Innlent

Kjósarhreppur hafnar hugmyndum um nýja háspennulínu

Hreppsnefnd Kjósarhrepps hafnar með öllu hugmyndum Landsnets um að leggja nýja háspennulínu frá Geithálsi í gegnum hreppinn og að Grundartanga, til að mæta aukinni orkuþörf þar.

Í bókun hreppsnefndar segir að línan, sem á að liggja samsíða núverandi línu auki helgunarsvæði og að hreppsnefndin sé alfarið á móti aukinni mengandi iðnaðaruppbyggingu í Hvalfirðinum.

Hreppsnefndin telur að starfssemin á Grundartanga hafi þegar valdið íbúum og fasteignaeigendum í Kjósarhreppi ómældu tjóni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×