Innlent

Vill rannsókn á lífeyrissjóðum

eygló harðardóttir
eygló harðardóttir
Eygló Harðardóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, mun á næstunni leggja fram þingsályktunartillögu um að Alþingi skipi rannsóknarnefnd til að rannsaka starfsemi lífeyrissjóðanna frá árinu 1997 til 2011.

Í þingsályktun Alþingis um viðbrögð við skýrslu rannsóknarnefndar þingsins var ályktað um að sjálfstæð og óháð rannsókn á starfsemi lífeyrissjóða skyldi fara fram. Þingsályktunartillaga Eyglóar er því í samræmi við þá ályktun. Eygló segir að við afgreiðsluna hafi legið fyrir að Landssamtök lífeyrissjóða hygðust setja af stað sjálfstæða úttekt. „Ég byggði mína afstöðu meðal annars á því að nefnd Landssamtaka lífeyrissjóðanna gæti aldrei haft sömu valdheimildir og rannsókn á vegum Alþingis." Eftirlitsstofnanir hafi getað borið fyrir sig þagnarskyldu, ekki hafi verið hægt að kveða fólk til skýrslutöku eða gera rannsóknir á starfsstöðum.

Samkvæmt tillögunni á rannsóknarnefnd að varpa sem skýrustu ljósi á starfsemi lífeyrissjóðanna á tímabilinu og bera saman umhverfi íslenska lífeyrissjóðakerfisins við það sem tíðkast í nágrannalöndunum. Þá eigi hún að leggja mat á ábyrgð og aðkomu stjórnsýsluaðila og einstakra ráðherra.- þeb




Fleiri fréttir

Sjá meira


×