Innlent

Tæplega þrjú þúsund njóta góðs af Hjálparstarfi kirkjunnar

Um þúsund umsóknir hafa verið afgreiddar hjá kirkjunni. Þeir hafa fengið matarkort Arion banka.
Um þúsund umsóknir hafa verið afgreiddar hjá kirkjunni. Þeir hafa fengið matarkort Arion banka.
Um 1000 umsóknir hafa verið afgreiddar í jólaaðstoð Hjálparstarfs kirkjunnar nú í desember samkvæmt tilkynningu frá kirkjunni.

Ætla má að um 2.800 einstaklingar um allt land njóti góðs af. Markhópurinn var einstaklingar og barnafjölskyldur um allt land nema í Reykjavík, þar sem fleiri hjálparsamtök starfa, þar aðstoðuðum við barnafjölskyldur með mat.

Afhent voru ný inneignarkort í matvöruverslunum og lagt inn á eldri kort og fór upphæð eftir fjölskyldustærð og fjárhagsstöðu.

Jólaaðstoðin gekk mjög vel enda lögðu margir sjálfboðaliðar lið. Einstaklingar, fyrirtæki og samtök hafa lagt fram fjármagn til jólaaðstoðarinnar og þakkar kirkjan þann góða stuðning.

Hjálparstarfið á gott samstarf við Rauða krossinn í Reykjavík sem hefur lagt lið með fjármunum og sjálfboðaliðum. Einnig höfðu Hjálparstarfið, mæðrastyrksnefndir og Rauða kross-deildir í Reykjavík, Hafnarfirði, Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ sameiginlega skráningu umsækjenda sem skipti miklu máli til að nýta aðstoðina sem best og ná til allra sem þurfa hjálp.

Hjálparstarfið og ofangreind samtök hafa þannig afgreitt um 1.400 jólaumsóknir samtals.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×