Fleiri fréttir

Blaðakassar teknir niður

Fréttablaðskassar verða teknir niður fyrir áramót og settir upp aftur á nýju ári. Þetta er gert til að koma í veg fyrir skemmdarverk, en undanfarin ár hefur borið á því að kassar séu sprengdir upp.

Fæstar friðlýsingar eru á náttúruverndaráætlun

Sjö svæði voru friðlýst á árinu 2011. Aðeins tvö þeirra voru á náttúruverndaráætlun sem samþykkt er af Alþingi. Sveitarfélög og landeigendur eiga frumkvæði að öðrum friðlýsingum. Til skoðunar er að breyta ferli friðlýsinga.

Minni umferð um Víkurskarð

Meðalumferð um Víkurskarð verður líklega 1.173 bílar á sólarhring á þessu ári, samkvæmt áætlun Vegagerðarinnar.

Suðurstrandarvegur ruddur tvisvar í viku

Nýr Suðurstrandarvegur hefur í nokkur skipti verið ófær síðan hann var opnaður í haust. Að sögn Vegagerðarinnar er það að hluta til vegna þess að menn voru ekki undir það búnir að þörf væri á mikilli vetrarþjónustu. Vegurinn hefur ekki verið inni á vetrarþjónustuáætlun Vegagerðarinnar til þessa en nú hefur verið bætt þar úr.

Borga tæknifrjóvgun fullu verði

Hætt verður að niðurgreiða fyrstu tæknifrjóvgun barnlausra para og einhleypra kvenna um áramót. Þá verður alfarið hætt að niðurgreiða tæknifrjóvgunarmeðferðir fyrir fólk sem á barn fyrir, en þátttaka Sjúkratrygginga í þeim tilvikum hefur verið 15 prósent af kostnaði.

Skorinn með flösku á hálsi

Ráðist var á mann á dansleik á skemmtistaðnum Mælifelli á Sauðárkróki annan dag jóla, að því er fréttavefurinn Feykir greinir frá.

Konur með PIP brjóst fá bréf

Allar konu sem hafa fengið PIP-brjóstafyllingar eftir árið 2000 munu á næstunni fá bréf með nánari upplýsingum og leiðbeiningum um það hvernig skal bregðast við vegna fyllingarinnar, sem hefur valdið talsverðum óróa hér á landi. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn félags íslenskra lýtalækna (FÍL).

Saltið að klárast í Reykjavík

Einungis um nokkurra daga skammtur af salti er nú eftir í saltgeymslum Reykjavíkur eftir vetrarhörkur desembermánaðar. Samtals eru um sjö þúsund og fimmhundruð tonnum af salti stráð á götur borgarinnar á ári hverju.

Tveir Danir og Svíi höfðu heppnina með sér í kvöld.

Þrír norðurlandabúar urðu milljónamæringar í kvöld eftir að þeir fengu alla rétta í Víkingalottói. Vinningurinn var alls fjórir milljarðar. Vinningshafarnir þrír skipta hinsvegar með sér tæplega þrjúhundruð milljónum hver. Tveir Danir og Svíi höfðu heppnina með sér í kvöld.

Fólk lagt inn á spitala vegna tannsýkinga

Þeim fjölgar sem leggja þarf inn á spítala vegna tannsýkinga. Ein af ástæðum sýkinganna er léleg tannheilsa en dæmi eru um að fólk hafi ekki farið til tannlæknis í áratug.

Hringbraut verður öll í 101

Hringbraut mun hér eftir eingöngu tilheyra póstnúmeri 101 þannig að þau hús sem hingað til hafa talist til póstnúmers 107, teljast frá og með 1. desember 2011 tilheyra póstnúmeri 101. Íbúum Hringbrautar innan póstnúmers 107 hafa verið tilkynntar þessar breytingar.

Eitt umferðarslys á dag

Samkvæmt bráðabirgðatölum lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu um umferðarslys varð um það bil eitt slys hvern dag ársins þar til í gær og eru slysin orðin 358. Tölur um fjölda slasaðra eða alvarleika liggur ekki fyrir en slasaðir eru nokkuð fleiri en fjöldi slysa segir til um. Í öllum tilvikum er um atvik að ræða þar sem vegfarendur þurfa læknisaðstoðar við í kjölfar umferðaróhapps. Meiðsli þeirra eru meðal annars tognanir, beinbrot, innvortis meiðsl, mænuskaðar og höfuðáverkar.

Segja hlutfall foreldra lækka

Yfirvöld í Kópavogi segja að hlutur foreldra vegna kostnaðar við leikskóla lækka um áramótin. Rekstrargjöld leikskóla Kópavogs hafi hækkað umtalsvert að undanförnu vegna verðlagshækkana og launahækkana og hefði þeim öllum verið beint til foreldra hefði leikskólagjaldið hækkað um 13 til 14%. Þess í stað hækki átta tíma vistun með fullu fæði um 6,9% um áramótin sem þýði í reynd að greiðsluhlutfall foreldra í kostnaði lækki samkvæmt fjárhagsáætlun milli áranna 2011 og 2012 úr 19% í 15%.

Hundruð milljónir í markaðsátak þrátt fyrir gallaðar grunnstoðir

Þetta er óþolandi ástand að við skulum verað að eyða hundruð milljónum í markaðsstarf og svo er grunnþjónustan ekki til staðar, það er að segja samgöngur,“ segir Agnar Daníelsson, framkvæmdastjóri Kynnisferða, um stöðuna á vegum á Suðurlandi. Eins og fram hefur komið á Vísi í morgun eru Gjábakkavegur og vegurinn í Mosfellsheiði ekki mokaðir tvo daga vikunnar. Þar með getur Gullni hringurinn, eitt mesta aðdráttarafl ferðamanna, orðið ófær.

Segir farsælast að hafa opinn leigupott við hlið nýtingarsamninga

Farsælast er að hverfa með öllu frá hugmyndum um byggða- og ívilnunarpotta við úthlutun byggðakvóta í nýju fiskveiðistjórnunarfrumvarpi. Þá er rétt að lögskylda útgerðir til að bjóða allan óunninn fisk á innlendan markað. Þetta segir Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður, en nýtt frumvarp verður lagt fram á vorþingi.

Margar götur illfærar

Íbúagötur eru margar illfærar í Reykjavík eftir óvenju harða tíð undanfarið. Nítján snjómoksturstæki hafa verið að störfum í dag en allt upp í hundrað og þrjátíu tonn af salti hefur farið á göturnar á einum degi sem er fjórfalt meira en venja er.

Gullni hringurinn illfær tvo daga vikunnar

Tvo daga vikunnar, á þriðjudögum og laugardögum, er Mosfellsheiðin og Gjábakkavegur ekkert mokuð. Þetta hefur valdið því að bílar sem hyggjast aka Gullna hringinn, leiðina á milli Þingvalla, Geysis í Haukadal og Gullfoss, komast ekki leiðar sinnar. Hjá Vegagerðinni fengust þær upplýsingar að þungfært hafi verið á þessum leiðum í gær. Það fékkst jafnframt staðfest að Vegamálastjóra bærust reglulega athugasemdir frá aðilum í ferðaþjónustu vegna þessa, en fólk hefði þó skilning á að fjárframlög til stofnunarinnar hefðu verið skorin niður að undanförnu.

Nær að hreyfa fætur og fingur

Vandasöm aðgerð sem Fanney Þorbjörg Guðmundsdóttir, landsliðskona á skíðum, þurfti á að halda í gærmorgun á Ullevål-sjúkrahúsinu í Ósló í Noregi þótti heppnast vel. Fanney, sem er 19 ára gömul, slasaðist alvarlega á aðfangadag þegar hún var við æfingar í Geilo í Noregi.

Víða hægt að skíða

Gert er ráð fyrir að skíðasvæðið í Bláfjöllum opni klukkan tíu og verði opið allt þangað til klukkan níu í kvöld. Þó gæti svæðinu verið lokað fyrr ef veður verður mjög vont, en gert er ráð fyrir töluverðum vindi síðdegis. Gríðarleg aðsókn var að skíðasvæðinu í gær og þurfti fólk að bíða í löngum röðum til að kaupa aðgang að lyftunum. Þá verður skíðasvæðið í Hlíðarfjalli við Akureyri opið frá klukkan tíu til sjö í dag. Þar mun vera logn og mjög gott skíðafæri. Skíðasvæðið í Tindastóll verður opið frá klukkan tólf til fjögur í dag. Það er mikill og góður snjór í Tindastól og engin fyrirstaða að koma til fjalla. Það er hægviðri, tæplega 10 gráðu frost og stjörnubjartur himinn. Jafnframt er opið í Böggvisstaðarfjalli á Dalvík frá klukkan tólf til fjögur. Þar mun vera fínt veður og færi.

Landsvirkjun endurnýjar veltulán

Landsvirkjun hefur skrifað undir samning um nýtt sambankalán á alþjóðlegum bankamarkaði, hið fyrsta sem opinbert íslenskt fyrirtæki gerir frá bankahruni.

Hækka um tugi þúsunda á ári

Leikskólagjöld hjá öllum stærstu sveitarfélögum landsins hækka um tvö til þrjú þúsund krónur á mánuði um áramótin. Hækkunin nemur tugum þúsunda hjá foreldrum á ársgrundvelli.

Gaskútar geta valdið slysahættu í frosti

"Ég skrúfa frá gasinu og þá skyndilega leggur eldsúlu upp úr gashellunni sem læsist í gluggatjöldin fyrir ofan. Ég heyri konuna mína strax æpa og skrúfa þá fyrir þar sem ég átta mig á því sem er að gerast. Þetta slapp því í rauninni mjög vel en ég rétt ímynda mér hvað hefði gerst ef ég hefði verið einn þarna og ekki áttað mig. Þá hefði þessi timburbústaður bara fuðrað upp,“ segir Hrafnkell Á.

Ekki þörf á byssum fyrir löggur

LöggæslaÖgmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki telja þörf á því að lögreglumenn hafi almennari aðgang að skotvopnum en nú er.

Byggja félagsmiðstöð í Spönginni

Verja á 650 milljónum króna í byggingu nýrrar félagsmiðstöðvar í Spönginni í Grafarvogi. Þar munu þjóðkirkjan og hjúkrunarheimilið Eir meðal annarra hafa aðstöðu.

Óásættanlegt að leyfi hafi verið veitt

Hópur fólks og félaga sem eru andvíg því að erfðabreytt bygg verði ræktað í gróðurhúsi Landbúnaðarháskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi skorar á sveitarstjórnir á svæðinu að beita sér fyrir því að leyfi til ræktunarinnar verði afturkallað.

Slökkviliðsmenn gerðu upp bíl lamaðs bónda

Tveir slökkviliðsmenn á Keflavíkurflugvelli sýndu jólaanda í verki þegar þeir tóku að sér að koma nær ónýtum en sérútbúnum bíl lamaðs bónda á Vestfjörðum til Reykjanesbæjar og gera á honum algjöra yfirhalningu.

Hringja grátandi til fjölskylduhjálparinnar

Vegna fjölda beiðna um um mataraðstoð verður Fjölskylduhjálpin með úthlutanir í Eskihlíðinni í Reykjavík á morgun frá klukkan tvö til fimm. Búið var að ákveða að hafa lokað á milli jóla og nýárs, en Ásgerður Jóna Flosadóttir, framkvæmdastjóri Fjölskylduhjálparinnar, segir að neyðin sé mjög mikil, og fólk hringi grátandi til Fjölskylduhjálparinnar og biðji um mataraðstoð.

Örþreyttir björgunarsveitamenn á aðfangadag

Þeir voru margir þreyttir björgunarsveitarmennirnir á aðfangadag eftir að hafa unnið þrekvirki við að aðstoða fólk sem var í hremmingum vegna óveðursins sem geysaði á aðfangadag á stórum hluta landsins.

Sjö ára í heljarstökki

Benedikt Friðbjörnsson, sjö ára gamall drengur á Akureyri, hefur náð alveg hreint ótrúlegri færni á snjóbretti þau tvö ár sem hann hefur æft. Á meðfylgjandi myndskeiði sést hann fara í afturábak heljarstökk og gerir það leikandi létt.

Níu brennur á höfuðborgarsvæðinu

Byrjað verður að taka á móti efni í áramótabrennurnar í fyrramálið en þær verða á sömu stöðum og í fyrra. Vel er fylgst með því hvað fer á brennurnar og eru um það skýrar reglur hvað má fara í bálkestina. "Best er að fá hreint timbur á brennurnar", segir Þorgrímur Hallgrímsson brennukóngur og rekstrarstjóri á hverfastöð Framkvæmda- og eignasviðs. "Plast, gúmmí og unnið timbur á ekki erindi á köstinn.“ Starfsmenn hverfastöðvanna verða á vettvangi og leiðbeina þeim sem koma með efni. Hætt verður að taka á móti efni þegar brennurnar eru orðnar hæfilega stórar eða í síðasta lagi klukkan 12 á gamlársdag.

Margar konur nefndar til sögunnar sem næsti biskup

Síðan Karl Sigurbjörnsson biskup Íslands tilkynnti við upphaf síðasta kirkjuþings að hann hygðist láta af embætti á næsta ári hefur legið fyrir að biskupskjör fer fram á næsta ári.

Litadýrð í loftinu

Þessi fallegu glitský sáust á suðausturhimni á Akureyri í morgun um klukkan 10:25. Glitský hafa sést nokkrum sinnum í vetur en um er að ræða ákaflega fögur marglit ský sem myndast í heiðhvolfinu, oft í um 15 - 30 kílómetra hæð, eftir því sem fram kemur í svari Halldórs Björnssonar veðurfræðings á Vísindavefnum. Glitský sjást helst um miðjan vetur, um sólarlag eða við sólaruppkomu. Litadýrð þeirra er mjög greinileg því þau eru böðuð sólskini, þótt rökkvað sé eða jafnvel aldimmt við jörð.

Ekkert vitað hver braust inn í Fjölskylduhjálp

Enn er ekkert vitað um það hver braust inn í aðsetur Fjölskylduhjálpar Íslands á Suðurnesjum um jólin og stal þaðan gjöfum og tölvu með viðkvæmum persónuupplýsingum. Lögreglan á Suðurnesjum rannsakar málið. Meðal þess sem þjófarnir tóku, auk fyrrnefndar tölvu, voru 66° Norður gallar.

Enn á gjörgæslu en ekki í bráðri lífshættu

Tveir liggja enn á sjúkrahúsi eftir árekstur á Vesturlandsvegi síðdegis í gær. Fólkið var í sömu bifreiðinni. Kona liggur á gjörgæslu alvarlega slösuð en er ekki í bráðri lífshættu að sögn vakthafandi læknis. Karlmaður var lagður inn á slysa- og bráðadeild þar sem hann var undir eftirliti í nótt og er hann með minniháttar áverka.

Átök á milli lögreglu og strangtrúaðra gyðinga

Til átaka kom á milli lögreglu og strangtrúaðra gyðinga í ísraelska bænum Beit Shemesh, nálægt Jerúsalem og voru nokkrir handteknir. Miklar deilur hafa staðið á milli hinna strangtrúuðu og annarra gyðinga í bænum en hinir fyrrnefndu krefjast algjörs aðskilnaðar kynjanna og að konur klæði sig á ákveðinn hátt. Til átakanna í gær kom þegar lögregla reyndi að fjarlægja skilti þar sem hvatt er til aðskilnaðarins.

Vill endurskoða skotvopnabúnað lögreglu

Þróun ástands og aukin skotvopnanotkun í glæpaheiminum hér á landi undanfarin misseri er farin að kalla á frekari umræðu um skotvopnanotkun lögreglu.

Hætta inntöku lyfja vegna aukaverkana

Dæmi eru um að konur með brjóstakrabbamein hafi gefist upp á að taka hormónabælandi lyf vegna aukaverkana, að sögn Ásgerðar Sverrisdóttur, krabbameinslæknis á Landspítalanum.

Tveir á sjúkrahúsi í nótt eftir áreksturinn á Vesturlandsvegi

Einn var á gjörgæslu í nótt og annar undir eftirliti lækna eftir harðan árekstur á Vesturlandsvegi rétt fyrir klukkan sex í gær. Sex bílar lentu í árekstrinum, mis-mikið þó. Alls voru fimm fluttir á slysadeild í kjölfarið, fjórir fullorðnir og fimmtán mánaða gamalt barn en að skoðun lokinni fengu fjórir að fara heim. Sá sem settur var í gjörgæslu beinbrotnaði og hlaut innvortis blæðingu, að sögn lögreglu. Ökumaður bílsins sem hann var farþegi í var einnig hafður á sjúkrahúsinu í nótt undir eftirliti.

Ósátt við hærri leikskólagjöld

Menntun Samtök foreldra leikskólabarna í Kópavogi mótmæla gjaldskrárhækkunum sem eiga að taka gildi um áramót. Þá hækka leikskólagjöld um sjö prósent.

Veiðiþjófar handteknir

Lögreglumenn á Fáskrúðsfirði gómuðu á jóladag tvo veiðiþjófa sem höfðu skotið hreindýr í Hamarsfirði fyrr um daginn. Upp komst um verknaðinn við venjubundið umferðareftirlit lögreglunnar. Hún hafði afskipti af bifreið sem í voru menn klæddir í veiðigalla og virtust mjög vel útbúnir til veiða. Þeir kváðust hafa verið við refaveiðar í Hamarsfirði og ekki staðist mátið þegar hreindýrs varð vart. Málið, sem telst upplýst, er til meðferðar hjá lögreglunni í umdæmi lögreglustjórans á Eskifirði.

Sjá næstu 50 fréttir