Innlent

Ríkisráð fundar í fyrramálið

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Frá ríkisráðsfundi fyrr á árinu.
Frá ríkisráðsfundi fyrr á árinu. mynd/ stefán.
Ólafur Ragnar Grímsson, forseti Íslands, hefur kvatt Ríkisráð Íslands saman klukkan hálftíu í fyrramálið. Hefð er fyrir því að ríkisráðið komi saman þennan dag, en í því situr forsetinn auk allrar ríkisstjórnarinnar. Eins og greint var frá í fjölmiðlum í gær má búast við því formlega verði gerðar breytingar á ríkisstjórninni á ríkisráðsfundi á morgun, með því að Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, og Árni Páll Árnason, efnahags- og viðskiptaráðherra, víki úr stjórninni.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×