Lögreglustjórinn vill ekki símhleranir til lögreglunnar 23. desember 2011 05:00 Lögreglustjórinn Stefán Eiriksson telur óeðlilegt að lögreglan sjái um alla framkvæmd símhlerunar. Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnar þeirri hugmynd að framkvæmd símhlerana vegna rannsókna sakamála verði alfarið flutt til lögreglunnar. Innanríkisráðherra segir málið tekið til athugunar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki telja það eðlilegt að öll framkvæmd símhlerana vegna rannsókna sakamála sé færð frá fjarskiptafyrirtækjunum til lögreglu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er hlynntur því að framkvæmdin sé flutt frá símafyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans hf., hefði komið þeirri ósk á framfæri við innanríkisráðuneytið og Póst- og símamálastofnun að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna yrðu losaðir undan því að annast tengingar þegar símhlerunum er beitt við brotarannsóknir. Lögregla tæki við þeirri framkvæmd. „Mér líst mjög vel á tillögur þess efnis að það séu ekki fyrirtæki úti í bæ sem sinni þessu mikilvæga en viðkvæma verkefni við rannsóknir sakamála,“ segir Stefán. „En ég tel eðlilegt að einhver annar opinber aðili en lögregla annist þessar tengingar. Það er ekki eðlilegt að lögreglan afli úrskurða og sjái um framkvæmdina frá upphafi til enda. Þá þyrfti að efla og bæta eftirlitið með þessari starfsemi til muna til þess að um þetta ríki það traust sem nauðsynlegt er að sé til staðar.“ Spurður hvaða kosti aðra hann sjái fyrir sér í stöðunni bendir Stefán á að Póst- og fjarskiptastofnun sé ríkisstofnun og geti þá borið ábyrgð á framkvæmdinni og eftir atvikum falið einhverjum innan vébanda ríkisins að annast tengingarnar. „Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg ósk og nokkuð sem við hljótum að taka til athugunar,“ segir Ögmundur. „Þetta var eitt af því sem menn horfðu til þegar Síminn var markaðsvæddur á sínum tíma, að ýmsar kvaðir væru fyrir hendi sem fylgdu með fyrirtæki á borð við Landsímann, og ein af þeim var þetta. Lögreglan hefur lengi lýst áhyggjum af þessu og sagt að þarna væri brotalöm sem þyrfti að lagfæra.“ Ögmundur undirstrikar að mjög mikilvægt sé að með öllu sem snúi að símhlerunum og hvers kyns eftirliti með borgurum landsins sé mjög strangt aðhald og eftirlit og um það gildi mjög skýrar reglur. „Það er ábyrgt af hálfu Símans að vilja taka þetta mál upp. Næsta skref verður einfaldlega að kalla að viðræðuborði alla þá sem hafa þessi mál með höndum hjá Póst- og fjarskiptastofnun, fjarskiptafyrirtækjunum og lögreglu.“ jss@frettabladid.is Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira
Lögreglustjórinn á höfuðborgarsvæðinu hafnar þeirri hugmynd að framkvæmd símhlerana vegna rannsókna sakamála verði alfarið flutt til lögreglunnar. Innanríkisráðherra segir málið tekið til athugunar. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuðborgarsvæðinu, kveðst ekki telja það eðlilegt að öll framkvæmd símhlerana vegna rannsókna sakamála sé færð frá fjarskiptafyrirtækjunum til lögreglu. Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra er hlynntur því að framkvæmdin sé flutt frá símafyrirtækjunum. Fréttablaðið greindi frá því í gær að Sævar Freyr Þráinsson, forstjóri Símans hf., hefði komið þeirri ósk á framfæri við innanríkisráðuneytið og Póst- og símamálastofnun að starfsmenn fjarskiptafyrirtækjanna yrðu losaðir undan því að annast tengingar þegar símhlerunum er beitt við brotarannsóknir. Lögregla tæki við þeirri framkvæmd. „Mér líst mjög vel á tillögur þess efnis að það séu ekki fyrirtæki úti í bæ sem sinni þessu mikilvæga en viðkvæma verkefni við rannsóknir sakamála,“ segir Stefán. „En ég tel eðlilegt að einhver annar opinber aðili en lögregla annist þessar tengingar. Það er ekki eðlilegt að lögreglan afli úrskurða og sjái um framkvæmdina frá upphafi til enda. Þá þyrfti að efla og bæta eftirlitið með þessari starfsemi til muna til þess að um þetta ríki það traust sem nauðsynlegt er að sé til staðar.“ Spurður hvaða kosti aðra hann sjái fyrir sér í stöðunni bendir Stefán á að Póst- og fjarskiptastofnun sé ríkisstofnun og geti þá borið ábyrgð á framkvæmdinni og eftir atvikum falið einhverjum innan vébanda ríkisins að annast tengingarnar. „Mér finnst þetta fullkomlega eðlileg ósk og nokkuð sem við hljótum að taka til athugunar,“ segir Ögmundur. „Þetta var eitt af því sem menn horfðu til þegar Síminn var markaðsvæddur á sínum tíma, að ýmsar kvaðir væru fyrir hendi sem fylgdu með fyrirtæki á borð við Landsímann, og ein af þeim var þetta. Lögreglan hefur lengi lýst áhyggjum af þessu og sagt að þarna væri brotalöm sem þyrfti að lagfæra.“ Ögmundur undirstrikar að mjög mikilvægt sé að með öllu sem snúi að símhlerunum og hvers kyns eftirliti með borgurum landsins sé mjög strangt aðhald og eftirlit og um það gildi mjög skýrar reglur. „Það er ábyrgt af hálfu Símans að vilja taka þetta mál upp. Næsta skref verður einfaldlega að kalla að viðræðuborði alla þá sem hafa þessi mál með höndum hjá Póst- og fjarskiptastofnun, fjarskiptafyrirtækjunum og lögreglu.“ jss@frettabladid.is
Mest lesið Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Innlent Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Innlent Segist vilja komast til himna Erlent Ísland frumstætt samanborið við Noreg Innlent Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Innlent „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Innlent Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór Innlent Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Innlent Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Innlent Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Erlent Fleiri fréttir Slökktu eld í íbúð í fjölbýlishúsi í Breiðholti Mannleg mistök leiddu til birtingar draga í stað lokaútgáfu Einn hugðist bera sig og ber að ofan öskraði Ísland frumstætt samanborið við Noreg Færa vinsæla útitónleika yfir á sunnudag: „Ég ætla ekki bara að dæma ungmennin“ Kinnhestur frá Ingvari E. Sigurðssyni í tilefni af nýjum bjór „Á farsælum þrettán ára ferli hef ég bara heyrt af þessu tvívegis“ Ekkert bendi til tengsla milli bankastuldsins og Gufunesmálsins Tilkynnt um par að slást Norskir kafarar og dularfullur hraðbankaþjófnaður Líkið ekki innan um aðra sjúklinga Norsku kafararnir mættir í Haukadalsá Ekki allt sem sýnist varðandi launin Húsleit á heimili þekkts brotamanns Hraðari aflögun í Krýsuvík en áður Þess sem stýrir rannsókn að ákveða lengd símabanns fanga Fordæmisgefandi fyrir Ísland hvernig haldið verði á málum Úkraínu Sóttu skipverja á rússnesku skipi langt út á sjó og svo beint í Hrafntinnusker Kanna starfshætti, verklag og aðstæður Vöknuðu með rottu upp í rúmi Töldu mann ætla að nota riffil með hljóðdeyfi í Gufunesmálinu Notuðu gröfu til að brjótast inn í hraðbanka Flösku með bensíni kastað í hús í Hafnarfirði Strætó hættir að bíða svo fólk þurfi ekki að bíða Lík hafi legið í námunda við aðra um klukkustundaskeið „Réttu spilin og réttu vopnin“ „Það er hetja á Múlaborg“ Hringir daglega í brotaþola og lykilvitni Faðir á Múlaborg í áfalli, leiðtogafundur í Washington og símtöl sakbornings Stjórnvöld þurfi að bregðast við veðmálavandanum Sjá meira