Innlent

Vaka sigraði í Stúdentaráðskosningum

Stúdentarnir í Vöku þakka veittan stuðnings og eru spennt fyrir komandi verkefnum.
Stúdentarnir í Vöku þakka veittan stuðnings og eru spennt fyrir komandi verkefnum. mynd/facebook/vaka
Vaka, félag lýðræðissinnaðra stúdenta, fór með sigur úr býtum í stúdentaráðskosningum Háskóla Íslands. Á kjörskrá voru 15.203 og var heildarfjöldi atkvæða 4.807.

A-listi vöku fékk 2.499 atkvæði alls en það jafngildir 55.86% og fimm menn kjörna í stúdentaráð. V-listi Röskvu var með 44.14% atkvæða eða 1.975 alls. Röskva var því með fjóra menn kjörna til stúdentaráðs.

Auð og ógild atkvæði voru 333 talsins.

Í kosningum til Háskólaráðs fengu bæði félögin einn mann kjörinn. Vaku fékk 2056 atkvæði og meðan Röskva fékk 1763 atkvæði.

„Við erum himinlifandi og erum spennt fyrir komandi verkefnum," segir Anna Marsibil Clausen en hún var efst á framboðslista Vöku til stúdentaráðs.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×