Dæmd til þess að greiða átta milljónir vegna dularfullra smelluhljóða 22. desember 2011 13:10 Hafnarfjörður. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira