Innlent

Bronsstytta af Steve Jobs afhjúpuð í Búdapest

Það var myndlistamaðurinn Erno Toth sem sá um hönnun styttunnar.
Það var myndlistamaðurinn Erno Toth sem sá um hönnun styttunnar. mynd/AP
Ungverskt hugbúnaðarfyrirtæki hefur reist bronsstyttu af Steve Jobs, stofnanda og fyrrverandi stjórnarformanns Apple.

Styttan var afhjúpuð í dag og er til sýnis við skrifstofur fyrirtækisins Graphisoft í Búdapest.

Talsmenn Graphisoft segja að Jobs hafi aðstoðað fyrirtækið við að dreifa hugbúnaði sínum. Fyrirtækið sérhæfir sig í þróun hugbúnaðar fyrir arkitekta og hefur á síðustu árum notið mikilla vinsælda.

Jobs lést í október á þessu ári eftir erfiða baráttu við krabbamein í brisi.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×