Innlent

Langþráður áramótageisladiskur gefinn út

Hér eftir verða áramótin glædd enn frekari dýrðarljóma þegar áramótageisladiskurinn kemur til viðbótar við flugelda og brennur.
Hér eftir verða áramótin glædd enn frekari dýrðarljóma þegar áramótageisladiskurinn kemur til viðbótar við flugelda og brennur.
Yfir hundrað og fjörutíu listamenn tóku þátt í að gera plötu sem inniheldur þekkt þrettánda- og áramótalög þjóðarinnar. Gamall draumur að rætast segir útgefandinn.

Sigríði Önnu Einarsdóttur hefur lengi dreymt um að eiga áramóta og þrettándadisk til að hlusta á á þessum árstíma. Eftir nokkra bið eftir slíkum disk ákvað hún fyrir tveimur árum að ráðast í þetta verkefni sjálf og fékk yfir hundrað og fjörtíu manns í lið með sér til að gera drauminn að veruleika.

„Í upphafi ætlaði ég bara að vera með áramótalög en svo ákvað ég líka að taka inn þjóðsögur, nýársljóð útaf því að maður getur náð sér í áramótastemmningu út frá svo mörgu," segir Sigríður.

Þá er einnig að finna á disknum fróðleik um sögu áramótanna og þrettándans hér á landi auk leikþáttar sem gerist um áramót. Sem dæmi má nefna hinn fræga sálm nú árið er liðið fluttan af öllum kynslóðum, alveg frá börnum til fólks á tíræðisaldri. Sigríður segir að diskurinn fylgi fólki í gegnum áramótin.

„Ég er svo mikil stemmningsmanneskja, ég ólst upp við það að halda vel upp á áramótin og þrettándann og þetta er eitthvað sem að ég er að taka frá fortíðinni og langar að finna meira á fullorðins aldri," bætir hún við að lokum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×