Innlent

Rannsókn lýkur varla fyrir jól

Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Egill Einarsson, betur þekktur sem Gillzenegger.
Ólíklegt er að lögreglan á höfuðborgarsvæðinu muni ljúka rannsókn sinni á máli þar sem átján ára stúlka hefur kært Egil Einarsson og unnustu hans fyrir nauðgun fyrir jól, að sögn Björgvins Björgvinssonar, yfirmanns kynferðisbrotadeildar lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

Hin meinta nauðgun er sögð hafa átt sér stað á heimili Egils aðfaranótt föstudagsins 25. nóvember, eftir gleðskap sem fólkið hafði sótt. Málið var kært til lögreglu 1. desember. Hin kærðu og stúlkan hafa gefið skýrslur hjá lögreglu, auk þess sem vitni hafa verið yfirheyrð, þar á meðal leigubílstjóri sem ók fólkinu að heimili Egils þetta kvöld.

- jss




Fleiri fréttir

Sjá meira


×