Innlent

Flugeldaþjófar fundnir

Tveir unglingspiltar hafa játað að hafa brotist inn í geymslugám á Akranesi og stolið þaðan flugeldum sem voru í eigu knattspyrnufélags ÍA og Kiwanis á Akranesi. Lögreglunni barst ábending um málið undir hádegi í dag og leiddi það til þess að grunur féll á unglingana, sem samkvæmt upplýsingum fréttastofu eru undir átján ára aldri. Unglingarnir hafa skilað til lögreglu megninu af því sem stolið var. Einhverju höfðu þeir þó skotið upp og hafa þeir í hyggju að greiða eigendum tjónið hið allra fyrsta.


Tengdar fréttir

Stálu flugeldum fyrir hundruð þúsunda

Flugeldum fyrir nokkur hundruð þúsund krónur var stolið úr gámi á Akranesi í fyrrinótt. Flugeldarnir voru í eigu Kiwanisklúbbsins Þyrils og Íþróttabandalags Akraness. Framkvæmdastjóri ÍA segir þjófnaðinn dapurlegan.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×