Fleiri fréttir Tvö börn urðu fyrir bíl Tvö börn urðu fyrir bíl um klukkan átta í morgun. Í öðru tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Hafnarfirði og í hinu tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Garðabæ. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl á börnunum. Lögreglan brýnir fyrir fólki að vera sífellt á varðbergi í umferðinni hvort sem er við skóla eða annars staðar. 7.2.2012 11:25 Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. 7.2.2012 11:21 Eldsneytisþjófur ók á tvo bíla og stakk af Eigandi vörubifreiðar á Ártúnshöfða kom að manni sem var að stela díselolíu af eldsneytistanki bifreiðarinnar. Þegar þjófurinn varð eigandans var kom styggð að honum og flúði hann af vettvangi. Áður en hann komst í burtu hafði hann þó afrekað að bakka utan í vörubílinn og rekast síðan á jeppabifreið sem var á stæðinu. 7.2.2012 11:17 Frændinn talinn sekur en samt sýknaður Maður sem ákærður var fyrir fjölda kynferðisbrota gagnvart bróðurdóttur sinni hefur verið sýknaður í dómi Héraðsdóms Vesturlands frá fyrsta þessa mánaðar. 7.2.2012 11:00 Aðalmeðferðin hefst 5. mars Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde hefst í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 5. mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vefsíðu saksóknara Alþingis. Eins og kunnugt er liggur þó ekki ljóst fyrir hvort málinu muni ljúka fyrir dómstólum því að fyrir þinginu liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella málshöfðunina niður. Alls óvíst er hver afdrif þess þingmáls verða. 7.2.2012 10:33 Byrjað að reisa uppblásnu íþróttahöllina í Hveragerði Framkvæmdir eru nú hafnar við nýju Hamarshöllina í Hveragerði, fyrsta uppblásna íþróttahúsið á Íslandi. Húsið verður tekið í notkun á Blómstrandi dögum í ágúst í sumar samkvæmt Fréttablaði Suðurlands.Keppnir eru leyfðar í húsinu sem er hannað fyrir 300 áhorfendur. 7.2.2012 09:46 Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs vegna Rosabaugs Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni hófst rúmlega níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir stefndi fyrrverandi dómsmálaráðherranum í september á síðasta ári fyrir meiðyrði sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 7.2.2012 09:25 Vinnuferðir en ekki boðsferðir „Starfsmennirnir sem fóru í þessar ferðir – þeir voru ekki að þiggja neitt boð. Það er meginatriði og þess vegna voru þetta engar boðsferðir,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, í viðtali við Kastljós RÚV í gærkvöldi. 7.2.2012 09:15 Vill rannsókn á lífeyrissjóðum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna frá árinu 1997 til 2011. 7.2.2012 09:00 Roskin hjón sluppu ómeidd úr eldsvoða Roskin hjón sluppu ómeidd út en töluvert tjón varð, þegar eldur kviknaði í einbýlishúsi við Eikjuvog í Reykjavík í gærkvöldi. 7.2.2012 07:03 Ferðakonan í Hvalfirði þakkaði Neyðarlínunni fyrir hjálpina Dönsk ferðakona, sem björgunarsveitarmenn komu til hjálpar í ofsaveðri í Hvalfirði í fyrrinótt, heimsótti starfsfólk Neyðarlínunnar í gærkvöldi og færði því körfu með góðgæti, í þakklætisskyni fyrir þátt þeirra í björguninni. 7.2.2012 07:01 Varað við stormi á öllu landinu Veðurstofan varar við stormi á öllu landinu og á flestum miðum og djúpum umhverfis landið. 7.2.2012 06:56 Framsýn vill fund um málefni Stapa-lífeyrissjóðs Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fara þess á leit við stjórn Stapa-lífeyrissjóðs að þegar í stað verði boðað til fulltrúaráðsfundar í sjóðnum. 7.2.2012 06:55 Kjósarhreppur hafnar hugmyndum um nýja háspennulínu Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar með öllu hugmyndum Landsnets um að leggja nýja háspennulínu frá Geithálsi í gegnum hreppinn og að Grundartanga, til að mæta aukinni orkuþörf þar. 7.2.2012 06:51 Miðaldra par gerði sig heimakomið í tómri íbúð Lögregla handtók í gærkvöldi par á miðjum aldri, sem hafði komið sér fyrir í tómri íbúð í austurborginni. 7.2.2012 06:47 Óreglumaður í haldi grunaður um morð Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu. 7.2.2012 06:15 Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. 7.2.2012 06:00 Ómar Stefáns: Við þurfum tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn "Maður finnur fyrir því að bæjarbúar vilja fara að fá niðurstöðu í þessi mál en eins og forsetinn sagði þá þurfum við smá tilfinningalegt svigrúm," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. 6.2.2012 21:53 Íbúarnir fóru út úr brennandi húsi Eldur kom upp í húsi í Eikjuvogi í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru tveir íbúar í húsinu komnir út. Slökkviliðið náði hinsvegar tökum á eldinum á skömmum tíma og hefur nú slökkt hann. Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að tjón sé vegna elds og reyks en unnið er að því að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn. 6.2.2012 19:57 Helgi í Góu um lífeyrissjóðina: "Bíddu, hvaða rugl er þetta?" „Það var nú gert grín að mér þegar ég var að tala um þetta, en það hefur ýmislegt komið í ljós," segir Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við sælgætisgerðina Góa. 6.2.2012 19:41 Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. 6.2.2012 19:13 Íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði: "Þetta er bara harmleikur" „Þetta er bara harmleikur," segir íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði en karlmaður á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt konu á fertugsaldri í húsi við götuna í nótt. 6.2.2012 19:01 Nýja þyrlan hvorki með nætursjónauka né hitamyndavél Nýja leiguþyrla landhelgisgæslunnar er illa útbúin og hefur takmarkaða getu til að sinna björgunarstörfum að nóttu til. Í vélinni er hvorki nætursjónauki né hitamyndavél. 6.2.2012 18:45 Ólafur sendi nýjum forseta Finnlands kveðju frá þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag nýkjörnum forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni. Í kveðjunni minnti Ólafur Ragnar á trausta og langvarandi vináttu Finna og Íslendinga, þjóða sem báðar tilheyrðu hinni norrænu fjölskyldu. Í tilkynningu frá embættinu segir að Ólafur hafi jafnframt bent á að málefni Norðurslóða væru sameiginlegt hugðarefni þjóðanna sem hafa mundi sívaxandi þýðingu á komandi áratugum. 6.2.2012 17:50 Morð í Hafnarfirði - einn í haldi lögreglu Karl á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.2.2012 16:44 Stal lunda og fór með hann á Lundann Um helgina var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt að uppstoppuðum lunda hafi verið stolið af skemmtistaðnum Conero. Þetta kemur fram á vefnum Eyjarfréttir.is 6.2.2012 16:24 Lilja kynnir nýtt stjórnmálaafl - hvorki til vinstri né hægri Lilja Mósesdóttir hefur formlega stofnað nýtt stjórnmálaafl en framboðið mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins samkvæmt tilkynningu frá Lilju. Sjálf sagði Lilja sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrir um ári síðan ásamt Atla Gíslasyni. Síðar sögðu þau sig formlega úr flokknum sjálfum. 6.2.2012 15:32 Sýknaður af því að misnota bróðurdóttur sína - málið fyrnt Karlmaður var sýknaður af því að hafa misnotað dóttur bróðir síns ítrekað árin 1990 til 1996 þegar stúlkan var sex til þrettán ára gömul, í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku. 6.2.2012 15:25 Átt þú þessa skartgripi? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda skartgripa sem eru í hennar vörslu. Gripirnir sjást á meðfylgjandi mynd og einnig er leitað að eiganda snyrtivara sem sjást líka á myndinni. 6.2.2012 15:25 Stjórnarmeirihlutinn jókst um einn mann Stjórnarmeirihlutinn styrktist um einn mann í dag þegar Arndís Soffía Sigurðardóttir, þingmaður VG, tók sæti sem varamaður Atla Gíslasonar þingmanns á Alþingi. Ólíkt Atla, sem hefur yfirgefið þingflokk VG, styður Arndís Soffía stjórnarmeirihlutann. Því má segja að meirihlutinn hafi styrkst tímabundið um einn mann. Ríkisstjórnin verður því með 33 manna meirihluta næsta hálfa mánuðinn í stað 32 eins og venja er þegar Atli Gíslason er á þingi. 6.2.2012 14:36 Leikskólakennarar gáfu sveitarfélögum tæpar 400 þúsund Haraldur F. Gíslason, formaður Félags Leikskólakennara, afhenti í dag Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands sveitarfélaga, risaávísun að andvirði 363 þúsund krónur. Peningurinn er afrakstur söfnunar sem leikskólakennarar efndu til með styrktartónleikum fyrir sveitarfélögin vegna kjarabaráttu sinnar. Ávísunin er afhent í tilefni þess að í dag er Dagur leikskólans. 6.2.2012 14:14 Jón tapaði fyrir Persónuvernd - þarf að greiða 100 þúsund í málskostnað Máli Jóns Magnússonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi þingmanns, gegn Persónuvernd var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástæðan var sú að Jón gat ekki sýnt fram á að hann ætti lögvarðra hagsmuna að gæta í málinu. 6.2.2012 14:09 Sjá gjaldtöku ekki sem lausn "Þetta er ekki lausn á málinu og við höfum ekki hugsað út í þetta á þennan hátt," segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, um hugmyndir Ólínu Þorvarðardóttur vegna tryggingamála í tengslum við bíla sem sitja fastir í snjósköflum og ófæru. 6.2.2012 13:44 Tvö fyrirtæki nota Skráargatið Að minnsta kosti tvö matvælafyrirtæki hér á landi hafa ákveðið að taka upp hollustumerkið Skráargatið á völdum vörum. Þó er ekki búið að innleiða merkið formlega hér á landi. 6.2.2012 14:00 Segir fráleitt að AGS hafi lagt til lokun menningarstofnana Franek Rozwadowski fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi vísar því alfarið á bug að sjóðurinn hafi á sínum tíma gert tillögu um að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni. 6.2.2012 12:19 Réttað yfir fyrrverandi garðyrkjustjóra Orkuveitunnar Aðalmeðferð stendur nú yfir í máli Kristins H. Þorsteinssonar, fyrrverandi garðyrkjustjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sem var ákærður af sérstökum saksóknara fyrir fjárdrátt. 6.2.2012 11:59 Svaf fyrir framan Ráðhúsið í Þorlákshöfn - vildi spara pening Lögreglan á Selfossi sinnti heldur sérkennilegu útkalli í nótt. Þeim barst tilkynning um mann með svefnpoka sem væri að leggja sig til við Ráðhúsið í Þorlákshöfn. 6.2.2012 11:44 Þyrlan farin í loftið - veður frekar slæmt Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn í loftið til þess að sækja breskan ferðmann sem slasaðist á göngu sinni frá Laugafelli suður í Nýjadal eða Sprengisandsleið eins og gönguleiðin er að jafnan kölluð. 6.2.2012 11:36 Elísabet hefur verið sextíu ár í hásætinu Sextíu ár eru liðin í dag frá því Elísabet Englandsdrottning tók við bresku krúnunni við andlát föður hennar. Í tilefni dagsins sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist vilja þjóna þjóð sinni áfram. Áfanganum verður fagnað með margvíslegum hætti út þetta ár og hyggur drottningin á mikil ferðalög um breska samveldið til að hitta sem flesta þegna sína. 6.2.2012 11:19 Hugsanlegt að björgunarsveitir taki gjald fyrir aðstoð í ófærð Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og björgunarsveitamaður segir að Slysavarnafélagið Landsbjörg verði að fara að íhuga hvort skynsamlegt yrði að taka gjald fyrir þjónustu sem veitt er þegar bílar eru dregnir út úr snjósköflum og ófærum. Fréttablaðið greinir frá því í dag að björgunarsveitir beri ábyrgð á skemmdum sem verða við þessar aðstæður. Sveitirnar þurfi að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eigandi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins. 6.2.2012 11:02 Sækja slasaðan ferðamann á hálendið - þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu í morgun um slasaðan ferðamann frá Bretlandi. Hann var að ganga frá Laugafelli suður í Nýjadal samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og er einn á ferð. 6.2.2012 10:50 Madonna gerði allt vitlaust á Super Bowl Super Bowl leikurinn fór fram í nótt en þar er um að ræða einn stærsta íþróttaviðburð sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Tónlistaratriðin í hálfleik eru yfirleitt í glæsilegri kantinum og í gegnum tíðina hafa flestar skærustu poppstjörnur heims komið fram á leiknum. 6.2.2012 10:02 Veðrið kom niður á stundvísinni Þrjár af hverjum fjórum flugferðum Icelandair til og frá landinu voru á réttum tíma á seinni hluta janúarmánaðar. Hjá Iceland Express var hlutfallið 57 prósent. Í mínútum talið voru tafir lengri nú að meðaltali en undanfarin tímabil og munar þar mestu um að öllu morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli var seinkað fram yfir hádegi þann 26. janúar. 6.2.2012 09:31 Rannsaka færi á nýtingu sjávarorku Fjármagn verður sett í rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi, verði þingsályktunartillaga sem lögð var fram á föstudag samþykkt. Tuttugu og einn þingmaður í öllum flokkum standa að tillögunni og verður því að teljast líklegt að hún verði samþykkt. 6.2.2012 07:00 Meirihlutaviðræður halda áfram í Kópavogi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Kópavogslistans ætla að halda áfram meirihlutaviðræðum í dag, eftir fundahöld í gær. 6.2.2012 06:58 Sjá næstu 50 fréttir
Tvö börn urðu fyrir bíl Tvö börn urðu fyrir bíl um klukkan átta í morgun. Í öðru tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Hafnarfirði og í hinu tilfellinu varð barn fyrir bíl við skóla í Garðabæ. Ekki liggja fyrir upplýsingar um meiðsl á börnunum. Lögreglan brýnir fyrir fólki að vera sífellt á varðbergi í umferðinni hvort sem er við skóla eða annars staðar. 7.2.2012 11:25
Farið fram á gæsluvarðhald yfir meintum morðingja Karlmaðurinn sem er grunaður um að hafa orðið konu að bana á heimili sínu í gær, er fyrir Héraðsdómi Reykjaness, þar sem farið er fram á gæsluvarðhald yfir honum. Dómari hefur ekki úrskurðað manninn í gæsluvarðhald, en maðurinn hefur margsinnis komist í kast við lögin þrátt fyrir ungan aldur. 7.2.2012 11:21
Eldsneytisþjófur ók á tvo bíla og stakk af Eigandi vörubifreiðar á Ártúnshöfða kom að manni sem var að stela díselolíu af eldsneytistanki bifreiðarinnar. Þegar þjófurinn varð eigandans var kom styggð að honum og flúði hann af vettvangi. Áður en hann komst í burtu hafði hann þó afrekað að bakka utan í vörubílinn og rekast síðan á jeppabifreið sem var á stæðinu. 7.2.2012 11:17
Frændinn talinn sekur en samt sýknaður Maður sem ákærður var fyrir fjölda kynferðisbrota gagnvart bróðurdóttur sinni hefur verið sýknaður í dómi Héraðsdóms Vesturlands frá fyrsta þessa mánaðar. 7.2.2012 11:00
Aðalmeðferðin hefst 5. mars Aðalmeðferð í Landsdómsmálinu á hendur Geir H. Haarde hefst í Þjóðmenningarhúsinu mánudaginn 5. mars næstkomandi. Þetta kemur fram á vefsíðu saksóknara Alþingis. Eins og kunnugt er liggur þó ekki ljóst fyrir hvort málinu muni ljúka fyrir dómstólum því að fyrir þinginu liggur fyrir tillaga Bjarna Benediktssonar, formanns Sjálfstæðisflokksins, um að fella málshöfðunina niður. Alls óvíst er hver afdrif þess þingmáls verða. 7.2.2012 10:33
Byrjað að reisa uppblásnu íþróttahöllina í Hveragerði Framkvæmdir eru nú hafnar við nýju Hamarshöllina í Hveragerði, fyrsta uppblásna íþróttahúsið á Íslandi. Húsið verður tekið í notkun á Blómstrandi dögum í ágúst í sumar samkvæmt Fréttablaði Suðurlands.Keppnir eru leyfðar í húsinu sem er hannað fyrir 300 áhorfendur. 7.2.2012 09:46
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs vegna Rosabaugs Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni hófst rúmlega níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir stefndi fyrrverandi dómsmálaráðherranum í september á síðasta ári fyrir meiðyrði sem birtust í bók Björns, Rosabaugur. 7.2.2012 09:25
Vinnuferðir en ekki boðsferðir „Starfsmennirnir sem fóru í þessar ferðir – þeir voru ekki að þiggja neitt boð. Það er meginatriði og þess vegna voru þetta engar boðsferðir,“ sagði Haukur Hafsteinsson, framkvæmdastjóri LSR, í viðtali við Kastljós RÚV í gærkvöldi. 7.2.2012 09:15
Vill rannsókn á lífeyrissjóðum Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna frá árinu 1997 til 2011. 7.2.2012 09:00
Roskin hjón sluppu ómeidd úr eldsvoða Roskin hjón sluppu ómeidd út en töluvert tjón varð, þegar eldur kviknaði í einbýlishúsi við Eikjuvog í Reykjavík í gærkvöldi. 7.2.2012 07:03
Ferðakonan í Hvalfirði þakkaði Neyðarlínunni fyrir hjálpina Dönsk ferðakona, sem björgunarsveitarmenn komu til hjálpar í ofsaveðri í Hvalfirði í fyrrinótt, heimsótti starfsfólk Neyðarlínunnar í gærkvöldi og færði því körfu með góðgæti, í þakklætisskyni fyrir þátt þeirra í björguninni. 7.2.2012 07:01
Varað við stormi á öllu landinu Veðurstofan varar við stormi á öllu landinu og á flestum miðum og djúpum umhverfis landið. 7.2.2012 06:56
Framsýn vill fund um málefni Stapa-lífeyrissjóðs Stjórn og trúnaðarmannaráð Framsýnar samþykkti á fundi sínum í gærkvöldi að fara þess á leit við stjórn Stapa-lífeyrissjóðs að þegar í stað verði boðað til fulltrúaráðsfundar í sjóðnum. 7.2.2012 06:55
Kjósarhreppur hafnar hugmyndum um nýja háspennulínu Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar með öllu hugmyndum Landsnets um að leggja nýja háspennulínu frá Geithálsi í gegnum hreppinn og að Grundartanga, til að mæta aukinni orkuþörf þar. 7.2.2012 06:51
Miðaldra par gerði sig heimakomið í tómri íbúð Lögregla handtók í gærkvöldi par á miðjum aldri, sem hafði komið sér fyrir í tómri íbúð í austurborginni. 7.2.2012 06:47
Óreglumaður í haldi grunaður um morð Ungur maður kom í annarlegu ástandi á lögreglustöð í gær og átti erfitt með að gera sig skiljanlegan. Í kjölfarið fannst látin kona á heimili hans og svo virðist sem henni hafi verið ráðinn bani með hníf. Maðurinn er góðkunningi lögreglu. 7.2.2012 06:15
Brottnám PIP-púða kostar tugi milljóna Velferðarráðherra mælist til að allar konur með PIP-púða geti látið fjarlægja þá á Landspítalanum. Hópur kvenna vill nýta aðgerðina til að fá nýja púða. Gætt verður að hagsmunatengslum og enginn mun vísa á sjálfan sig, segir ráðherra. 7.2.2012 06:00
Ómar Stefáns: Við þurfum tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn "Maður finnur fyrir því að bæjarbúar vilja fara að fá niðurstöðu í þessi mál en eins og forsetinn sagði þá þurfum við smá tilfinningalegt svigrúm," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi. 6.2.2012 21:53
Íbúarnir fóru út úr brennandi húsi Eldur kom upp í húsi í Eikjuvogi í Reykjavík um klukkan hálf átta í kvöld. Þegar slökkvilið kom á staðinn voru tveir íbúar í húsinu komnir út. Slökkviliðið náði hinsvegar tökum á eldinum á skömmum tíma og hefur nú slökkt hann. Oddur Hallgrímsson, varðstjóri hjá slökkviliðinu, segir í samtali við fréttastofu að tjón sé vegna elds og reyks en unnið er að því að reykræsta húsið. Eldsupptök eru ókunn. 6.2.2012 19:57
Helgi í Góu um lífeyrissjóðina: "Bíddu, hvaða rugl er þetta?" „Það var nú gert grín að mér þegar ég var að tala um þetta, en það hefur ýmislegt komið í ljós," segir Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við sælgætisgerðina Góa. 6.2.2012 19:41
Gefa skýrslu um fundinn fræga 7. febrúar nái Landsdómsmál fram að ganga Verði ákæra á hendur Geir H. Haarde ekki felld niður fær þjóðin í fyrsta sinn frásögn fyrir dómi um hvaða upplýsingum bankastjórn Seðlabankans kom á framfæri við þrjá ráðherra í ríkisstjórninni um alvarlega stöðu íslensku bankanna sjöunda febrúar 2008. Fimmtíu og sex eru á vitnalista ákæruvaldsins í málinu en þar má finna ráðherra, bankastjóra og embættismenn. 6.2.2012 19:13
Íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði: "Þetta er bara harmleikur" „Þetta er bara harmleikur," segir íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði en karlmaður á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt konu á fertugsaldri í húsi við götuna í nótt. 6.2.2012 19:01
Nýja þyrlan hvorki með nætursjónauka né hitamyndavél Nýja leiguþyrla landhelgisgæslunnar er illa útbúin og hefur takmarkaða getu til að sinna björgunarstörfum að nóttu til. Í vélinni er hvorki nætursjónauki né hitamyndavél. 6.2.2012 18:45
Ólafur sendi nýjum forseta Finnlands kveðju frá þjóðinni Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, sendi í dag nýkjörnum forseta Finnlands, Sauli Niinistö, hamingjuóskir frá íslensku þjóðinni. Í kveðjunni minnti Ólafur Ragnar á trausta og langvarandi vináttu Finna og Íslendinga, þjóða sem báðar tilheyrðu hinni norrænu fjölskyldu. Í tilkynningu frá embættinu segir að Ólafur hafi jafnframt bent á að málefni Norðurslóða væru sameiginlegt hugðarefni þjóðanna sem hafa mundi sívaxandi þýðingu á komandi áratugum. 6.2.2012 17:50
Morð í Hafnarfirði - einn í haldi lögreglu Karl á þrítugsaldri er í haldi lögreglunnar, grunaður um manndráp samkvæmt tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu. 6.2.2012 16:44
Stal lunda og fór með hann á Lundann Um helgina var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt að uppstoppuðum lunda hafi verið stolið af skemmtistaðnum Conero. Þetta kemur fram á vefnum Eyjarfréttir.is 6.2.2012 16:24
Lilja kynnir nýtt stjórnmálaafl - hvorki til vinstri né hægri Lilja Mósesdóttir hefur formlega stofnað nýtt stjórnmálaafl en framboðið mun bjóða fram í öllum kjördæmum landsins samkvæmt tilkynningu frá Lilju. Sjálf sagði Lilja sig úr þingflokki Vinstri grænna fyrir um ári síðan ásamt Atla Gíslasyni. Síðar sögðu þau sig formlega úr flokknum sjálfum. 6.2.2012 15:32
Sýknaður af því að misnota bróðurdóttur sína - málið fyrnt Karlmaður var sýknaður af því að hafa misnotað dóttur bróðir síns ítrekað árin 1990 til 1996 þegar stúlkan var sex til þrettán ára gömul, í Héraðsdómi Vesturlands í síðustu viku. 6.2.2012 15:25
Átt þú þessa skartgripi? Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda skartgripa sem eru í hennar vörslu. Gripirnir sjást á meðfylgjandi mynd og einnig er leitað að eiganda snyrtivara sem sjást líka á myndinni. 6.2.2012 15:25
Stjórnarmeirihlutinn jókst um einn mann Stjórnarmeirihlutinn styrktist um einn mann í dag þegar Arndís Soffía Sigurðardóttir, þingmaður VG, tók sæti sem varamaður Atla Gíslasonar þingmanns á Alþingi. Ólíkt Atla, sem hefur yfirgefið þingflokk VG, styður Arndís Soffía stjórnarmeirihlutann. Því má segja að meirihlutinn hafi styrkst tímabundið um einn mann. Ríkisstjórnin verður því með 33 manna meirihluta næsta hálfa mánuðinn í stað 32 eins og venja er þegar Atli Gíslason er á þingi. 6.2.2012 14:36
Leikskólakennarar gáfu sveitarfélögum tæpar 400 þúsund Haraldur F. Gíslason, formaður Félags Leikskólakennara, afhenti í dag Halldóri Halldórssyni, formanni Sambands sveitarfélaga, risaávísun að andvirði 363 þúsund krónur. Peningurinn er afrakstur söfnunar sem leikskólakennarar efndu til með styrktartónleikum fyrir sveitarfélögin vegna kjarabaráttu sinnar. Ávísunin er afhent í tilefni þess að í dag er Dagur leikskólans. 6.2.2012 14:14
Jón tapaði fyrir Persónuvernd - þarf að greiða 100 þúsund í málskostnað Máli Jóns Magnússonar, hæstaréttarlögmanns og fyrrverandi þingmanns, gegn Persónuvernd var vísað frá Héraðsdómi Reykjavíkur í dag. Ástæðan var sú að Jón gat ekki sýnt fram á að hann ætti lögvarðra hagsmuna að gæta í málinu. 6.2.2012 14:09
Sjá gjaldtöku ekki sem lausn "Þetta er ekki lausn á málinu og við höfum ekki hugsað út í þetta á þennan hátt," segir Gunnar Stefánsson, sviðsstjóri björgunar- og slysavarnarsviðs hjá Slysavarnarfélaginu Landsbjörg, um hugmyndir Ólínu Þorvarðardóttur vegna tryggingamála í tengslum við bíla sem sitja fastir í snjósköflum og ófæru. 6.2.2012 13:44
Tvö fyrirtæki nota Skráargatið Að minnsta kosti tvö matvælafyrirtæki hér á landi hafa ákveðið að taka upp hollustumerkið Skráargatið á völdum vörum. Þó er ekki búið að innleiða merkið formlega hér á landi. 6.2.2012 14:00
Segir fráleitt að AGS hafi lagt til lokun menningarstofnana Franek Rozwadowski fastafulltrúi Alþjóðagjaldeyrissjóðsins á Íslandi vísar því alfarið á bug að sjóðurinn hafi á sínum tíma gert tillögu um að loka ríkisreknum menningarstofnunum í sparnaðarskyni. 6.2.2012 12:19
Réttað yfir fyrrverandi garðyrkjustjóra Orkuveitunnar Aðalmeðferð stendur nú yfir í máli Kristins H. Þorsteinssonar, fyrrverandi garðyrkjustjóra hjá Orkuveitu Reykjavíkur, sem var ákærður af sérstökum saksóknara fyrir fjárdrátt. 6.2.2012 11:59
Svaf fyrir framan Ráðhúsið í Þorlákshöfn - vildi spara pening Lögreglan á Selfossi sinnti heldur sérkennilegu útkalli í nótt. Þeim barst tilkynning um mann með svefnpoka sem væri að leggja sig til við Ráðhúsið í Þorlákshöfn. 6.2.2012 11:44
Þyrlan farin í loftið - veður frekar slæmt Þyrla Landhelgisgæslunnar er farinn í loftið til þess að sækja breskan ferðmann sem slasaðist á göngu sinni frá Laugafelli suður í Nýjadal eða Sprengisandsleið eins og gönguleiðin er að jafnan kölluð. 6.2.2012 11:36
Elísabet hefur verið sextíu ár í hásætinu Sextíu ár eru liðin í dag frá því Elísabet Englandsdrottning tók við bresku krúnunni við andlát föður hennar. Í tilefni dagsins sendi hún frá sér yfirlýsingu þar sem hún segist vilja þjóna þjóð sinni áfram. Áfanganum verður fagnað með margvíslegum hætti út þetta ár og hyggur drottningin á mikil ferðalög um breska samveldið til að hitta sem flesta þegna sína. 6.2.2012 11:19
Hugsanlegt að björgunarsveitir taki gjald fyrir aðstoð í ófærð Ólína Þorvarðardóttir alþingismaður og björgunarsveitamaður segir að Slysavarnafélagið Landsbjörg verði að fara að íhuga hvort skynsamlegt yrði að taka gjald fyrir þjónustu sem veitt er þegar bílar eru dregnir út úr snjósköflum og ófærum. Fréttablaðið greinir frá því í dag að björgunarsveitir beri ábyrgð á skemmdum sem verða við þessar aðstæður. Sveitirnar þurfi að borga á annað hundrað þúsund krónur fyrir hvern bíl sem skemmist, ákveði eigandi bílsins að sækja rétt sinn til tryggingarfélagsins. 6.2.2012 11:02
Sækja slasaðan ferðamann á hálendið - þyrla gæslunnar ræst út Lögreglan á Húsavík fékk tilkynningu í morgun um slasaðan ferðamann frá Bretlandi. Hann var að ganga frá Laugafelli suður í Nýjadal samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni og er einn á ferð. 6.2.2012 10:50
Madonna gerði allt vitlaust á Super Bowl Super Bowl leikurinn fór fram í nótt en þar er um að ræða einn stærsta íþróttaviðburð sem fram fer í Bandaríkjunum ár hvert. Tónlistaratriðin í hálfleik eru yfirleitt í glæsilegri kantinum og í gegnum tíðina hafa flestar skærustu poppstjörnur heims komið fram á leiknum. 6.2.2012 10:02
Veðrið kom niður á stundvísinni Þrjár af hverjum fjórum flugferðum Icelandair til og frá landinu voru á réttum tíma á seinni hluta janúarmánaðar. Hjá Iceland Express var hlutfallið 57 prósent. Í mínútum talið voru tafir lengri nú að meðaltali en undanfarin tímabil og munar þar mestu um að öllu morgunflugi frá Keflavíkurflugvelli var seinkað fram yfir hádegi þann 26. janúar. 6.2.2012 09:31
Rannsaka færi á nýtingu sjávarorku Fjármagn verður sett í rannsóknir á umfangi og nýtingarmöguleikum sjávarorku á Íslandi, verði þingsályktunartillaga sem lögð var fram á föstudag samþykkt. Tuttugu og einn þingmaður í öllum flokkum standa að tillögunni og verður því að teljast líklegt að hún verði samþykkt. 6.2.2012 07:00
Meirihlutaviðræður halda áfram í Kópavogi Fulltrúar Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Kópavogslistans ætla að halda áfram meirihlutaviðræðum í dag, eftir fundahöld í gær. 6.2.2012 06:58