma yfir Egil Einarsson. "Við höfum útbúið tvær tegundir af límmiðum fyrir þá sem þess óska,“ staðfestir Guðrún María Guðmundsdóttir, ritstjóri og sviðsstjóri hjá Já.Egill hefur verið kærður í tvígang fyrir kynferðisbrot á síðustu mánuðum en niðurstaða í málunum liggur ekki fyrir. 2.2.2012 07:00
Fjórir af sex liðum standa enn þá eftir Mál á hendur Geir H. Haarde, fyrrum forsætisráðherra, hefur verið mikið í umræðunni. Tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að draga ákæruna á hendur honum til baka hefur valdið titringi innan þingsins og skipt stjórnarliðum í tvo hópa. Mikið hefur verið rætt um að tillagan sé ekki pólitísk en engum blöðum er um það að fletta að hún hefur haft pólitískar afleiðingar. Fréttablaðið beinir nú sjónum að ákærunni sjálfri og rifjar upp fyrir hvað Geir er ákærður. Líkt og áður segir standa fjórir liðir ákærunnar eftir. 2.2.2012 05:00
Fer líklega utan til viðgerðar Ekki hefur gengið að laga óeðlilegan titring í vél varðskipsins Þórs þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir sérfræðinga frá Rolls Royce verksmiðjunum. Líklegt er að skipið þurfi að fara til Noregs til viðgerðar, að því er segir á vef Landhelgisgæslu Íslands. 2.2.2012 04:00
Starfa í Eyjum Hjallastefnan átti lægsta tilboð í rekstur leikskólans Sóla í Vestmannaeyjum. Stýrihópur á vegum bæjarins leggur til að gengið verði til samninga við Hjallastefnuna. Þrjú tilboð bárust og uppfylltu tvö sett skilyrði sem sett voru. Hjallastefnan bauð dvalargildi á 11.905 krónur, en önnur tilboð hljóðuðu upp á 12.449 krónur og 14.440 2.2.2012 04:00
Barnabækur rannsakaðar Barnabókasetur, rannsóknarsetur um barnabókmenntir og lestur barna, verður opnað við Háskólann á Akureyri á laugardag. Markmiðið með setrinu er að stunda rannsóknir og fræðslu um barnabókmenntir og lestur á Íslandi og að vinna að framgangi 2.2.2012 03:30
Ekki hægt að fylgjast með sprengjusmiðum Lögregla hefur ekki heimildir til að fylgjast með því hvort menn séu að sanka að sér efnivið í sprengju, svo sem áburði eða eldsneyti. Til þess að unnt sé að kanna slíkt þarf ábending að berast um grunsamlegt athæfi. 2.2.2012 00:01
Segist munu slökkva ljós á Vatnsendavegi "Okkur er algerlega misboðið," segir Guðríður Arnardóttir, formaður framkvæmdaráðs Kópavogs, sem í gær mótmælti ákvörðun Vegagerðinnar um að hætta að kosta rekstur og viðhald á Vatnsendavegi. Orkuveitan hyggst slökkva á götulýsingunni því enginn vill borga rafmagnsreikninginn. 2.2.2012 00:01
Allt í hnút í Kópavogi Það er allt í hnút í bæjarstjórn Kópavogs eftir að meirihlutaviðræður Samfylkingarinnar við Sjálfstæðismenn slitnuðu í dag. Stjórnarkreppa ríkir þar og hefur bærinn verið án starfandi meirihluta í tvær vikur. Samfylkingin mun nú reyna að mynda meirihluta með Kópavogslistanum og Framsóknarflokknum. 1.2.2012 21:27
Hélt alltaf í vonina „Þegar maður getur ekki einu sinni brosað þá reynir maður það samt," segir Eiríkur Ingi Jóhannsson sem komst einn lífs af þegar togarinn Hallgrímur sökk við Noregsstrendur í síðustu viku. Þrír menn fórust í slysinu. Eiríkur var í ítarlegu viðtali við Kastljósið á RÚV um lífsreynslu sína í kvöld. Þar sagði hann að börnin hefðu verið honum ofarlega í huga þegar hann áttaði sig á því að hann væri í lífshættu. 1.2.2012 21:16
Vill lyftu á Fríkirkjuvegi 11 til að auðvelda aðgengi fatlaðra Ásgeir Ásgeirsson, arkitektinn sem teiknaði breytingarnar á Fríkirkjuvegi 11 sem Húsfriðunarnefnd hefur nú lagst gegn, segir að gert sé ráð fyrir lyftu í nýjum teikningum, m.a til að auðvelda aðgengi fatlaðra. Hann segir að húsið sé með B-friðun sem þýðir að núverandi eigandi getur ráðist í breytingar án afskipta nefndarinnar. 1.2.2012 18:30
Tilraun til ráns í miðbæ Reykjavíkur Ránstilraun átti sér stað í versluninni Yggdrasill í miðbæ Reykjavíkur síðdegis í dag. Einn maður var að verki og ógnaði hann afgreiðslustúlku með oddhvössum hlut. 1.2.2012 21:53
Þurfa að farga 500 kindum Riðuveiki fannst í kind sem slátrað var í haust frá bænum Merki í Jökuldal. Þetta sýna niðurstöður tilraunastöðvar Háskólans í meinafræði. 1.2.2012 20:09
Auglýst eftir manni og bíl í tengslum við sprengjuna Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar að karlmanni og hvítri sendibifreið í tengslum við sprengju sem fannst skammt frá Stjórnarráðshúsinu í gærmorgun. Maðurinn er talinn hafa komið með sprengjuna í umræddum bíl, sem er af gerðinni Renault Kangó. Lögregla hefur í dag farið yfir upptökur úr eftirlitsmyndavélum en fjölmargar ábendingar hafa borist vegna málsins. Maður sem var á strætisvagnabiðstöð skammt frá vettvangi í gær, og lýst var eftir, hefur gefið sig fram við lögreglu. Allir þeir sem veitt geta upplýsingar um málið eru beðnir að hafa samband við lögreglu. 1.2.2012 18:48
Stöðvuðu ökumenn með fíkniefni Lögreglan stöðvaði ökumann bíls á gatnamótum Kringlumýrabrautar og Laugavegar í dag vegna gruns um að ökumaður væri með fíkniefni meðferðis. Lítilræði af fíknefnum fundust á manninum. 1.2.2012 17:56
Kaldara á Bretlandi en Íslandi Það hefur væntanlega farið hrollur um lesendur breska blaðsins Daily Express þegar þeir sáu forsíðu blaðsins í gær. Þar var því slegið upp að kaldara yrði á Bretlandi en á Íslandi í þessari viku. Hitastigið gæti farið niður í allt að -11 gráður. Í greininni segir að rekja megi kuldann til lægðar sem leggur yfir Bretlandseyjarnar en hún kemur frá Síberíu. Búist er við því að hitinn geti náð upp í allt að 2 gráður en fer langt niður fyrir frostmark. 1.2.2012 17:32
Steingrímur setti Framadaga í HR Steingrímur J. Sigfússon, efnahags- og viðskiptaráðherra, setti Framadaga háskólanna í Háskólanum í Reykjavík í dag en þetta er í fyrsta sinn sem þeir eru haldnir í HR. Í tilkynningu segir að ár taki 35 fyrirtæki þátt og hafa þau aldrei verið fleiri. Framadögum er ætlað að gefa ungum háskólaborgurum tækifæri á að finna draumastarfið, hvort heldur í sumar eða sem framtíðarstarf. 1.2.2012 16:32
Deilt um hleranir í Háskóla Reykjavíkur Málfundafélag Lögréttu í Háskóla Reykjavíkur býður til málfundar á morgun, fimmtudaginn 2. febrúar kl. 16:00, í húsnæði Háskólans í Reykjavík, stofu V101. 1.2.2012 15:56
Tugir látnir í frosthörkum í Evrópu Mikil snjókoma og frosthörkur hafa sett allt úr skorðum í Evrópu í dag. Nú er svo komið að snjór liggur yfir stórum hluta álfunnar frá Ítalíu í suðri og til Tyrklands í austri. Veðrið hefur orsakað að minnsta kosti áttatíu dauðsföll, aðallega í Úkraínu og í Póllandi. 1.2.2012 15:49