Hjálparsíminn og athvörf Rauða krossins opin yfir hátíðirnar 22. desember 2011 14:28 Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðirnar. Svarað er í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring en um eitthundrað vel þjálfaðir sjálfboðaliðar, margir í námi í félagsráðgjöf og sálfræði í Háskóla Íslands sjá um að vakta Hjálparsímann. Í hjálparsíma Rauða krossins 1717 er fólki veittur stuðningur til að mynda vegna þunglyndis, kvíða, fjármálaáhyggja, vanlíðunar eða einsemdar. Þar eru einnig veittar upplýsingar um samfélagsleg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og opnunartíma ýmissa athvarfa. Á liðnum árum hafa borist um 200 hringingar frá Þorláksmessu fram á annan í jólum, og svipaður fjöldi á gamlárs- og nýársdag. Þeir sem hringja inn er afar þakklátir fyrir að geta rætt við einhvern um sín mál því þessi tími árs reynist mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem eru einir um jólin. Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, Eskihlíð 4, verður opið allan sólarhringinn yfir hátíðirnar. Þar verður hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld og konurnar fá gjafir frá velunnurum. Flíkur, bækur, konfekt og snyrtivörur leynast í pökkunum. Í Konukoti leggjast allir í hreina hvílu með góða bók að lesa. Á virkum dögum á milli jóla og nýárs er Konukot opið frá 17:00 til hádegis daginn eftir. Vin, athvarf fyrr fólk með geðraskanir, Hverfisgötu 47, býður upp á jólakaffi frá 14:00-17:00 á annan í jólum. Í Vin verður annars lokað yfir jólahátíðina, þann 27. desember og á gamlársdag, en annars er opið samkvæmt venju á milli jóla og nýárs. Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, Reynihvammi 43 í Kópavogi, verður opið frá 09:30-15:30 virka daga á milli jóla og nýárs. Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, verður opið alla virka daga frá 11:00-15:00. Tveir sendifulltrúar Rauða krossins verða að störfum á vettvangi yfir jólin, Það eru þær Áslaug Arnoldsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingar, sem báðar starfa í Írak. Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Einmana fólk sem sumt á engan að hringir mikið í Hjálparsíma Rauða krossins 1717 yfir hátíðirnar. Svarað er í símann allan sólarhringinn, allan ársins hring en um eitthundrað vel þjálfaðir sjálfboðaliðar, margir í námi í félagsráðgjöf og sálfræði í Háskóla Íslands sjá um að vakta Hjálparsímann. Í hjálparsíma Rauða krossins 1717 er fólki veittur stuðningur til að mynda vegna þunglyndis, kvíða, fjármálaáhyggja, vanlíðunar eða einsemdar. Þar eru einnig veittar upplýsingar um samfélagsleg úrræði, matarúthlutanir, ókeypis hátíðarmálsverði og opnunartíma ýmissa athvarfa. Á liðnum árum hafa borist um 200 hringingar frá Þorláksmessu fram á annan í jólum, og svipaður fjöldi á gamlárs- og nýársdag. Þeir sem hringja inn er afar þakklátir fyrir að geta rætt við einhvern um sín mál því þessi tími árs reynist mörgum erfiður, sérstaklega þeim sem eru einir um jólin. Konukot, athvarf fyrir heimilislausar konur, Eskihlíð 4, verður opið allan sólarhringinn yfir hátíðirnar. Þar verður hátíðarkvöldverður á aðfangadagskvöld og konurnar fá gjafir frá velunnurum. Flíkur, bækur, konfekt og snyrtivörur leynast í pökkunum. Í Konukoti leggjast allir í hreina hvílu með góða bók að lesa. Á virkum dögum á milli jóla og nýárs er Konukot opið frá 17:00 til hádegis daginn eftir. Vin, athvarf fyrr fólk með geðraskanir, Hverfisgötu 47, býður upp á jólakaffi frá 14:00-17:00 á annan í jólum. Í Vin verður annars lokað yfir jólahátíðina, þann 27. desember og á gamlársdag, en annars er opið samkvæmt venju á milli jóla og nýárs. Dvöl, athvarf fyrir geðfatlaða, Reynihvammi 43 í Kópavogi, verður opið frá 09:30-15:30 virka daga á milli jóla og nýárs. Rauðakrosshúsið í Kópavogi, Hamraborg 11, verður opið alla virka daga frá 11:00-15:00. Tveir sendifulltrúar Rauða krossins verða að störfum á vettvangi yfir jólin, Það eru þær Áslaug Arnoldsdóttir og Hólmfríður Garðarsdóttir, hjúkrunarfræðingar, sem báðar starfa í Írak.
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Minnst fimmtán særðir eftir hnífa- og efnaárás í Japan Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira