Innlent

Geitungaárás í desember

Jón Hákon Halldórsson skrifar
Geitungur.
Geitungur.
Það þykir heyra til tíðinda ef menn verða fyrir flugnaárásum á Íslandi á síðustu dögum í desember. Það kom þó fyrir Nikulás Helga Nikulásson, starfsmann Trefja í Hafnarfirði, í gær þegar hann var að vinna við smíði báts þar. Hann vissi ekki hvaðan á hann stóð veðrið þegar hann fór allt í einu að finna fyrir stungunum á líkamanum, en hann heldur að flugan hafi stungið hann fimm eða sex sinnum. Nikulás segir að um geitung hafi verið að ræða.

„Þeir voru búnir að taka á móti vörum en það veit enginn nákvæmlega hvaðan hún kom," segir Nikulás Helgi í samtali við Vísi. Fyrirtækið flytji inn vörur víða að, meðal annars frá Kína og Brasilíu.

Nikulás Helgi segir að þetta hafi komið mjög á óvart, en stungusárin eftir fluguna séu að mestu horfin.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×