Innlent

Byrjað að reisa uppblásnu íþróttahöllina í Hveragerði

Samskonar íþróttahöll og á að rísa í Hveragerði. Húsnæðið hefur gefið góða raun víða.
Samskonar íþróttahöll og á að rísa í Hveragerði. Húsnæðið hefur gefið góða raun víða.
Framkvæmdir eru nú hafnar við nýju Hamarshöllina í Hveragerði, fyrsta uppblásna íþróttahúsið á Íslandi. Húsið verður tekið í notkun á Blómstrandi dögum í ágúst í sumar samkvæmt Fréttablaði Suðurlands.Keppnir eru leyfðar í húsinu sem er hannað fyrir 300 áhorfendur.

Hamarshöllin verður fjölnota íþróttahöll sem hýsir gervigrasvöll og fjölnota íþróttagólf í fullri stærð. Stærð íþróttahallarinnar er um 5000 fermetrar. Íþróttahöllin er upphituð úr tvöföldum dúk sem er borinn uppi af innri loftþrýstingi og loftþrýstingi á milli ytra og innra lags í útveggjum og þaki. Áætlaður kostnaður við húsið er um 230 milljónir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×