Innlent

Miðaldra par gerði sig heimakomið í tómri íbúð

Lögregla handtók í gærkvöldi par á miðjum aldri, sem hafði komið sér fyrir í tómri íbúð í austurborginni.

Þegar eigandi íbúðarinnar frétti af því bað hann lögreglu að fjarlægja fólkið. Kom þá í ljós að töluvert af þýfi var í íbúðinni, meðal annars tölvubúnaður.

Parið mun áður hafa komist í kast við lögin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×