Innlent

Kærleikar í miðborginni á morgun

Mynd/Sigtryggur Jóhannsson
Það er langur laugardagur í miðbæ Reykjavíkur á morgun eins og alla fyrstu laugardaga hvers mánaðar. Þá eru verslanir opnar lengur en ella og ýmsir viðburðir í boði. Á morgun verður ölli tjaldað til þefar „Kærleikar í miðborginni" fara fram.

Eldgleypar, trúðar , tónlistarmenn og leikhópar koma fram undir merkjum kærleikans en hugmyndin er runnin undan rifjum Bergljótar Arnalds sem hefur um nokkurra ára skeið staðið fyrir hátíðinni og kallað saman forystumenn ólíkra samfélagshópa í anda dagsins.

„Inntakið er sígilt og ekki mun af veita að efla almennan kærleika í samfélaginu um þessar mundir," segir í tilkynningu frá Miðborginni okkar. Sigtryggur Jóhannsson tók meðfylgjandi myndir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×