Innlent

Roskin hjón sluppu ómeidd úr eldsvoða

Roskin hjón sluppu ómeidd út en töluvert tjón varð, þegar eldur kviknaði í einbýlishúsi við Eikjuvog í Reykjavík í gærkvöldi.

Eldurinn kviknaði í einu herbergi og tókst hjónunum að loka því áður en þau forðuðu sér út, og þar með tókst þeim að koma í veg fyrir að eldurinn dreifði sér meira en ella.

Slökkvistarf gekk vel, en miklar skemmdir urðu af eldi og reyk. Eldsupptök eru ókunn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×