Fleiri fréttir Hægt að taka strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði Hægt verður að ferðast um Suðurland með strætó, allt frá Reykjavík og austur á Höfn í Hornafirði frá og með 2. janúar næstkomandi. Þetta er liður í stórfelldri stækkun þjónustusvæðis Strætó bs. í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Eitt samtengt leiðakerfi verður allt frá Höfn í Hornafirði og til Reykjavíkur, um uppsveitir Árnessýslu, niður í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Þessi breyting felur m.a. í sér að fleiri Sunnlendingar eiga möguleika á að sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins og gagnkvæmt. 30.12.2011 11:31 Geitungaárás í desember Það þykir heyra til tíðinda ef menn verða fyrir flugnaárásum á Íslandi á síðustu dögum í desember. Það kom þó fyrir Nikulás Helga Nikulásson, starfsmann Trefja í Hafnarfirði, í gær þegar hann var að vinna við smíði báts þar. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann fór allt í einu að finna fyrir stungunum á líkamanum, en hann heldur að flugan hafi stungið hann fimm eða sex sinnum. Nikulás segir að um geitung hafi verið að ræða. 30.12.2011 11:05 Örn innkallar Breiðholt og Kópavog Flugeldasala Arnar Árnasonar, Bomba.is, neyðist til að innkalla tvær gerðir af skottertum sem hafa verið í sölu fyrir áramótin. Terturnar sem um ræðir kallast Kópavogur og Breiðholt. "Þessar tertur springa hraðar en æskilegt er. Það fer allt á fullt og eflaust mikil ljósadýrð og fyndið og skemmtilegt," segir Örn. "En ég vil ekki taka neina sénsa. Þetta gæti verið hættulegt og ég vil vera ábyrgur flugeldasali. Ég stend og fell með mínum vörum." 30.12.2011 10:48 Ríkisráð fundar í fyrramálið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur kvatt Ríkisráð Íslands saman klukkan hálftíu í fyrramálið. Hefð er fyrir því að ríkisráðið komi saman þennan dag, en í því situr forsetinn auk allrar ríkisstjórnarinnar. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær má búast við því formlega verði gerðar breytingar á ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi á morgun, með því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, víki úr stjórninni. 30.12.2011 10:44 Megn óánægja á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna Megn óánægja ríkir á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna, það er að segja þeirra hægrisinnuðustu í Samfylkingunni, með þá ákvörðun leiðtoga ríkisstjórnarinnar, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, að víkja Árna Páli Árnasyni úr embætti efnahags- og viðskiptaráðherra. 30.12.2011 10:11 Lokað í Bláfjöllum - opið á Norðurlandi Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs. Mikið fjúk er á svæðinu eins og stendur og gert ráð fyrir slæmu veðri fram eftir degi. Einnig verður lokað á svæðinu á morgun, en starfsmenn svæðisins stefna að því að opna á Nýársdag. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður aftur á móti opið í dag frá tíu til sjö. Þar er logn og aðstæður eins og best verður á kosið. Þá verður einnig opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík í dag sem og í Tindastóli við Sauðárkrók, en þar er mikill og góður snjór og "lífið bara dásamlegt" að sögn starfsmanna. 30.12.2011 09:32 Heppinn að slasast ekki meira Bílvelta var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Bílinn staðnæmdist á hliðinni upp við ljósastaur og þurfti að kalla tækjabíl slökkiliðsins á vettvang. Töluverðan tíma tók að ná manninum út en það tókst að lokum og voru klippur notaðar við aðgerðina. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var maðurinn heppinn að slasast ekki meira en raunin varð. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 30.12.2011 09:00 Mest lesið á Vísi árið 2011 - Innlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm mest lesnu fréttir ársins 2011 í flokknum innlendar fréttir á Vísi. 30.12.2011 06:00 Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Isavia hefur fengið heimild til að svara fyrirspurn um flug sem talið var á vegum CIA með fanga. Tvenn mannréttindasamtök birtu nýverið áfangaskýrslu þar sem Evrópulönd eru sökuð um að hylma yfir með pyntingum. 30.12.2011 02:30 Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á "Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. "Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. "Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. 30.12.2011 02:00 Snjóþyngsti dagur síðan mælingar hófust í myndum Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson brá sér á kreik á þessum snjóþyngsta degi í manna minnum hér í borginni. Hann myndaði átök fólks við snjóskafla, slabb og fasta bíla, en líka nokkur ósvikin bros og fallega jólakyrrð. 29.12.2011 21:49 Bílvelta á Reykjanesbraut Ökumaður velti bíl sínum, rétt við Dalveg, nú á tólfta tímanum í kvöld. Erfiðlega gengur að ná manni úr bílnum sem valt og hafa tveir tækjabílar á vegum slökkviliðsins og þrír sjúkrabílar verið sendir á staðinn. 29.12.2011 23:53 Hafnfirðingar tóku forskot á sæluna Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga við að hjálpa fólki sem hefur setið fast í snjó hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. En björgunarsveitir hafa líka haft í nógu að snúast við að selja flugelda, sem er helsta fjáröflunarleið sveitanna. Björgunarsveitin í Hafnarfirði tók svo forskot á sæluna í kvöld og sló upp feyknafallegri flugeldasýningu. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var að sjálfsögðu á staðnum. Smelltu á "Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá flugeldasýninguna. 29.12.2011 22:49 Ráðherrabeytingarnar allherjar farsi "Þetta er náttúrlega bara einn allsherjar farsi miðað við fréttir síðustu daga," segir Kristján Þór Júlíusson um fyrirhugaðar tilfæringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Fyrr í dag var fullyrt á vefmiðlinum www.smugan.is að Árni Páll og Jón Bjarnason myndu hverfa úr ríkisstjórn á morgun. Þá hefur og komið fram að síðustu daga hafi ríkisstjórnin átt viðræður við þingflokk Hreyfingarinnar til að leita eftir auknum styrk og stuðningi. 29.12.2011 21:35 Erfið færð á flestum vegum landsins Hálka og snjóþekja er á flestum vegum landsins um þessar mundir. Vegagerðin ræður fólki eindregið frá því að ráðast í ferðalög seint á kvöldin við svona aðstæður enda má búast við að flestir vegir teppist þegar líða tekur á kvöldið. Þjónusta er á ákveðnum vegum alla nóttina, til að mynda eru Reykjanesbrautin og Hellisheiðin ruddar reglulega. Þjónusta á öðrum vegum kann að leggjast niður yfir nóttina. 29.12.2011 20:52 Rólegt hjá björgunarsveitum þrátt fyrir snjóinn Þó borgarbúar hafi mátt kljást við óvenju mikið fannfergi í dag og fólk setið pikkfast í sköflum víða var lítið um að vera hjá björgunarsveitum höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir það. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir í eitt útkall niður í Neðstaleiti til að hreinsa af gömlum bílskúrsþökum sem voru við það að gefa sig undan snjóþunga. Annars leið dagurinn tíðindalaust. 29.12.2011 20:08 Aldrei of varlega farið með flugelda Ríflega fjörtíu manns, börn og fullorðnir, leituðu á bráðamóttöku Landspítalans síðustu nýársnótt eftir flugeldaslys. Yfirlæknir segir dæmi um að fólk hafi misst sjón og jafnvel augu. Mikilvægt sé að fólk hafi í huga að um eldfim sprengiefni sé að ræða sem þurfi að umgangast með virðingu. Gamlárskvöld er jafnan rólegt framan af á bráðamóttökunni en um leið og áramótaskaupið klárast byrjar fólk að leita á deildina með áverka eftir flugelda. Síðustu nýársnótt leituð að meðaltali fimm á klukkustund á deildina með slíka áverka. 29.12.2011 20:00 Langþráður áramótageisladiskur gefinn út Yfir hundrað og fjörutíu listamenn tóku þátt í að gera plötu sem inniheldur þekkt þrettánda- og áramótalög þjóðarinnar. Gamall draumur að rætast segir útgefandinn. Sigríði Önnu Einarsdóttur hefur lengi dreymt um að eiga áramóta og þrettándadisk til að hlusta á á þessum árstíma. Eftir nokkra bið eftir slíkum disk ákvað hún fyrir tveimur árum að ráðast í þetta verkefni sjálf og fékk yfir hundrað og fjörtíu manns í lið með sér til að gera drauminn að veruleika. 29.12.2011 19:38 RÚV skilar hagnaði Hagnaður varð af rekstri Ríkisútvarpsins ohf. á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn var 16 milljónir króna. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var hagnaðurinn metinn 553 milljónir. Þetta er annað rekstrarárið í röð sem rekstur RÚV skilar hagnaði. Þegar rekstrarforminu var breytt árið 2007 var sett að markmiði að ná jafnvægi í rekstri innan tveggja ára. Það markmið náðist og nú er haldið áfram á sömu braut. 29.12.2011 19:09 Stjórnarflokkarnir undirbúa þingflokksfundi Bæði þingflokkur VG og þingflokkur Samfylkingarinar undirbúa sig undir það að halda þingflokksfundi á morgun. Fundurinn í þingflokki Samfylkinarinnar hefur þegar verið boðaður og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þingflokksformaður VG verið í sambandi við þingmenn flokksins til að kanna það hvort þeir geti mætt á fund á morgun ef með þarf. 29.12.2011 17:18 Þór Saari: Náðum ekki samkomulagi um stefnumál "Þetta voru bara fyrst og fremst óformlegar viðræður fremur en samningaviðræður,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar um viðræður sem þingmenn flokksins áttu við forystumenn í ríkisstjórninni um samstarf við stjórnina. 29.12.2011 16:27 Snjómokstur í allan dag Um tíma í dag var allur tiltækur mannskapur við snjóhreinsun í Reykjavík. Stofnleiðir, strætóleiðir og safngötur eru opnar og unnið hefur verið við snjóruðning í húsagötum í öllum hverfum, sem og snjóhreinsun af bílastæðum við leikskóla. 29.12.2011 16:02 Viltu skíra barnið þitt Sólín eða Gunnharða? Það má Mannanafnanefnd samþykkti tíu eiginnöfn. Nefndin hafnaði hinsvegar nafninu Emilia. Hér fyrir neðan má sjá nöfnin sem voru samþykkt: 29.12.2011 15:48 Íslenskir hestar nema land í Arabíu Fimm íslenskar hryssur og einn geldingur voru flutt frá Þýskalandi til Óman við Arabíuskagann í byrjun desember. Þetta eru fyrstu íslensku hestarnir sem hafa numið land í Mið-Austurlöndum, eftir því sem fram kemur á vef hestatímaritsins Eiðfaxa. 29.12.2011 15:38 Breytingar á akstri Strætó um áramótin Breytingar verða á akstri Strætó bs. um áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Á gamlársdag, laugardaginn 31. desember, verður ekið eins og á laugardegi til kl. u.þ.b. 14, en þá hætta vagnarnir akstri. 29.12.2011 15:28 Flugeldaþjófar fundnir Tveir unglingspiltar hafa játað að hafa brotist inn í geymslugám á Akranesi og stolið þaðan flugeldum sem voru í eigu knattspyrnufélags ÍA og Kiwanis á Akranesi. Lögreglunni barst ábending um málið undir hádegi í dag og leiddi það til þess að grunur féll á unglingana, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru undir átján ára aldri. Unglingarnir hafa skilað til lögreglu megninu af því sem stolið var. Einhverju höfðu þeir þó skotið upp og hafa þeir í hyggju að greiða eigendum tjónið hið allra fyrsta. 29.12.2011 14:35 Hreyfingin beðin um að verja ríkisstjórnina falli Viðræður ríkisstjórnarinnar og Hreyfingarinnar standa enn yfir samkvæmt heimildum Vísis. Þreifingar hófust fyrir jól, en það voru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem komu fyrst að máli við þingmenn Hreyfingarinnar. Í kjölfarið var komið á fundi á milli oddvita ríkisstjórnarinnar og þingmanna Hreyfingarinnar. Fyrsti fundur var á Þorláksmessu. Umræðuefnið var hvort Hreyfingin væri tilbúin að verja ríkisstjórnina falli kæmi til þess. 29.12.2011 14:06 Dekk sprakk á nefhjóli Það sprakk dekk á nefhjóli á flugvél í eigu Ernis í lendingu um eittleytið í dag. Flugvélin situr nú föst á flugbrautinni en slökkviliðsbíll var sendur út á brautina til að aðstoða við að koma vélinni út af brautinni. Enginn slasaðist við lendinguna. 29.12.2011 13:53 Hreyfingin átti í viðræðum við ríkisstjórnina Þingmenn Hreyfingarinnar hafa undanfarna daga átt í óformlegum viðræðum við oddvita ríkisstjórnarflokkana um helstu áherslumál Hreyfingarinnar í stjórnmálum er lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri og nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Hreyfingarinnar. 29.12.2011 13:06 Illfært í Reykjavík sem annarsstaðar Það er illfært, eða jafnvel ófært, víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin segir að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Ófært er á Mosfellsheiði. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum þó er þæfingur og snjóþekja á fáfarnari leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er við Vík. 29.12.2011 12:47 Borgin leitar að pólskumælandi ráðgjafa Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðinn verði pólskumælandi ráðgjafi innflytjenda í fullt starf. 29.12.2011 12:43 Stálu flugeldum fyrir hundruð þúsunda Flugeldum fyrir nokkur hundruð þúsund krónur var stolið úr gámi á Akranesi í fyrrinótt. Flugeldarnir voru í eigu Kiwanisklúbbsins Þyrils og Íþróttabandalags Akraness. Framkvæmdastjóri ÍA segir þjófnaðinn dapurlegan. 29.12.2011 11:59 Aldrei snjóað jafn mikið á einum degi í desember Þeir sem muna ekki eftir annarri eins snjókomu í desember, hafa á réttu að standa, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist snjódýptin í morgun 33 sentímetrar. Það er semsagt met. 29.12.2011 11:12 Byrjað að moka í hverfunum "Ég er að horfa hérna út um gluggann. Það er eiginlega ömurlegt að horfa á þetta,“ segir Þorsteinn Birgisson, yfirmaður þjónustumiðstöðvar Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Um 50 gröfur og snjóruðningstæki eru að störfum víðsvegar um borgina vegna mikillar ofankomu. Snjórinn er um 40 sentímetra djúpur. 29.12.2011 10:54 Össur vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn þurfi að endurnýja bæði forystu sína og hugmyndir sínar fyrir næstu kosningar. Þetta segir hann í samtali við Viðskiptablaðið í dag. 29.12.2011 09:44 Seinkun á innanlandsflugi Seinkun varð á innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands í morgun vegna þess að ryðja þurfti snjó af flugbrautinni í Reykjavík. Hjá Flugfélaginu fengust þær upplýsingar að flugáætlun ætti að vera komin í eðlilegt horf um ellefuleytið. 29.12.2011 09:21 Björgunarsveitir í rúmlega níutíu útköll í nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa í alla nótt aðstoðað ökumenn á höfuðborgarsvæðinu þar sem færð er nú afleit. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að yfir 90 aðstoðarbeiðnir hafi borist og að í mörgum tilvikum hafi nokkrir bílar verið á bak við hverja tilkynningu. 29.12.2011 08:13 Snjókoma í borginni: Leit að 17 ára pilti og margir ökumenn fastir Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkutíma og hafa margir ökumenn fest bíla sína í snjósköflum. Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt. 29.12.2011 02:57 Opið víða á skíðasvæðum landsins Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag. Þar er fínt veður og færi, sjö gráðu frost og logn. Opið verður í fjallinu frá klukkan tíu til sjö í kvöld. 29.12.2011 09:52 Vilja að gistináttaskatti verði frestað eða hann afnuminn Samtök ferðaþjónustunnar skora á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að fallið verði frá eða frestað gildistöku gistináttaskatts þar til raunhæfari lausn finnst. Þetta kemur fram í bréfi frá samtökunum sem hefur verið sent ríkisstjórninni. 29.12.2011 09:33 Óvenju mikið um sjúkraflutninga Óvenjumikið hefur verið að gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins frá því í gærkvöld. Frá því klukkan hálfátta í gærkvöld hefur verið farið í 35 sjúkraflutninga í borginni en á sólarhring er meðaltalið um 65 flutningar. Útköllin hafa flest verið vegna veikinda og tengjast ekkert hálku eða ófærðinni í borginni. Hún gerir sjúkraflutningamönnum hinsvegar erfitt fyrir eins og gefur að skilja. 29.12.2011 08:17 Mikið fannfergi í borginni: Ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði Mikið snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt og beinir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim tilmælum til ökumanna að þeir sýni sérstaka tillitsemi og þolinmæði nú í morgunumferðinni. Þungfært er á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. 29.12.2011 06:44 Mesti snjóþungi í áratugi Mikill snjóþungi tók á móti Reykvíkingum í morgun og gerði mörgum erfitt fyrir. Bílar sátu fastir á víð og dreif um borgina og þurftu björgunarsveitarmenn að sinna yfir hundrað útköllum. Stöðumælaverðir og póstburðarmenn fóru ekki varhluta af ástandinu. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á borgarbúum. 29.12.2011 21:00 Forystumenn stýrðu viðræðum og hluti ríkisstjórnar vissi ekkert Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. 29.12.2011 19:22 Ráðherrabreytingar í bígerð Tillaga um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar verður lögð fram á þingflokksfundum stjórnarflokkanna á morgun. Helst er rætt um Árna Pál Árnason og Jón Bjarnason en bæði þingflokkar og stjórnir flokkanna þurfa að samþykkja breytingarnar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt um það undanfarna daga hvort gera eigi breytingar á ráðherraskipan. Á gamlársdag verður haldinn ríkisráðsfundur, samkvæmt venju, en ráðherraskipti eru jafnan ákveðin formlega á slíkum fundum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast því forystumenn stjórnarflokkana ráðast í breytingarnar á gamlársdag ef af þeim verður. Slíkar breytingar eru þó háðar samþykki þingflokka og flokksstjórna. 29.12.2011 18:39 Sjá næstu 50 fréttir
Hægt að taka strætó frá Reykjavík til Hafnar í Hornafirði Hægt verður að ferðast um Suðurland með strætó, allt frá Reykjavík og austur á Höfn í Hornafirði frá og með 2. janúar næstkomandi. Þetta er liður í stórfelldri stækkun þjónustusvæðis Strætó bs. í samstarfi við Samtök sunnlenskra sveitarfélaga (SASS). Eitt samtengt leiðakerfi verður allt frá Höfn í Hornafirði og til Reykjavíkur, um uppsveitir Árnessýslu, niður í Þorlákshöfn og Landeyjahöfn. Þessi breyting felur m.a. í sér að fleiri Sunnlendingar eiga möguleika á að sækja vinnu til höfuðborgarsvæðisins og gagnkvæmt. 30.12.2011 11:31
Geitungaárás í desember Það þykir heyra til tíðinda ef menn verða fyrir flugnaárásum á Íslandi á síðustu dögum í desember. Það kom þó fyrir Nikulás Helga Nikulásson, starfsmann Trefja í Hafnarfirði, í gær þegar hann var að vinna við smíði báts þar. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann fór allt í einu að finna fyrir stungunum á líkamanum, en hann heldur að flugan hafi stungið hann fimm eða sex sinnum. Nikulás segir að um geitung hafi verið að ræða. 30.12.2011 11:05
Örn innkallar Breiðholt og Kópavog Flugeldasala Arnar Árnasonar, Bomba.is, neyðist til að innkalla tvær gerðir af skottertum sem hafa verið í sölu fyrir áramótin. Terturnar sem um ræðir kallast Kópavogur og Breiðholt. "Þessar tertur springa hraðar en æskilegt er. Það fer allt á fullt og eflaust mikil ljósadýrð og fyndið og skemmtilegt," segir Örn. "En ég vil ekki taka neina sénsa. Þetta gæti verið hættulegt og ég vil vera ábyrgur flugeldasali. Ég stend og fell með mínum vörum." 30.12.2011 10:48
Ríkisráð fundar í fyrramálið Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur kvatt Ríkisráð Íslands saman klukkan hálftíu í fyrramálið. Hefð er fyrir því að ríkisráðið komi saman þennan dag, en í því situr forsetinn auk allrar ríkisstjórnarinnar. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær má búast við því formlega verði gerðar breytingar á ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi á morgun, með því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, víki úr stjórninni. 30.12.2011 10:44
Megn óánægja á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna Megn óánægja ríkir á meðal frjálslyndra jafnaðarmanna, það er að segja þeirra hægrisinnuðustu í Samfylkingunni, með þá ákvörðun leiðtoga ríkisstjórnarinnar, þeirra Jóhönnu Sigurðardóttur og Steingríms J. Sigfússonar, að víkja Árna Páli Árnasyni úr embætti efnahags- og viðskiptaráðherra. 30.12.2011 10:11
Lokað í Bláfjöllum - opið á Norðurlandi Skíðasvæðið í Bláfjöllum verður lokað í dag vegna veðurs. Mikið fjúk er á svæðinu eins og stendur og gert ráð fyrir slæmu veðri fram eftir degi. Einnig verður lokað á svæðinu á morgun, en starfsmenn svæðisins stefna að því að opna á Nýársdag. Skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri verður aftur á móti opið í dag frá tíu til sjö. Þar er logn og aðstæður eins og best verður á kosið. Þá verður einnig opið í Böggvisstaðarfjalli við Dalvík í dag sem og í Tindastóli við Sauðárkrók, en þar er mikill og góður snjór og "lífið bara dásamlegt" að sögn starfsmanna. 30.12.2011 09:32
Heppinn að slasast ekki meira Bílvelta var á Reykjanesbraut við Dalveg í Kópavogi um klukkan hálftólf í gærkvöldi. Bílinn staðnæmdist á hliðinni upp við ljósastaur og þurfti að kalla tækjabíl slökkiliðsins á vettvang. Töluverðan tíma tók að ná manninum út en það tókst að lokum og voru klippur notaðar við aðgerðina. Að sögn vaktstjóra hjá slökkviliðinu var maðurinn heppinn að slasast ekki meira en raunin varð. Hann var fluttur á slysadeild til aðhlynningar. 30.12.2011 09:00
Mest lesið á Vísi árið 2011 - Innlendar fréttir 2011 var viðburðaríkt og kenndi ýmissa grasa. Hér fylgir listi yfir fimm mest lesnu fréttir ársins 2011 í flokknum innlendar fréttir á Vísi. 30.12.2011 06:00
Isavia leyft að svara til um fangaflug CIA Isavia hefur fengið heimild til að svara fyrirspurn um flug sem talið var á vegum CIA með fanga. Tvenn mannréttindasamtök birtu nýverið áfangaskýrslu þar sem Evrópulönd eru sökuð um að hylma yfir með pyntingum. 30.12.2011 02:30
Eyjalögreglan rannsakar banvæna árás á á "Ég kom að fjárhúsinu upp úr hádegi og þar lá hún ein með opið sár á hálsi. Hún var á lífi en var að blæða út," segir Ólafur Týr Guðjónsson, bóndi í Vestmannaeyjum, sem var að gefa kindum kunningja síns á bænum Látrum í gær þegar hann kom að helsærðri á. Hann kallaði á lögregluna, sem kom á staðinn og aflífaði hana. "Ég get auðvitað ekki fullyrt að þetta hafi verið dýrbítur, því það fennir í öll spor," segir Ólafur. Hann lýsir sárinu sem stórri holu vinstra megin á hálsi ærinnar, sem náði alveg inn í öndunarveg. Ekkert hafi verið rifið í kringum sárið. "Þegar ég tók í hana fann ég að það var allt laust inni í hálsinum, eins og holrúm," segir Ólafur. 30.12.2011 02:00
Snjóþyngsti dagur síðan mælingar hófust í myndum Ljósmyndarinn Gunnar V. Andrésson brá sér á kreik á þessum snjóþyngsta degi í manna minnum hér í borginni. Hann myndaði átök fólks við snjóskafla, slabb og fasta bíla, en líka nokkur ósvikin bros og fallega jólakyrrð. 29.12.2011 21:49
Bílvelta á Reykjanesbraut Ökumaður velti bíl sínum, rétt við Dalveg, nú á tólfta tímanum í kvöld. Erfiðlega gengur að ná manni úr bílnum sem valt og hafa tveir tækjabílar á vegum slökkviliðsins og þrír sjúkrabílar verið sendir á staðinn. 29.12.2011 23:53
Hafnfirðingar tóku forskot á sæluna Björgunarsveitir hafa haft í nógu að snúast undanfarna daga við að hjálpa fólki sem hefur setið fast í snjó hér og þar á höfuðborgarsvæðinu og víðar á landinu. En björgunarsveitir hafa líka haft í nógu að snúast við að selja flugelda, sem er helsta fjáröflunarleið sveitanna. Björgunarsveitin í Hafnarfirði tók svo forskot á sæluna í kvöld og sló upp feyknafallegri flugeldasýningu. Egill Aðalsteinsson myndatökumaður á fréttastofu Stöðvar 2 og Vísis var að sjálfsögðu á staðnum. Smelltu á "Horfa á myndskeið með frétt“ til að sjá flugeldasýninguna. 29.12.2011 22:49
Ráðherrabeytingarnar allherjar farsi "Þetta er náttúrlega bara einn allsherjar farsi miðað við fréttir síðustu daga," segir Kristján Þór Júlíusson um fyrirhugaðar tilfæringar í ráðherraliði ríkisstjórnarinnar. Fyrr í dag var fullyrt á vefmiðlinum www.smugan.is að Árni Páll og Jón Bjarnason myndu hverfa úr ríkisstjórn á morgun. Þá hefur og komið fram að síðustu daga hafi ríkisstjórnin átt viðræður við þingflokk Hreyfingarinnar til að leita eftir auknum styrk og stuðningi. 29.12.2011 21:35
Erfið færð á flestum vegum landsins Hálka og snjóþekja er á flestum vegum landsins um þessar mundir. Vegagerðin ræður fólki eindregið frá því að ráðast í ferðalög seint á kvöldin við svona aðstæður enda má búast við að flestir vegir teppist þegar líða tekur á kvöldið. Þjónusta er á ákveðnum vegum alla nóttina, til að mynda eru Reykjanesbrautin og Hellisheiðin ruddar reglulega. Þjónusta á öðrum vegum kann að leggjast niður yfir nóttina. 29.12.2011 20:52
Rólegt hjá björgunarsveitum þrátt fyrir snjóinn Þó borgarbúar hafi mátt kljást við óvenju mikið fannfergi í dag og fólk setið pikkfast í sköflum víða var lítið um að vera hjá björgunarsveitum höfuðborgarsvæðisins þrátt fyrir það. Björgunarsveitarmenn voru kallaðir í eitt útkall niður í Neðstaleiti til að hreinsa af gömlum bílskúrsþökum sem voru við það að gefa sig undan snjóþunga. Annars leið dagurinn tíðindalaust. 29.12.2011 20:08
Aldrei of varlega farið með flugelda Ríflega fjörtíu manns, börn og fullorðnir, leituðu á bráðamóttöku Landspítalans síðustu nýársnótt eftir flugeldaslys. Yfirlæknir segir dæmi um að fólk hafi misst sjón og jafnvel augu. Mikilvægt sé að fólk hafi í huga að um eldfim sprengiefni sé að ræða sem þurfi að umgangast með virðingu. Gamlárskvöld er jafnan rólegt framan af á bráðamóttökunni en um leið og áramótaskaupið klárast byrjar fólk að leita á deildina með áverka eftir flugelda. Síðustu nýársnótt leituð að meðaltali fimm á klukkustund á deildina með slíka áverka. 29.12.2011 20:00
Langþráður áramótageisladiskur gefinn út Yfir hundrað og fjörutíu listamenn tóku þátt í að gera plötu sem inniheldur þekkt þrettánda- og áramótalög þjóðarinnar. Gamall draumur að rætast segir útgefandinn. Sigríði Önnu Einarsdóttur hefur lengi dreymt um að eiga áramóta og þrettándadisk til að hlusta á á þessum árstíma. Eftir nokkra bið eftir slíkum disk ákvað hún fyrir tveimur árum að ráðast í þetta verkefni sjálf og fékk yfir hundrað og fjörtíu manns í lið með sér til að gera drauminn að veruleika. 29.12.2011 19:38
RÚV skilar hagnaði Hagnaður varð af rekstri Ríkisútvarpsins ohf. á síðasta rekstrarári. Hagnaðurinn var 16 milljónir króna. Fyrir afskriftir og fjármagnsliði (EBITDA) var hagnaðurinn metinn 553 milljónir. Þetta er annað rekstrarárið í röð sem rekstur RÚV skilar hagnaði. Þegar rekstrarforminu var breytt árið 2007 var sett að markmiði að ná jafnvægi í rekstri innan tveggja ára. Það markmið náðist og nú er haldið áfram á sömu braut. 29.12.2011 19:09
Stjórnarflokkarnir undirbúa þingflokksfundi Bæði þingflokkur VG og þingflokkur Samfylkingarinar undirbúa sig undir það að halda þingflokksfundi á morgun. Fundurinn í þingflokki Samfylkinarinnar hefur þegar verið boðaður og samkvæmt heimildum fréttastofu hefur þingflokksformaður VG verið í sambandi við þingmenn flokksins til að kanna það hvort þeir geti mætt á fund á morgun ef með þarf. 29.12.2011 17:18
Þór Saari: Náðum ekki samkomulagi um stefnumál "Þetta voru bara fyrst og fremst óformlegar viðræður fremur en samningaviðræður,“ segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar um viðræður sem þingmenn flokksins áttu við forystumenn í ríkisstjórninni um samstarf við stjórnina. 29.12.2011 16:27
Snjómokstur í allan dag Um tíma í dag var allur tiltækur mannskapur við snjóhreinsun í Reykjavík. Stofnleiðir, strætóleiðir og safngötur eru opnar og unnið hefur verið við snjóruðning í húsagötum í öllum hverfum, sem og snjóhreinsun af bílastæðum við leikskóla. 29.12.2011 16:02
Viltu skíra barnið þitt Sólín eða Gunnharða? Það má Mannanafnanefnd samþykkti tíu eiginnöfn. Nefndin hafnaði hinsvegar nafninu Emilia. Hér fyrir neðan má sjá nöfnin sem voru samþykkt: 29.12.2011 15:48
Íslenskir hestar nema land í Arabíu Fimm íslenskar hryssur og einn geldingur voru flutt frá Þýskalandi til Óman við Arabíuskagann í byrjun desember. Þetta eru fyrstu íslensku hestarnir sem hafa numið land í Mið-Austurlöndum, eftir því sem fram kemur á vef hestatímaritsins Eiðfaxa. 29.12.2011 15:38
Breytingar á akstri Strætó um áramótin Breytingar verða á akstri Strætó bs. um áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Á gamlársdag, laugardaginn 31. desember, verður ekið eins og á laugardegi til kl. u.þ.b. 14, en þá hætta vagnarnir akstri. 29.12.2011 15:28
Flugeldaþjófar fundnir Tveir unglingspiltar hafa játað að hafa brotist inn í geymslugám á Akranesi og stolið þaðan flugeldum sem voru í eigu knattspyrnufélags ÍA og Kiwanis á Akranesi. Lögreglunni barst ábending um málið undir hádegi í dag og leiddi það til þess að grunur féll á unglingana, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru undir átján ára aldri. Unglingarnir hafa skilað til lögreglu megninu af því sem stolið var. Einhverju höfðu þeir þó skotið upp og hafa þeir í hyggju að greiða eigendum tjónið hið allra fyrsta. 29.12.2011 14:35
Hreyfingin beðin um að verja ríkisstjórnina falli Viðræður ríkisstjórnarinnar og Hreyfingarinnar standa enn yfir samkvæmt heimildum Vísis. Þreifingar hófust fyrir jól, en það voru þingmenn ríkisstjórnarinnar sem komu fyrst að máli við þingmenn Hreyfingarinnar. Í kjölfarið var komið á fundi á milli oddvita ríkisstjórnarinnar og þingmanna Hreyfingarinnar. Fyrsti fundur var á Þorláksmessu. Umræðuefnið var hvort Hreyfingin væri tilbúin að verja ríkisstjórnina falli kæmi til þess. 29.12.2011 14:06
Dekk sprakk á nefhjóli Það sprakk dekk á nefhjóli á flugvél í eigu Ernis í lendingu um eittleytið í dag. Flugvélin situr nú föst á flugbrautinni en slökkviliðsbíll var sendur út á brautina til að aðstoða við að koma vélinni út af brautinni. Enginn slasaðist við lendinguna. 29.12.2011 13:53
Hreyfingin átti í viðræðum við ríkisstjórnina Þingmenn Hreyfingarinnar hafa undanfarna daga átt í óformlegum viðræðum við oddvita ríkisstjórnarflokkana um helstu áherslumál Hreyfingarinnar í stjórnmálum er lúta að þjóðaratkvæðagreiðslum, persónukjöri og nýrri stjórnarskrá. Þetta kemur fram í tilkynningu frá þingflokki Hreyfingarinnar. 29.12.2011 13:06
Illfært í Reykjavík sem annarsstaðar Það er illfært, eða jafnvel ófært, víðar en á höfuðborgarsvæðinu. Vegagerðin segir að hálka sé á Sandskeiði, Hellisheiði og í Þrengslum. Ófært er á Mosfellsheiði. Á Suðurlandi er hálka á flestum leiðum þó er þæfingur og snjóþekja á fáfarnari leiðum. Snjóþekja og skafrenningur er við Vík. 29.12.2011 12:47
Borgin leitar að pólskumælandi ráðgjafa Mannréttindaráð Reykjavíkurborgar hefur samþykkt að ráðinn verði pólskumælandi ráðgjafi innflytjenda í fullt starf. 29.12.2011 12:43
Stálu flugeldum fyrir hundruð þúsunda Flugeldum fyrir nokkur hundruð þúsund krónur var stolið úr gámi á Akranesi í fyrrinótt. Flugeldarnir voru í eigu Kiwanisklúbbsins Þyrils og Íþróttabandalags Akraness. Framkvæmdastjóri ÍA segir þjófnaðinn dapurlegan. 29.12.2011 11:59
Aldrei snjóað jafn mikið á einum degi í desember Þeir sem muna ekki eftir annarri eins snjókomu í desember, hafa á réttu að standa, en samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands mældist snjódýptin í morgun 33 sentímetrar. Það er semsagt met. 29.12.2011 11:12
Byrjað að moka í hverfunum "Ég er að horfa hérna út um gluggann. Það er eiginlega ömurlegt að horfa á þetta,“ segir Þorsteinn Birgisson, yfirmaður þjónustumiðstöðvar Framkvæmda- og eignasviðs Reykjavíkurborgar. Um 50 gröfur og snjóruðningstæki eru að störfum víðsvegar um borgina vegna mikillar ofankomu. Snjórinn er um 40 sentímetra djúpur. 29.12.2011 10:54
Össur vill endurnýja forystu Samfylkingarinnar Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra og fyrrverandi formaður Samfylkingarinnar, telur að flokkurinn þurfi að endurnýja bæði forystu sína og hugmyndir sínar fyrir næstu kosningar. Þetta segir hann í samtali við Viðskiptablaðið í dag. 29.12.2011 09:44
Seinkun á innanlandsflugi Seinkun varð á innanlandsflugi hjá Flugfélagi Íslands í morgun vegna þess að ryðja þurfti snjó af flugbrautinni í Reykjavík. Hjá Flugfélaginu fengust þær upplýsingar að flugáætlun ætti að vera komin í eðlilegt horf um ellefuleytið. 29.12.2011 09:21
Björgunarsveitir í rúmlega níutíu útköll í nótt Björgunarsveitir Slysavarnafélagsins Landsbjargar á höfuðborgarsvæðinu hafa í alla nótt aðstoðað ökumenn á höfuðborgarsvæðinu þar sem færð er nú afleit. Í tilkynningu frá Landsbjörgu segir að yfir 90 aðstoðarbeiðnir hafi borist og að í mörgum tilvikum hafi nokkrir bílar verið á bak við hverja tilkynningu. 29.12.2011 08:13
Snjókoma í borginni: Leit að 17 ára pilti og margir ökumenn fastir Mikil snjókoma hefur verið á höfuðborgarsvæðinu síðustu klukkutíma og hafa margir ökumenn fest bíla sína í snjósköflum. Nóg hefur verið að gera hjá björgunarsveitum í nótt. 29.12.2011 02:57
Opið víða á skíðasvæðum landsins Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag. Þar er fínt veður og færi, sjö gráðu frost og logn. Opið verður í fjallinu frá klukkan tíu til sjö í kvöld. 29.12.2011 09:52
Vilja að gistináttaskatti verði frestað eða hann afnuminn Samtök ferðaþjónustunnar skora á ríkisstjórn Íslands að beita sér fyrir því að fallið verði frá eða frestað gildistöku gistináttaskatts þar til raunhæfari lausn finnst. Þetta kemur fram í bréfi frá samtökunum sem hefur verið sent ríkisstjórninni. 29.12.2011 09:33
Óvenju mikið um sjúkraflutninga Óvenjumikið hefur verið að gera í sjúkraflutningum hjá slökkviliðið höfuðborgarsvæðisins frá því í gærkvöld. Frá því klukkan hálfátta í gærkvöld hefur verið farið í 35 sjúkraflutninga í borginni en á sólarhring er meðaltalið um 65 flutningar. Útköllin hafa flest verið vegna veikinda og tengjast ekkert hálku eða ófærðinni í borginni. Hún gerir sjúkraflutningamönnum hinsvegar erfitt fyrir eins og gefur að skilja. 29.12.2011 08:17
Mikið fannfergi í borginni: Ökumenn beðnir um að sýna þolinmæði Mikið snjóaði á höfuðborgarsvæðinu í nótt og beinir Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu þeim tilmælum til ökumanna að þeir sýni sérstaka tillitsemi og þolinmæði nú í morgunumferðinni. Þungfært er á mörgum stöðum á höfuðborgarsvæðinu. 29.12.2011 06:44
Mesti snjóþungi í áratugi Mikill snjóþungi tók á móti Reykvíkingum í morgun og gerði mörgum erfitt fyrir. Bílar sátu fastir á víð og dreif um borgina og þurftu björgunarsveitarmenn að sinna yfir hundrað útköllum. Stöðumælaverðir og póstburðarmenn fóru ekki varhluta af ástandinu. Fréttastofa Stöðvar 2 tók púlsinn á borgarbúum. 29.12.2011 21:00
Forystumenn stýrðu viðræðum og hluti ríkisstjórnar vissi ekkert Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. 29.12.2011 19:22
Ráðherrabreytingar í bígerð Tillaga um breytingar á ráðherraliði ríkisstjórnarinnar verður lögð fram á þingflokksfundum stjórnarflokkanna á morgun. Helst er rætt um Árna Pál Árnason og Jón Bjarnason en bæði þingflokkar og stjórnir flokkanna þurfa að samþykkja breytingarnar. Forystumenn ríkisstjórnarinnar hafa rætt um það undanfarna daga hvort gera eigi breytingar á ráðherraskipan. Á gamlársdag verður haldinn ríkisráðsfundur, samkvæmt venju, en ráðherraskipti eru jafnan ákveðin formlega á slíkum fundum. Samkvæmt heimildum fréttastofu hyggjast því forystumenn stjórnarflokkana ráðast í breytingarnar á gamlársdag ef af þeim verður. Slíkar breytingar eru þó háðar samþykki þingflokka og flokksstjórna. 29.12.2011 18:39