Innlent

Breytingar á akstri Strætó um áramótin

Breytingar verða á akstri Strætó bs. um áramót, eins og jafnan á stórhátíðum. Á gamlársdag, laugardaginn 31. desember, verður ekið eins og á laugardegi til kl. u.þ.b. 14, en þá hætta vagnarnir akstri.

Hvenær það verður nákvæmlega fer eftir staðsetningu endastöðva, en nánari upplýsingar má finna í leiðabók og á leiðarvísi á www.strætó.is. Á nýársdag, sunnudaginn 1. janúar, verður enginn akstur, en frá og með 2. janúar verður akstur með hefðbundnum hætti.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×