Dæmd til þess að greiða átta milljónir vegna dularfullra smelluhljóða 22. desember 2011 13:10 Hafnarfjörður. Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans. Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira
Héraðsdómur Reykjaness dæmdi í dag par til þess að greiða konu rúmar átta milljónir króna vegna galla á fasteign sem þau seldu henni árið 2007. Ástæðan var meðal annars dularfullt smelluhljóð sem var vel yfir hávaðamörkum. Konan keypti fasteignina fyrir 42 milljónir króna. Húsið er í Hafnarfirði. Nokkrum vikum eftir kaupin fór að bera á háværum smelluhljóðum. Konan lýsti því þannig að hún hefði vaknað við háværa smelli við sólarupprás. Svo dró úr hljóðunum yfir daginn, en við hitabreytingu á kvöldin, byrjuðu smellirnir að heyrast á ný, og gátu haldið áfram alveg til klukkan tvö eftir miðnætti. Dómkvaddur matsmaður skilaði undirmatsgerð árið 2008. Í matinu kom fram að fasteignin væri haldin verulegum galla. Hann tók meðal annars svo til orða að hann hefði aldrei heyrt önnur eins hljóð í nokkru húsi og að hann væri sannfærður um að hann myndi ekki treysta sér til að festa svefn við slíkar kringumstæður. Yfirmatsmenn mældu styrk smellanna með hljóðstigsmæli að að kvöldi og fram á morgun. Alls heyrðust 33 smellir. Sá háværasti mældist 57 desíbil (dB). Í reglugerð um hávaða um hollustuhætti og mengunarvarnir, kemur fram að hávaði vegna umferðar ökutækja, flugumferðar og atvinnustarfsemi sé á bilinu 25 dB til 40 dB innandyra í íbúðarhúsnæði á íbúðarsvæðum. Hvorki undir- né yfirmatsmenn treystu sér til að slá því föstu með óyggjandi hætti hver væri orsök smellanna. Mjög kostnaðarsamt væri að komast að því og óvíst að slík rannsókn skilaði árangri. Þeir komu þó með tilgátur um orsök og voru sammála um að mest bæri á smellum þegar hitabreytingar væru úti. Þá voru seljendur fasteignarinnar einnig gerðir ábyrgir fyrir leka í húsinu sem mátti rekja til lélegs frágangs við smíði þess. Var það því niðurstaða dómsins að parið væri skaðabótaskylt og þyrfti að greiða kaupandanum rétt rúmar átta milljónir króna vegna dularfullu smelluhljóðanna auk lekans.
Mest lesið Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Erlent Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Innlent Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Innlent Fönguðu háhyrninga velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Erlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Fleiri fréttir Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Sjá meira