Innlent

Íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði: „Þetta er bara harmleikur"

Við Skúlaskeið í Hafnarfirði þar sem konan fannst látin í dag. Maður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu.
Við Skúlaskeið í Hafnarfirði þar sem konan fannst látin í dag. Maður á þrítugsaldri er í haldi lögreglu. mynd/Anton

„Þetta er bara harmleikur," segir íbúi við Skúlaskeið í Hafnarfirði en karlmaður á þrítugsaldri er nú í haldi lögreglu grunaður um að hafa myrt konu á fertugsaldri í húsi við götuna í nótt.

Maðurinn kom sjálfur á lögreglustöðina í Hafnarfirði í morgun og greindi frá atviki sem hafði átt sér stað á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn og fórnarlambið þekktust og var konan gestkomandi á heimili hans við Skúlaskeið. Maðurinn var í annarlegu ástandi þegar hann kom á lögreglustöðina í morgun en hefur áður komið við sögu lögreglunnar.

Enginn er skráður til heimilis í húsinu en íbúi í götunni sagði við í samtali við fréttastofu að þar byggju feðgar og sonurinn ætti sér sögu um nokkurra fíkniefnaneyslu, en það er maðurinn sem er í haldi lögreglu.

Framburður mannsins var óljós en á heimili hans fannst hnífur sem er talinn vera morðvopnið.

Samkvæmt upplýsingum fréttastofu var fórnarlambið einnig í neyslu og eftir því sem fréttastofa kemst næst er talið að konan hafi verið myrt í nótt.

Lögreglan vildi ekki staðfesta að maðurinn hefði játað á sig verknaðinn. Lögreglan gekk snarlega til verks á vettvangi og var tæknideild hennar búin að ljúka störfum um klukkan fimm í dag.

Hnífurinn, sem er talinn vera morðvopnið verður nú sendur í lífsýnarannsókn. Þá verða teknar skýrslur af þeim sem þekktu hinn grunaða og konuna.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×