Innlent

Hnetusteikin nýtur sívaxandi vinsælda

Starfskona á Gló heldur á hnetusteik. Elías Guðmundsson, veitingamaður á staðnum, segir hnetusteik sífellt verða vinsælli.
Starfskona á Gló heldur á hnetusteik. Elías Guðmundsson, veitingamaður á staðnum, segir hnetusteik sífellt verða vinsælli. Fréttablaðið/Anton
Nýr hátíðarréttur hefur rutt sér til rúms meðal landsmanna, en það er svokölluð hnetusteik, sem unnin er úr margs konar grænmeti og auðvitað hnetum.

„Það hefur lengi tíðkast að fólk komi og kaupi sér hnetusteik fyrir jólin og það hefur aukist mikið síðustu ár,“ segir Elías Guðmundsson, sem rekur veitingastaðinn Gló.

Elías segir hnetusteikina einungis vera á boðstólum um jól og páska og því hafi verið mikið í lagt.

„Hún hefur verið að þróast hjá okkur og eftirspurnin hefur aukist mikið. Grænmetisfólk hefur alltaf sótt mikið í þetta og því er alltaf að fjölga, en þeir eru líka margir sem eru orðnir leiðir á öllu kjötátinu um hátíðarnar. Þeim finnst gott að hafa hollari valkost með, en svo er þetta líka rosalega gott.“

Allir heilsuveitingastaðir bjóða nú upp á hnetusteik fyrir jólin og stefnir víða í hnetujól. - þj




Fleiri fréttir

Sjá meira


×