Innlent

Átt þú þessa skartgripi?

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu leitar nú eigenda skartgripa sem eru í hennar vörslu. Gripirnir sjást á meðfylgjandi mynd og einnig er leitað að eiganda snyrtivara sem sjást líka á myndinni.

Nánari upplýsingar eru veittar á lögreglustöðinni á Krókhálsi 5a í Reykjavík í síma 444-1190 á skrifstofutíma en einnig má hafa samband á netfangið abending@lrh.is Óskað verður eftir staðfestingu á eignarhaldi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×