Innlent

Stal lunda og fór með hann á Lundann

Lundar í Vestmannaeyjum.
Lundar í Vestmannaeyjum. Mynd / Heiða Helgadóttir
Um helgina var lögreglunni í Vestmannaeyjum tilkynnt að uppstoppuðum lunda hafi verið stolið af skemmtistaðnum Conero. Þetta kemur fram á vefnum Eyjarfréttir.is

Þar kemur fram að lögreglan hafi vitað hver var þar að verki og fóru lögregluþjónarnir því á stúfana og höfðu uppi á manninum á skemmtistaðnum Lundanum, þar sem hann reyndist vera með lundann.

Lundinn, það er að segja sá uppstoppaði, hafði eitthvað skemmst í flutningunum en maðurinn kvaðst tilbúinn að bæta tjónið. Hægt er að nálgast fréttina og frekari fréttir af lögreglustörfum í Vestmannaeyjum, hér.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×