Innlent

Opið víða á skíðasvæðum landsins

Hlíðarfjall á Akureyri er opið í dag. Þar er fínt veður og færi, sjö gráðu frost og logn. Opið verður í fjallinu frá klukkan tíu til sjö í kvöld.

Það er líka opið á Skíðasvæðinu á Siglufirði frá kl 16-20, veður og færi er frábært vestan gola, frost 2 stig og silkifæri í öllum brekkum eins og segir í tilkynningu.

Sömu sögu er að segja frá Tindastóli við Sauðárkrók. Þar verður opið frá kl 12 til 16.  Það er mikill og góður snjór í Tindastól og engin fyrirstaða að koma til fjalla.

Þá er einnig opið í Tungudal á Ísafirði, þar opnar klukkan fjögur og svæðinu lokar klukkan hálfsjö.

Í Bláfjöllum er hinsvegar lokað. Mjög hvasst er á svæðinu en nánari upplýsingar verða gefnar út í hádeginu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×