Innlent

Hnífamaður í gæsluvarðhald

Fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness í dag.
Fyrir utan Héraðsdóm Reykjaness í dag. MYND / Anton Brink
Héraðsdómur Reykjaness féllst á gæsluvarðhaldsúrskurð yfir karlmanni um tvítugt sem er grunaður um að hafa stungið karlmann á fertugsaldrinum í síðuna með hníf. Maðurinn sem var stunginn þurfti að gangast undir aðgerð en hann var hætt kominn. Hann er hinsvegar úr lífshættu núna.

Lögregla var kölluð til vegna slagsmála fyrir utan fjölbýlishús í austurbæ Kópavogs laust fyrir klukkan fjögur í nótt og kom þá í ljós að maðurinn hafði verið stunginn í síðuna auk þess sem hann var með skurði víðar á líkamanum.

Ásamt hinum kærða var kona á svipuðum aldri. Henni var sleppt eftir yfirheyrslur lögreglunnar í dag.

Farið var fram á tveggja vikna gæsluvarðhald.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×