Innlent

Helgi í Góu um lífeyrissjóðina: "Bíddu, hvaða rugl er þetta?"

Helgi Vilhjálmsson var í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag.
Helgi Vilhjálmsson var í viðtali við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag.
„Það var nú gert grín að mér þegar ég var að tala um þetta, en það hefur ýmislegt komið í ljós," segir Helgi Vilhjálmsson, oft kenndur við sælgætisgerðina Góa.

Í samtali við þáttinn Reykjavík síðdegis í dag sagði Helgi að um næstu mánaðarmót myndi hann ekki senda peninga til lífeyrissjóðanna fyrr en búið væri að taka málefni þeirra í gegn. „Ég vil láta það í loftið og vita hvað margir hringja inn til ykkar og vilja taka þátt í þessu. Við getum ekki verið að senda mönnum peninga og svo láta þeir vini sína fá þá. Hvernig stendur á því að mér sé ekki boðið lán?"

„Ég held að við verðum að hittast við hringborðið, þetta er orðið tóm vitleysa ef nokkrir menn geta haft alla þessa milljarða og lánað vinum sínum sem hafa engin veð. Bíddu, hvaða rugl er þetta? Við erum ekki tala um smá peninga," sagði Helgi.

Hægt er að hlusta á viðtalið við Helga í Góu með því að smella á hlekkinn hér að ofan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×