Innlent

Jafn margir á nagladekkjum og í fyrra

Áfram má því gera ráð fyrir að nagladekkjum fækki á götum borgarinnar en þau skapa loft- og hljóðmengun í borginni.
Áfram má því gera ráð fyrir að nagladekkjum fækki á götum borgarinnar en þau skapa loft- og hljóðmengun í borginni.
Hlutfall nagladekkja undir bifreiðum er svipað í janúar 2012 og það var á sama tíma í fyrra eða 33 prósent á móti 67 prósent á öðrum dekkjum. Færðin í höfuðborginni reyndist því ekki hvati fyrir ökumenn til að skipta yfir á negld dekk, segir á vef Reykjavíkurborgar. Árið 2009 var hlutfall negldra dekkja í janúar mun hærra eða 41% og árið 2008 var það 41,8% í janúar. Áfram má því gera ráð fyrir að nagladekkjum fækki á götum borgarinnar en þau skapa loft- og hljóðmengun í borginni.

Nánar hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×