Innlent

Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs vegna Rosabaugs

Jón Ásgeir Jóhannesson og Björn Bjarnason.
Jón Ásgeir Jóhannesson og Björn Bjarnason.
Aðalmeðferð í meiðyrðamáli Jóns Ásgeirs Jóhannessonar gegn Birni Bjarnasyni hófst rúmlega níu í morgun í Héraðsdómi Reykjavíkur. Jón Ásgeir stefndi fyrrverandi dómsmálaráðherranum í september á síðasta ári fyrir meiðyrði sem birtust í bók Björns, Rosabaugur.

Björn hefur reyndar þegar leiðrétt þær rangfærslur sem finna mátti í fyrstu prentun bókarinnar, en meðal ummæla sem Jón Ásgeir stefnir fyrir, eru ásakanir um að Jón hafi verið dæmdur fyrir fjárdrátt í Baugsmálinu svokallaða.

Sannleikurinn er sá að hann var dæmdur fyrir bókhaldsbrot.

Björn baðst afsökunar á rangfærslum sem finna mátti í bókinni á bloggi sínu auk þess sem þær voru leiðréttar í seinni prentun bókarinnar. Jón Ásgeir fer fram á ómerkingu ummælanna og svo krefst hann einnar milljónar króna í skaðabætur.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×