Forystumenn stýrðu viðræðum og hluti ríkisstjórnar vissi ekkert Þorbjörn Þórðarson skrifar 29. desember 2011 19:22 Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. Formenn stjórnarflokkanna fengu, samkvæmt heimildum fréttastofu, opið umboð frá þingflokkum sínum fyrr í þessum mánuði til þess að ráðast í breytingar til þess að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið. Viðræður við Hreyfinguna voru hluti af þessum aðgerðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þingflokkum VG og Samfylkingarinnar hafi verið haldið utan við viðræðurnar sjálfar við Hreyfinguna og aðeins hluti ríkisstjórnarinnar vissi af þeim. Sumir ráðherrar vissu ekkert.Byrjaði á óformlegum nótum Hvaða ráðherra í ríkisstjórninni var þetta sem hafði samband við ykkur? „Það gengur nú ekki þannig fyrir sig að það sé svo formlegt. Þetta byrjar nú þannig að það er byrjað að bjóða manni góðan daginn oftar en eðlilegt getur talist niður á þingi og svo spinnst eitthvað út úr því í framhaldinu. Einhverjir þingmenn ræða við sína ráðherra og á endanum er boðum komið til manns um fund (...) og svo vindur þetta upp á sig í framhaldinu af því. En frumkvæðið kom frá ríkisstjórninni," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hvaða ráðherrar voru þetta sem þið funduðuð með? „Við vorum að funda með Jóhönnu og Steingrími." Var Össur ekki hluti af þessu? „Hann var eitthvað að ræða við okkur fyrir jólin, en það var minniháttar." Hvernig var þetta lagt upp af hálfu ríkisstjórnarinnar? „Þau voru að kanna hvað við stæðum föst á stefnuskránni sem við vorum kosin út á með það fyrir augum að verja þau vantrausti ef til þess kæmi. Og það náðist ekki niðurstaða í það."Augljóst að breytingar eru framundan Fundirnir voru fyrir jól, og í gær og í fyrradag, aðallega í stjórnarráðshúsinu. Þór segir að ástæðuna vera fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni. „Það gefur augaleið að það eru fyrirhugaðar einhverjar ráðherrabreytingar og þau óttast einhverja óvissu með þann meirihluta sem þau hafa í kjölfarið á því." Gátu þau sýnt á spilin. Veist þú t.d hvaða breytingar eru fyrirhugaðar? „Nei, það var ekkert rætt um það. Það er algjörlega á þeirra borði ennþá. Hvað þau gera, en það virðist rætt um ýmsa ráðherra og forseta þingsins líka."Hreyfingin vildi fá Ástu Ragnheiði frá Aldrei var rætt um að Hreyfingin kæmi inn í ríkisstjórn. Þór Saari segir að Hreyfingin hafi lagt fram kröfu um Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir viki sæti sem forseti þingsins. Þá vildi Hreyfingin ákveðnar lýðræðisumbætur sem fólust í því að almenningur gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur með undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna, sem Þór kallar „grundvallaratriði." Þór segist líta svo á viðræðum sé lokið í bili en hann segir að þær hafi strandað því Jóhanna og Steingrímur hafi ekki verið tilbúinn að samþykkja leið varðandi skuldavanda heimilanna sem fólst í að stofnaður yrði sérstakur afskriftarsjóður fyrir skuldir sem yrði eign banka og lífeyrissjóða. Vildu skuldir heimilanna í sérstakan afskriftarsjóðÞór Saari segir viðræðurnar hafa strandað því forystumenn ríkisstjórnarinnar voru ekki tilbúnir að fara leið Hreyfingarinnar varðandi skuldavanda heimilanna.Hvaða leið er þetta? „Tillögurnar valda ríkissjóði engum aukakostnaði og eru ekki högg á efnahagsreikninga banka og lífeyrissjóða. Þetta felst í því að skuldir heimilanna, sem verða afskrifaðar af bönkunum, eru settar í sérstakan afskriftarsjóð og eru þá áfram til sem eign banka og lífeyrissjóða. Síðan er þessi afskriftarsjóður greiddur niður með ákveðnum útfærslum sem við lögðum fram einnig, á 25 árum. Þetta er ekkert sem er óviðráðanlegt og í raun mjög viðráðanlegt fyrir þessar stofnanir. Þau (Jóhanna og Steingrímur innsk.blm) vildu ekki fara í þann slag. Þeim fannst þessar tillögur ganga of langt. Þau buðu upp á samstarf með óljósu orðalagi, en það er eitthvað sem við höfum passað okkur á að fara ekki út í." Þór Saari segir að viðræðunum sé lokið í bili. Hann segir það hafa verið skilaboðin í gær, að ekki hafi náðst lending. Birgitta Jónsdóttir leggur áherslu á að hlé hafi verið gert á viðræðunum, en hún segist ekki líta svo á að þeim hafi verið slitið endanlega. thorbjorn@stod2.is Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, stýrðu viðræðum við þingmenn Hreyfingarinnar. Fundirnir voru flestir í stjórnarráðshúsinu og hluti ríkisstjórnarinnar vissi ekkert og þingflokkarnir ekki heldur. Formenn stjórnarflokkanna fengu, samkvæmt heimildum fréttastofu, opið umboð frá þingflokkum sínum fyrr í þessum mánuði til þess að ráðast í breytingar til þess að styrkja ríkisstjórnarsamstarfið. Viðræður við Hreyfinguna voru hluti af þessum aðgerðum. Fréttastofa hefur heimildir fyrir því að þingflokkum VG og Samfylkingarinnar hafi verið haldið utan við viðræðurnar sjálfar við Hreyfinguna og aðeins hluti ríkisstjórnarinnar vissi af þeim. Sumir ráðherrar vissu ekkert.Byrjaði á óformlegum nótum Hvaða ráðherra í ríkisstjórninni var þetta sem hafði samband við ykkur? „Það gengur nú ekki þannig fyrir sig að það sé svo formlegt. Þetta byrjar nú þannig að það er byrjað að bjóða manni góðan daginn oftar en eðlilegt getur talist niður á þingi og svo spinnst eitthvað út úr því í framhaldinu. Einhverjir þingmenn ræða við sína ráðherra og á endanum er boðum komið til manns um fund (...) og svo vindur þetta upp á sig í framhaldinu af því. En frumkvæðið kom frá ríkisstjórninni," segir Þór Saari, þingmaður Hreyfingarinnar. Hvaða ráðherrar voru þetta sem þið funduðuð með? „Við vorum að funda með Jóhönnu og Steingrími." Var Össur ekki hluti af þessu? „Hann var eitthvað að ræða við okkur fyrir jólin, en það var minniháttar." Hvernig var þetta lagt upp af hálfu ríkisstjórnarinnar? „Þau voru að kanna hvað við stæðum föst á stefnuskránni sem við vorum kosin út á með það fyrir augum að verja þau vantrausti ef til þess kæmi. Og það náðist ekki niðurstaða í það."Augljóst að breytingar eru framundan Fundirnir voru fyrir jól, og í gær og í fyrradag, aðallega í stjórnarráðshúsinu. Þór segir að ástæðuna vera fyrirhugaðar breytingar á ríkisstjórninni. „Það gefur augaleið að það eru fyrirhugaðar einhverjar ráðherrabreytingar og þau óttast einhverja óvissu með þann meirihluta sem þau hafa í kjölfarið á því." Gátu þau sýnt á spilin. Veist þú t.d hvaða breytingar eru fyrirhugaðar? „Nei, það var ekkert rætt um það. Það er algjörlega á þeirra borði ennþá. Hvað þau gera, en það virðist rætt um ýmsa ráðherra og forseta þingsins líka."Hreyfingin vildi fá Ástu Ragnheiði frá Aldrei var rætt um að Hreyfingin kæmi inn í ríkisstjórn. Þór Saari segir að Hreyfingin hafi lagt fram kröfu um Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir viki sæti sem forseti þingsins. Þá vildi Hreyfingin ákveðnar lýðræðisumbætur sem fólust í því að almenningur gæti kallað fram þjóðaratkvæðagreiðslur með undirskriftum 10% atkvæðisbærra manna, sem Þór kallar „grundvallaratriði." Þór segist líta svo á viðræðum sé lokið í bili en hann segir að þær hafi strandað því Jóhanna og Steingrímur hafi ekki verið tilbúinn að samþykkja leið varðandi skuldavanda heimilanna sem fólst í að stofnaður yrði sérstakur afskriftarsjóður fyrir skuldir sem yrði eign banka og lífeyrissjóða. Vildu skuldir heimilanna í sérstakan afskriftarsjóðÞór Saari segir viðræðurnar hafa strandað því forystumenn ríkisstjórnarinnar voru ekki tilbúnir að fara leið Hreyfingarinnar varðandi skuldavanda heimilanna.Hvaða leið er þetta? „Tillögurnar valda ríkissjóði engum aukakostnaði og eru ekki högg á efnahagsreikninga banka og lífeyrissjóða. Þetta felst í því að skuldir heimilanna, sem verða afskrifaðar af bönkunum, eru settar í sérstakan afskriftarsjóð og eru þá áfram til sem eign banka og lífeyrissjóða. Síðan er þessi afskriftarsjóður greiddur niður með ákveðnum útfærslum sem við lögðum fram einnig, á 25 árum. Þetta er ekkert sem er óviðráðanlegt og í raun mjög viðráðanlegt fyrir þessar stofnanir. Þau (Jóhanna og Steingrímur innsk.blm) vildu ekki fara í þann slag. Þeim fannst þessar tillögur ganga of langt. Þau buðu upp á samstarf með óljósu orðalagi, en það er eitthvað sem við höfum passað okkur á að fara ekki út í." Þór Saari segir að viðræðunum sé lokið í bili. Hann segir það hafa verið skilaboðin í gær, að ekki hafi náðst lending. Birgitta Jónsdóttir leggur áherslu á að hlé hafi verið gert á viðræðunum, en hún segist ekki líta svo á að þeim hafi verið slitið endanlega. thorbjorn@stod2.is
Mest lesið Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Innlent Hyggst ekki segja af sér þrátt fyrir reiði vegna Epstein-listans Erlent Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Innlent Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni Innlent Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Innlent Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum Innlent Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Innlent „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ Innlent „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Innlent Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Innlent Fleiri fréttir Kvikuhlaup á Sundhnúksgígaröðinni Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Göngumaður slapp ómeiddur úr sjálfheldu við Hestskarð Ólöf Tara yrði hissa en þakklát að gangan sé tileinkuð henni „Ekki bara fávísir hitabeltisbúar sem eru að detta á hausinn“ Yfirleitt Íslendingar sem aki utan vega Skipstjóri handtekinn talinn vera undir áhrifum „Ég var örugglega getinn í Land Rover“ „Valda fleiri húðkrabbameinum en sígarettur lungnakrabbameini“ Göngumaður í sjálfheldu við Hestskarð Ákall um ljósabekkjabann og gengið fyrir Ólöfu Töru Enn rís land í Svartsengi Engu mátti muna á að alvarlegur árekstur yrði á þjóðveginum Hleypti líklega óvart úr Kominn úr lífshættu eftir stunguárás við Mjóddina Gísli Jóns í tveimur útköllum frá miðnætti „Það gæti tekið bara fimmtán mínútur að kála þeim“ Maðurinn er fundinn Ekki sekur um að hafa valdið dauða manns í Kiðjabergi Fagnar áherslum ríkisstjórnarinnar í sjávarútvegi Ræðukóngurinn talaði í rúman sólarhring Miklar bikblæðingar á Norðurlandi Ræðukóngur Alþingis tekinn tali og varað við bikblæðingum á þjóðvegunum Þriggja ára barn ráfaði af leikskólanum og í Bónus Varnarviðbragð húðarinnar að verða brún í sól „Það þarf enginn að vera með vopn nema sérsveitin“ Hitinn 14 til 28 stig í dag: Vara við því að skilja hundinn eftir í bílnum Fjöldi ökumanna sektaður fyrir að leggja ólöglega Akureyri skelfur vegna jarðhræringa við Grímsey Inga ætlar ekki að biðjast afsökunar Sjá meira