Segir fréttaskrif í beinni úr dómsal hafa spillt málinu 22. desember 2011 09:30 Háttsettur Baldur Guðlaugsson var einn æðsti embættismaður landsins fyrir hrun. Um hann sagði Björgvin G. Sigurðsson, þá viðskiptaráðherra, að hann hefði líklega verið valdamestur allra í ríkisstjórninni. Við hlið hans er verjandinn Karl Axelsson.Fréttablaðið/gva Verjandi Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, telur að fréttaflutningur af málinu úr dómsal hafi spillt fyrir því. Hann gagnrýnir héraðsdómara harðlega í greinargerð sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt. Baldur var í apríl fundinn sekur um innherjasvik og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Niðurstaða dómsins var sú að hann hefði öðlast innherjaupplýsingar um yfirvofandi fall Landsbankans í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, og hagnýtt sér þær þegar hann seldi bréf sín í bankanum fyrir 192 milljónir skömmu fyrir bankahrun. Karl Axelsson, verjandi Baldurs, krefst þess í greinargerðinni til Hæstaréttar að málinu verði vísað frá dómi, líkt og hann gerði á fyrri stigum málsins. Til vara vill hann að dómurinn verði ómerktur og réttað verði að nýju í málinu, eða að Baldur verði sýknaður. Krafan um frávísun byggir á sömu rökum og áður; að rannsókninni hafi verið áfátt og að málið í raun verið rannsakað í tvígang, sem sé ólögmætt. Krafa Karls um ómerkingu og sýknu byggir hins vegar á því að dómur Guðjóns St. Marteinssonar sé hæpinn – og í raun arfavitlaus – á nær alla lund. Fyrir það fyrsta telur verjandinn að dómari hefði átt að nýta heimild til að hafa dóminn fjölskipaðan, enda hafi honum frá upphafi mátt „vera ljóst að um væri að ræða úrlausnarefni á flóknu sérsviði sem hann hafði enga sérstaka þekkingu á“. Þá segir í greinargerðinni að sönnunarmati dómsins sé verulega áfátt, einblínt hafi verið á vitnisburði sem komu Baldri illa en aðrir, sem renndu stoðum undir framburð Baldurs, sniðgengnir. Karl segir dómara gerast sekan um grundvallarmisskilning á þekktustu leikreglum fjármálamarkaðarins og hlutafélagaformsins með því að tiltaka að „ekki hafi staðið til að bjarga hluthöfum banka færi banki í þrot“. „Það er með ólíkindum að það vefjist fyrir héraðsdómi að hluthafar í félagi eru fyrstir til að tapa fari félag í þrot,“ segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að ónákvæmni gæti í forsendum dómsins, ýmsar ályktanir séu með ólíkindum, í dómnum séu þversagnir, þar fari fram takmarkað mat á upplýsingum og verulega skorti á rökstuðning, sem sé afar óskýr. Sumpart eru niðurstöður dómsins sagðar fráleitar, jafnvel svo mjög að þær verðskuldi ekki umfjöllun. Ómerkingarkrafan er einnig byggð á því sem áður greinir; að fjölmiðlar hafi flutt fréttir af framburði vitna jafnóðum úr dómsal, og fyrir liggi að vitni hafi lesið framburði þeirra sem á undan fóru. Það sé andstætt lögum um meðferð sakamála, þar sem segi að vitni skuli að jafnaði ekki hlýða hvort á annars framburð.stigur@frettabladid.is Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira
Verjandi Baldurs Guðlaugssonar, fyrrverandi ráðuneytisstjóra í fjármálaráðuneytinu, telur að fréttaflutningur af málinu úr dómsal hafi spillt fyrir því. Hann gagnrýnir héraðsdómara harðlega í greinargerð sem lögð hefur verið fyrir Hæstarétt. Baldur var í apríl fundinn sekur um innherjasvik og dæmdur í tveggja ára fangelsi. Niðurstaða dómsins var sú að hann hefði öðlast innherjaupplýsingar um yfirvofandi fall Landsbankans í samráðshópi þriggja ráðuneyta, Seðlabankans og Fjármálaeftirlitsins, og hagnýtt sér þær þegar hann seldi bréf sín í bankanum fyrir 192 milljónir skömmu fyrir bankahrun. Karl Axelsson, verjandi Baldurs, krefst þess í greinargerðinni til Hæstaréttar að málinu verði vísað frá dómi, líkt og hann gerði á fyrri stigum málsins. Til vara vill hann að dómurinn verði ómerktur og réttað verði að nýju í málinu, eða að Baldur verði sýknaður. Krafan um frávísun byggir á sömu rökum og áður; að rannsókninni hafi verið áfátt og að málið í raun verið rannsakað í tvígang, sem sé ólögmætt. Krafa Karls um ómerkingu og sýknu byggir hins vegar á því að dómur Guðjóns St. Marteinssonar sé hæpinn – og í raun arfavitlaus – á nær alla lund. Fyrir það fyrsta telur verjandinn að dómari hefði átt að nýta heimild til að hafa dóminn fjölskipaðan, enda hafi honum frá upphafi mátt „vera ljóst að um væri að ræða úrlausnarefni á flóknu sérsviði sem hann hafði enga sérstaka þekkingu á“. Þá segir í greinargerðinni að sönnunarmati dómsins sé verulega áfátt, einblínt hafi verið á vitnisburði sem komu Baldri illa en aðrir, sem renndu stoðum undir framburð Baldurs, sniðgengnir. Karl segir dómara gerast sekan um grundvallarmisskilning á þekktustu leikreglum fjármálamarkaðarins og hlutafélagaformsins með því að tiltaka að „ekki hafi staðið til að bjarga hluthöfum banka færi banki í þrot“. „Það er með ólíkindum að það vefjist fyrir héraðsdómi að hluthafar í félagi eru fyrstir til að tapa fari félag í þrot,“ segir í greinargerðinni. Þar segir enn fremur að ónákvæmni gæti í forsendum dómsins, ýmsar ályktanir séu með ólíkindum, í dómnum séu þversagnir, þar fari fram takmarkað mat á upplýsingum og verulega skorti á rökstuðning, sem sé afar óskýr. Sumpart eru niðurstöður dómsins sagðar fráleitar, jafnvel svo mjög að þær verðskuldi ekki umfjöllun. Ómerkingarkrafan er einnig byggð á því sem áður greinir; að fjölmiðlar hafi flutt fréttir af framburði vitna jafnóðum úr dómsal, og fyrir liggi að vitni hafi lesið framburði þeirra sem á undan fóru. Það sé andstætt lögum um meðferð sakamála, þar sem segi að vitni skuli að jafnaði ekki hlýða hvort á annars framburð.stigur@frettabladid.is
Mest lesið Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Innlent Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Innlent Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Innlent Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Innlent Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Innlent Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Innlent Loftárásum fagnað sem „stórkostlegri jólagjöf“ og meira sagt í vændum Erlent Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Innlent Röð stunguárása í neðanjarðarlestinni Erlent Fleiri fréttir Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Sjá meira