Dæmd til þess að greiða átta milljónir vegna dularfullra smelluhljóða 22. desember 2011 13:10 Hafnarfjörður. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans. Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans.
Mest lesið Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Innlent Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Innlent Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Lögregla rannsakar alvarlegt slys í Lágafellslaug Innlent Fleiri fréttir Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Þinglokasamningur í höfn Þingfundi slitið eftir ítrekaðar frestanir og snörp orðaskipti Eldfimt ástand á þingi, árásir á fangaverði og full ungmenni á víðavangi Segir enga sérstaka ástæðu fyrir áhuga á 71. greininni Minnisblað Flokks fólksins: „Við þurfum að fá svar við þessu“ Þingfundur hafinn eftir ítrekaðar frestanir Dettifoss nálgast endamarkið Þurfi að taka á þeim sem telji sig geta keypt líkama annarra Hríðskotabyssa í poka kom Íslendingi á lista CIA Nafn mannsins sem lést í mótorhjólaslysinu Vonar að minnihlutinn sýni ábyrgð svo ekki þurfi að beita ákvæðinu aftur Telja jákvæðu skrefin of fá Sjálfvirk bílaþvottastöð opnuð á Selfossi Alvarlega særður eftir hnífstunguárás Mennirnir enn í haldi lögreglu Staðan á Alþingi og refsilaus vændiskaup Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Sjá meira