Innlent

Ómar Stefáns: Við þurfum tilfinningalegt svigrúm eins og forsetinn

"Maður finnur fyrir því að bæjarbúar vilja fara að fá niðurstöðu í þessi mál en eins og forsetinn sagði þá þurfum við smá tilfinningalegt svigrúm," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
"Maður finnur fyrir því að bæjarbúar vilja fara að fá niðurstöðu í þessi mál en eins og forsetinn sagði þá þurfum við smá tilfinningalegt svigrúm," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.
„Maður finnur fyrir því að bæjarbúar vilja fara að fá niðurstöðu í þessi mál en eins og forsetinn sagði þá þurfum við smá tilfinningalegt svigrúm," segir Ómar Stefánsson, bæjarfulltrúi Framsóknarflokksins í Kópavogi.

Viðræður hafa staðið yfir síðustu daga á milli Sjálfstæðisflokks, Framsóknarflokks og Y-lista Kópavogsbúa síðustu daga. Fulltrúar flokkanna funduðu í hádeginu í dag og töluðu saman fyrr í kvöld. Gert er ráð fyrir að fundað verði aftur á morgun.

„Þetta mjakast hægt og rólega í rétta átt, þetta er allt tekið jöfnum höndum," segir Ómar í samtali við Vísi. Hann segir að þær kröfur sem Framsóknarflokkurinn geri í viðræðunum séu að finna í stefnuskrá flokksins. „Þau eru númer eitt, tvö og þrjú."

Hann vill ekki tjá sig um það hvort að það komi til greina að Guðrúnu Pálsdóttir, bæjarstjóri, verði áfram í stóli bæjarstjóra. „Það eru bara hlutir sem við erum að ræða."

Þá segir hann að líklegt sé að viðræðunum ljúki á næstu dögum. „Jú, ég geri fastlega ráð fyrir því að þessu fari að ljúka fyrr eða seinna. Þetta er ekki búið í mínum huga fyrr en það er búið að stimpla málefnasamninginn," segir hann.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×