Innlent

Soberriders bjóða upp á andskötusúpu

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Það verður nóg um að vera á Laugaveginum á Þorláksmessu.
Það verður nóg um að vera á Laugaveginum á Þorláksmessu.
Vélhjólasamtökin Soberriders munu bjóða upp á andskötusúpu fyrir framan Landsbankannn á Laugavegi á milli klukkan fjögur og niu á morgun. Eins og heitið á réttinum gefur til kynna er þarna um að ræða fiskisúpu sem er ekki unnin úr skötu. Friðþjófur Johnson, einn af Soberriders, segir að þetta sé í fjórða sinn sem þetta er gert á þorláksmessu. Súpan er ókeypis en frjálsum framlögum er safnað og renna þau alltaf til góðra málefna.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×